Kallaði FH Sigga Hlö-liðið: Veistu hver ég var? Ég var einu sinni góður í fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2021 10:00 Veistu hver ég var? spyr Siggi Hlö um hverja helgi. vísir/bylgjan/vilhelm Þjálfaraskiptin hjá FH voru að sjálfsögðu til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Þorkell Máni Pétursson segir að ábyrgðin á slæmu gengi FH liggi hjá leikmönnum liðsins. Logi Ólafsson var látinn taka pokann sinn í gær eftir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Við starfi hans tók Ólafur Jóhannesson en þeir Davíð Þór Viðarsson munu stýra FH-ingum út tímabilið. „Maður á eiginlega ekki til orð. Ekki að þetta hafi komið á óvart að Logi hafi verið látinn fara en ég veit ekki hvað er að frétta þarna. Ég er eiginlega spenntastur núna, þegar Óli Jóh tekur við liðinu, að sjá hvað þessir aumingjans menn, leikmenn Fimleikafélags Hafnarfjarðar, eiga eftir að finna sem næstu afsökun fyrir lélegu gengi sínu,“ sagði Máni í Pepsi Max stúkunni. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um FH „Þeir eru búnir að hafa Óla Kristjáns sem þjálfara og hann var ekki nógu skemmtilegur. Þeir fengu ekki borguð launin sín og það var vandamál. Þeir eru búnir að fá hvern þjálfarann á fætur öðrum og það er búið að kaupa leikmenn þarna inn,“ sagði Máni. „Ég held að gengi FH-liðsins hafi ekki nokkurn skapaðan hlut með Loga Ólafsson að gera. Þessir leikmenn þurfa heldur betur að líta í eigin barm. Þetta er frábær leikmannahópur en staðreyndin er sú að enginn í honum hefur sýnt okkur neitt í heilt tímabil að hann sé góður leikmaður. Ef þú ættir að kalla þetta lið eitthvað væri þetta Sigga Hlö-liðið, Veistu hver ég var? Ég var einu sinni góður í fótbolta.“ Til háborinnar skammar Máni hélt áfram og sagði að stuðningsmenn FH og allir þeir sem starfa í kringum félagið ættu skilið að sjá betri frammistöðu frá leikmönnum liðsins. „Fyrir mér er til háborinnar skammar að sjá þetta, eins og í gær [í fyrradag]. Jesús minn almáttugur. Það var eins og menn nenntu þessu ekki. Menn gátu ekki hlaupið eftir manninum sínum. Þetta hefur ekkert að gera með að þeir séu ekki í standi. Sú afsökun er alltaf notuð. Það eru allir leikmenn með hlaupavesti og þú hlýtur að sjá hvort þeir hreyfi sig,“ sagði Máni. Eitt sigurlið í viðbót Reynir Leósson sagði að tíðindi gærdagsins úr Kaplakrika hafi ekki komið sér á óvart. „Maður er spenntur að sjá Óla Jóh þarna. Hann er upphafsmaðurinn að velgengni FH og fór í gegnum ótrúlega sigurhrinu með félagið. Hann mun ekki gera það í ár, ég efast um að þeir verði Íslandsmeistarar en gætu náð í bikarmeistaratitil,“ sagði Reynir. Hann trúir því að Ólafur sé enn hungraður í að ná árangri. „Ég veit það og hann sagði það við mig að hann langi til að búa til eitt sigurlið í viðbót,“ sagði Reynir. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla FH Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Ólafur Jóhannesson tekur við FH-liðinu Ólafur Jóhannesson er kominn aftur til FH og mun stýra liðinu út tímabilið ásamt Davíð Þór Viðarssyni. 21. júní 2021 12:25 Logi hættur sem þjálfari FH Logi Ólafsson er hættur sem þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá knattspyrnudeild FH var það sameiginleg niðurstaða beggja aðila að Logi myndi stíga til hliðar. 21. júní 2021 11:26 „Með því lélegra sem ég hef tekið þátt í“ „Manni líður eins illa og það verður held ég. Þetta held að þetta hafi bara verið með því lélegra sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Guðmann Þórisson, miðvörður FH, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld. 20. júní 2021 22:10 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Logi Ólafsson var látinn taka pokann sinn í gær eftir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Við starfi hans tók Ólafur Jóhannesson en þeir Davíð Þór Viðarsson munu stýra FH-ingum út tímabilið. „Maður á eiginlega ekki til orð. Ekki að þetta hafi komið á óvart að Logi hafi verið látinn fara en ég veit ekki hvað er að frétta þarna. Ég er eiginlega spenntastur núna, þegar Óli Jóh tekur við liðinu, að sjá hvað þessir aumingjans menn, leikmenn Fimleikafélags Hafnarfjarðar, eiga eftir að finna sem næstu afsökun fyrir lélegu gengi sínu,“ sagði Máni í Pepsi Max stúkunni. