„Ekki vera fimmtugur, fullur og prófa þetta“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. júní 2021 20:01 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. vísir/vilhelm/egill Nokkrir leita á bráðamóttöku landspítalans á hverjum degi vegna rafskútuslysa, flestir með andlitsáverka eða áverka á handleggjum. Um fjörutíu prósent slasaðra hafa verið undir áhrifum áfengis. Síðusu misseri hafa reglulega verið sagðar fréttir af rafskútuslysum í Reykjavík. Um helgina fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til að mynda tvær tilkynningar með nokkurra mínútna millibili um rafskútuslys en í örðu slysanna var notandinn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna. „Þetta eru nokkrir á hverjum degi sem koma út af þessum slysum,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. Hvernig eru þessi slys? „langoftast er það þannig að fólk missir jafnvægi á hjólinu eða dettur eða rekst á gangstéttarbrún og fellur af því en þá yfirleitt ekki á mjög miklum hraða.“ Áverkar á andliti og handleggjum algengast Fólk hafi ekki fengið lífshættulega áverka hér á landi. „En að sjálfsögðu geta þetta verið skurðir sem geta skilið eftir sig lýti í andliti eða beinbrot sem geta haft óþægilegar afleiðingar fyrir viðkomandi,“ segir Hjalti Már og bætir við að flestir slasist á handleggjum eða í andliti. Þá eru rafskútuslysin meira áberandi um helgar. „Í nákvæmri skráningu sem við vorum með síðasta sumar þá reyndust fjörutíu prósent þeirra sem slösuðust á rafskútum undir áhrifum áfengis, meðal fullorðinna. Ég vil túlka það þannig að það séu ekki rafskúturnar sem eru vandamálið heldur áfengið. Ekki vera fimmtugur fullur að prófa þetta um miðja nótt,“ segir Hjalti. Wind og Hopp eru vinsælar leigur á markaði í dag.Vísir/Kolbeinn Tumi Mælir með hjálmanotkun Það er ekki skylda að vera með hjálm á rafskútu. „Ég mæli með því að nota þá er flestir þessara áverka eru andlitsáverkar sem hjólahjálmur ver þig ekki fyrir en slíkur hjálmur myndi verja þig fyrir alvarlegustu formunum af heilaáverkum. En ég mæli með því að fólk noti hjálma en það á alls ekki að gera það að lögbroti að nota þennan vistvæna samgöngumáta án hjálma,“ segir Hjalti. Samgöngur Samgönguslys Rafhlaupahjól Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Síðusu misseri hafa reglulega verið sagðar fréttir af rafskútuslysum í Reykjavík. Um helgina fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til að mynda tvær tilkynningar með nokkurra mínútna millibili um rafskútuslys en í örðu slysanna var notandinn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna. „Þetta eru nokkrir á hverjum degi sem koma út af þessum slysum,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. Hvernig eru þessi slys? „langoftast er það þannig að fólk missir jafnvægi á hjólinu eða dettur eða rekst á gangstéttarbrún og fellur af því en þá yfirleitt ekki á mjög miklum hraða.“ Áverkar á andliti og handleggjum algengast Fólk hafi ekki fengið lífshættulega áverka hér á landi. „En að sjálfsögðu geta þetta verið skurðir sem geta skilið eftir sig lýti í andliti eða beinbrot sem geta haft óþægilegar afleiðingar fyrir viðkomandi,“ segir Hjalti Már og bætir við að flestir slasist á handleggjum eða í andliti. Þá eru rafskútuslysin meira áberandi um helgar. „Í nákvæmri skráningu sem við vorum með síðasta sumar þá reyndust fjörutíu prósent þeirra sem slösuðust á rafskútum undir áhrifum áfengis, meðal fullorðinna. Ég vil túlka það þannig að það séu ekki rafskúturnar sem eru vandamálið heldur áfengið. Ekki vera fimmtugur fullur að prófa þetta um miðja nótt,“ segir Hjalti. Wind og Hopp eru vinsælar leigur á markaði í dag.Vísir/Kolbeinn Tumi Mælir með hjálmanotkun Það er ekki skylda að vera með hjálm á rafskútu. „Ég mæli með því að nota þá er flestir þessara áverka eru andlitsáverkar sem hjólahjálmur ver þig ekki fyrir en slíkur hjálmur myndi verja þig fyrir alvarlegustu formunum af heilaáverkum. En ég mæli með því að fólk noti hjálma en það á alls ekki að gera það að lögbroti að nota þennan vistvæna samgöngumáta án hjálma,“ segir Hjalti.
Samgöngur Samgönguslys Rafhlaupahjól Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira