Fólk verði að tilkynna grun um mansal Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. júní 2021 22:07 Karl Steinar Valsson er yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. Lögreglan Lögreglan fór nýverið í átak til að upplýsa almenning um einkenni mansals og auðvelda fólki að tilkynna það til lögreglu bæði ef það heldur sjálft að það sé þolandi mansals og ef það telur sig vita af mansali. Karl Steinar Valsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir að það sé tiltölulega nýlegt vandamál á Íslandi að skipulagðir brotahópar horfi til þess hvernig þeir geti nýtt sér mansal í gróðaskyni. Það hafi fylgt því þegar flóttamenn fóru að streyma til Evrópu í auknum mæli í kring um árið 2014. Margir ómeðvitaðir um að þeir séu þolendur mansals Hann segir mega skipta mansali í tvennt; annars vegar vinnumansal og hins vegar mansal sem tengist vændisstarfsemi og kynlífsiðnaðinum. Mikilvægt sé að allir séu meðvitaðir um helstu einkenni mansals: „Þetta getur komið fram í því, til dæmis, að það sé ekki verið að greiða þér pening fyrir þína vinnu. Það fylgja þessu oft ákveðnar hótanir og hlutir eins og það að þú búir við óviðunandi aðstæður eða látinn dvelja einhvers staðar gegn þínum vilja,“ sagði Karl Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. „Oft eru líka settar einhverjar hömlur á ferðafrelsið – þú megir ekki fara án þess að láta vita eða vegabréfið hreinlega tekið af þér. Þetta getur birst með þessum hætti.“ Hann segir eitt helsta vandamálið við að uppræta vandann það að fólk átti sig oft ekki á því að það sé þolendur mansals: „Því miður er það oft að koma úr mjög erfiðu umhverfi sem að markast kannski af því að þeim finnst þetta jafnvel betra sem þau eru í í dag heldur en það sem þau höfðu áður. Það er kannski sá þáttur sem við og önnur lönd í Evrópulöndum erum að vinna í,“ sagði hann. Því þurfi ákveðinn samtakamátt til að takast á við vandann: „Við eigum öll að láta okkur það varða hvernig samfélagi við búum í og hvað við viljum ekki að viðgangist í okkar samfélagi.“ Ábendingar almennings veiti oft nýja sýn Lögreglan opnaði nýlega nýja undirsíðu á heimasíðu neyðarlínunnar 112.is þar sem hægt er að tilkynna grun um mansal með einföldum hætti. Karl Steinar segir mikilvægt að fólk veigri sér ekki við að tilkynna um slíkt. „Það skiptir mjög miklu máli. Við erum oft að leita að nokkrum mismunandi púslum og það er oft þannig að fólk sér hlutina með ólíkum hætti. Þannig að þú sem borgari verður kannski var við einhver samskipti sem þér finnst mjög óeðlileg,“ segir hann. Spurður hvað taki við fólki sem losnar úr mansali segir hann það misjafnt: „En það er náttúrulega ætlun okkar að styðja og styrkja þá einstaklinga sem eru í þeirri stöðu svo þeim sé raunverulega hjálpað. Og það er kannski það sem við þurfum að sannfæra þau um, til þess að þau vinni með yfirvöldum, að staða þeirra versni ekki við að stíga fram og segja söguna.“ Á nýju upplýsingasíðunni má finna lista yfir það sem getur verið mansal – það er ef einhver: Greiðir þér ekki pening fyrir vinnu þína. Hótar þér eða fjölskyldu þinni ofbeldi ef þú gerir ekki eitthvað. Neyðir þig til að búa við óviðunandi aðstæður. Heldur þér gegn vilja þínum á einhverjum stað. Tekur af þér vegabréf eða önnur mikilvæg skjöl. Falsar eða útvegar þér vegabréf. Borgar ferðakostnað þinn hingað og lætur þig borga skuldina með því að vinna. Nýtir fíkn þína til að fá þig til að gera eitthvað. Bannar þér að tala um aðstæður þínar við fjölskyldu, vini eða yfirvöld. Bannar þér að sækja heilbrigðisþjónustu eða vill