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um FH „Þeir eru búnir að hafa Óla Kristjáns sem þjálfara og hann var ekki nógu skemmtilegur. Þeir fengu ekki borguð launin sín og það var vandamál. Þeir eru búnir að fá hvern þjálfarann á fætur öðrum og það er búið að kaupa leikmenn þarna inn,“ sagði Máni. „Ég held að gengi FH-liðsins hafi ekki nokkurn skapaðan hlut með Loga Ólafsson að gera. Þessir leikmenn þurfa heldur betur að líta í eigin barm. Þetta er frábær leikmannahópur en staðreyndin er sú að enginn í honum hefur sýnt okkur neitt í heilt tímabil að hann sé góður leikmaður. Ef þú ættir að kalla þetta lið eitthvað væri þetta Sigga Hlö-liðið, Veistu hver ég var? Ég var einu sinni góður í fótbolta.“ Til háborinnar skammar Máni hélt áfram og sagði að stuðningsmenn FH og allir þeir sem starfa í kringum félagið ættu skilið að sjá betri frammistöðu frá leikmönnum liðsins. „Fyrir mér er til háborinnar skammar að sjá þetta, eins og í gær [í fyrradag]. Jesús minn almáttugur. Það var eins og menn nenntu þessu ekki. Menn gátu ekki hlaupið eftir manninum sínum. Þetta hefur ekkert að gera með að þeir séu ekki í standi. Sú afsökun er alltaf notuð. Það eru allir leikmenn með hlaupavesti og þú hlýtur að sjá hvort þeir hreyfi sig,“ sagði Máni. Eitt sigurlið í viðbót Reynir Leósson sagði að tíðindi gærdagsins úr Kaplakrika hafi ekki komið sér á óvart. „Maður er spenntur að sjá Óla Jóh þarna. Hann er upphafsmaðurinn að velgengni FH og fór í gegnum ótrúlega sigurhrinu með félagið. Hann mun ekki gera það í ár, ég efast um að þeir verði Íslandsmeistarar en gætu náð í bikarmeistaratitil,“ sagði Reynir. Hann trúir því að Ólafur sé enn hungraður í að ná árangri. „Ég veit það og hann sagði það við mig að hann langi til að búa til eitt sigurlið í viðbót,“ sagði Reynir. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla FH Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Ólafur Jóhannesson tekur við FH-liðinu Ólafur Jóhannesson er kominn aftur til FH og mun stýra liðinu út tímabilið ásamt Davíð Þór Viðarssyni. 21. júní 2021 12:25 Logi hættur sem þjálfari FH Logi Ólafsson er hættur sem þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá knattspyrnudeild FH var það sameiginleg niðurstaða beggja aðila að Logi myndi stíga til hliðar. 21. júní 2021 11:26 „Með því lélegra sem ég hef tekið þátt í“ „Manni líður eins illa og það verður held ég. Þetta held að þetta hafi bara verið með því lélegra sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Guðmann Þórisson, miðvörður FH, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld. 20. júní 2021 22:10 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ólafur Jóhannesson tekur við FH-liðinu Ólafur Jóhannesson er kominn aftur til FH og mun stýra liðinu út tímabilið ásamt Davíð Þór Viðarssyni. 21. júní 2021 12:25
Logi hættur sem þjálfari FH Logi Ólafsson er hættur sem þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá knattspyrnudeild FH var það sameiginleg niðurstaða beggja aðila að Logi myndi stíga til hliðar. 21. júní 2021 11:26
„Með því lélegra sem ég hef tekið þátt í“ „Manni líður eins illa og það verður held ég. Þetta held að þetta hafi bara verið með því lélegra sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Guðmann Þórisson, miðvörður FH, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld. 20. júní 2021 22:10
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45