Jason Daði fékk höfuðverk og átti erfitt með andardrátt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 11:08 Jason Daði Svanþórsson er á sínu fyrsta tímabili hjá Breiðabliki. vísir/vilhelm Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, segist hafa átt erfitt með andardrátt og fengið höfuðverk í leiknum gegn FH í gær. Jason kom Blikum í 2-0 á 23. mínútu. Tíu mínútum síðar lá hann eftir á vellinum. Vallarþulur á Kópavogsvelli óskaði eftir lækni og Jason var svo borinn af velli. Hann var í kjölfarið fluttur af Kópavogsvelli í sjúkrabíl. „Ég átti bara erfitt með andardrátt og var illt í hausnum,“ sagði Jason í samtali við Vísi. „Sjúkraþjálfarinn kom til mín, hjálpaði mér í gegnum þetta og það er allt í góðu núna,“ bætti Jason við en hann var alltaf með meðvitund. Jason fór í hjartamyndatöku í gær og niðurstöðurnar úr henni voru góðar. „Ég fór í myndatöku og það er allt í góðu með hjartað,“ sagði hann. Mosfellingurinn fór heim til sín eftir skoðun á spítala í gær og fer í frekari skoðun á næstu dögum. „Ég fékk hausverk og svima en get rosa lítið sagt hvað gerðist. Ég fer í fleiri rannsóknir en allt það sem ég fór í gær leit vel út. Ég á tíma hjá lækni á morgun,“ sagði Jason. Viðstöddum og þeim sem fylgdust með leiknum var eðlilega brugðið þegar Jason lá á vellinum enda aðeins rúm vika síðan Daninn Christian Eriksen fékk hjartaáfall í leik gegn Finnum á EM. „Ég náði ekki mikið að hugsa um það,“ sagði Jason aðspurður hvort atvikinu með Eriksen hefði skotið upp í kolli hans. Breiðablik vann leikinn gegn FH, 4-0, en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum. „Þetta voru mikilvægir þrír punktar og við vonum það besta,“ sagði Jason sem hefur skorað fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Blikar rústuðu FH-ingum og markið í toppslagnum á Dalvík Þrettán mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla. Þá fóru fjórar vítaspyrnur forgörðum. 21. júní 2021 09:01 „Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður eftir 4-0 stórsigur liðsins á FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þá er honum létt að Jason Daði Svanþórsson sé á batavegi. 20. júní 2021 21:45 Góðar fréttir af Jasoni Daða Jason Daði Svanþórson, leikmaður Blika, var borinn af velli í leik Breiðabliks og FH í Pepsi Max deild karla í kvöld. 20. júní 2021 20:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Jason kom Blikum í 2-0 á 23. mínútu. Tíu mínútum síðar lá hann eftir á vellinum. Vallarþulur á Kópavogsvelli óskaði eftir lækni og Jason var svo borinn af velli. Hann var í kjölfarið fluttur af Kópavogsvelli í sjúkrabíl. „Ég átti bara erfitt með andardrátt og var illt í hausnum,“ sagði Jason í samtali við Vísi. „Sjúkraþjálfarinn kom til mín, hjálpaði mér í gegnum þetta og það er allt í góðu núna,“ bætti Jason við en hann var alltaf með meðvitund. Jason fór í hjartamyndatöku í gær og niðurstöðurnar úr henni voru góðar. „Ég fór í myndatöku og það er allt í góðu með hjartað,“ sagði hann. Mosfellingurinn fór heim til sín eftir skoðun á spítala í gær og fer í frekari skoðun á næstu dögum. „Ég fékk hausverk og svima en get rosa lítið sagt hvað gerðist. Ég fer í fleiri rannsóknir en allt það sem ég fór í gær leit vel út. Ég á tíma hjá lækni á morgun,“ sagði Jason. Viðstöddum og þeim sem fylgdust með leiknum var eðlilega brugðið þegar Jason lá á vellinum enda aðeins rúm vika síðan Daninn Christian Eriksen fékk hjartaáfall í leik gegn Finnum á EM. „Ég náði ekki mikið að hugsa um það,“ sagði Jason aðspurður hvort atvikinu með Eriksen hefði skotið upp í kolli hans. Breiðablik vann leikinn gegn FH, 4-0, en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum. „Þetta voru mikilvægir þrír punktar og við vonum það besta,“ sagði Jason sem hefur skorað fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Blikar rústuðu FH-ingum og markið í toppslagnum á Dalvík Þrettán mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla. Þá fóru fjórar vítaspyrnur forgörðum. 21. júní 2021 09:01 „Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður eftir 4-0 stórsigur liðsins á FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þá er honum létt að Jason Daði Svanþórsson sé á batavegi. 20. júní 2021 21:45 Góðar fréttir af Jasoni Daða Jason Daði Svanþórson, leikmaður Blika, var borinn af velli í leik Breiðabliks og FH í Pepsi Max deild karla í kvöld. 20. júní 2021 20:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Sjáðu mörkin þegar Blikar rústuðu FH-ingum og markið í toppslagnum á Dalvík Þrettán mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla. Þá fóru fjórar vítaspyrnur forgörðum. 21. júní 2021 09:01
„Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður eftir 4-0 stórsigur liðsins á FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þá er honum létt að Jason Daði Svanþórsson sé á batavegi. 20. júní 2021 21:45
Góðar fréttir af Jasoni Daða Jason Daði Svanþórson, leikmaður Blika, var borinn af velli í leik Breiðabliks og FH í Pepsi Max deild karla í kvöld. 20. júní 2021 20:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45