koma með þér til læknis. Lögreglumál Flóttamenn Vændi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Lögreglan fór nýverið í átak til að upplýsa almenning um einkenni mansals og auðvelda fólki að tilkynna það til lögreglu bæði ef það heldur sjálft að það sé þolandi mansals og ef það telur sig vita af mansali. Karl Steinar Valsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir að það sé tiltölulega nýlegt vandamál á Íslandi að skipulagðir brotahópar horfi til þess hvernig þeir geti nýtt sér mansal í gróðaskyni. Það hafi fylgt því þegar flóttamenn fóru að streyma til Evrópu í auknum mæli í kring um árið 2014. Margir ómeðvitaðir um að þeir séu þolendur mansals Hann segir mega skipta mansali í tvennt; annars vegar vinnumansal og hins vegar mansal sem tengist vændisstarfsemi og kynlífsiðnaðinum. Mikilvægt sé að allir séu meðvitaðir um helstu einkenni mansals: „Þetta getur komið fram í því, til dæmis, að það sé ekki verið að greiða þér pening fyrir þína vinnu. Það fylgja þessu oft ákveðnar hótanir og hlutir eins og það að þú búir við óviðunandi aðstæður eða látinn dvelja einhvers staðar gegn þínum vilja,“ sagði Karl Steinar í Reykjavík síðdegis í dag. „Oft eru líka settar einhverjar hömlur á ferðafrelsið – þú megir ekki fara án þess að láta vita eða vegabréfið hreinlega tekið af þér. Þetta getur birst með þessum hætti.“ Hann segir eitt helsta vandamálið við að uppræta vandann það að fólk átti sig oft ekki á því að það sé þolendur mansals: „Því miður er það oft að koma úr mjög erfiðu umhverfi sem að markast kannski af því að þeim finnst þetta jafnvel betra sem þau eru í í dag heldur en það sem þau höfðu áður. Það er kannski sá þáttur sem við og önnur lönd í Evrópulöndum erum að vinna í,“ sagði hann. Því þurfi ákveðinn samtakamátt til að takast á við vandann: „Við eigum öll að láta okkur það varða hvernig samfélagi við búum í og hvað við viljum ekki að viðgangist í okkar samfélagi.“ Ábendingar almennings veiti oft nýja sýn Lögreglan opnaði nýlega nýja undirsíðu á heimasíðu neyðarlínunnar 112.is þar sem hægt er að tilkynna grun um mansal með einföldum hætti. Karl Steinar segir mikilvægt að fólk veigri sér ekki við að tilkynna um slíkt. „Það skiptir mjög miklu máli. Við erum oft að leita að nokkrum mismunandi púslum og það er oft þannig að fólk sér hlutina með ólíkum hætti. Þannig að þú sem borgari verður kannski var við einhver samskipti sem þér finnst mjög óeðlileg,“ segir hann. Spurður hvað taki við fólki sem losnar úr mansali segir hann það misjafnt: „En það er náttúrulega ætlun okkar að styðja og styrkja þá einstaklinga sem eru í þeirri stöðu svo þeim sé raunverulega hjálpað. Og það er kannski það sem við þurfum að sannfæra þau um, til þess að þau vinni með yfirvöldum, að staða þeirra versni ekki við að stíga fram og segja söguna.“ Á nýju upplýsingasíðunni má finna lista yfir það sem getur verið mansal – það er ef einhver: Greiðir þér ekki pening fyrir vinnu þína. Hótar þér eða fjölskyldu þinni ofbeldi ef þú gerir ekki eitthvað. Neyðir þig til að búa við óviðunandi aðstæður. Heldur þér gegn vilja þínum á einhverjum stað. Tekur af þér vegabréf eða önnur mikilvæg skjöl. Falsar eða útvegar þér vegabréf. Borgar ferðakostnað þinn hingað og lætur þig borga skuldina með því að vinna. Nýtir fíkn þína til að fá þig til að gera eitthvað. Bannar þér að tala um aðstæður þínar við fjölskyldu, vini eða yfirvöld. Bannar þér að sækja heilbrigðisþjónustu eða vill koma með þér til læknis.
Lögreglumál Flóttamenn Vændi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira