„Með því lélegra sem ég hef tekið þátt í“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 22:10 Guðmann Þórisson var miður sín eftir tapið fyrir Breiðabliki. vísir/vilhelm „Manni líður eins illa og það verður held ég. Þetta held að þetta hafi bara verið með því lélegra sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Guðmann Þórisson, miðvörður FH, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld. FH sá ekki til sólar í leik kvöldsins þar sem Breiðablik var með tögl og hagldir frá upphafi til enda. Guðmann er ósáttur með hvernig hans lið tókst á við það að fá á sig mark eftir rúmlega kortersleik. „Við byrjum svo sem ágætlega, í svona tíu mínútur, svo bara fáum við mark á okkur og það er svolítið alveg sama hvað við tölum um það, að ef við fáum mark á okkur kemur smá panik og það gerðist bara nákvæmlega það sem við höfum talað um að eigi ekki að gerast,“ „Ekki það að við höfum bara verið lélegir, þeir voru líka frábærir. Þetta var algjörlega verðskuldað og þeir hefðu eiginlega bara átt að vinna stærra. Það er bara sannleikurinn.“ „Þetta var bara hrikalegt og eins mikil yfirspilun og það gerist.“ segir Guðmann. Gott að sjá að Jason var með meðvitund Það fór um margan á Kópavogsvelli þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar á 33. mínútu og kallað var eftir lækni úr stúkunni. Mörgum var hugsað til hjartaáfalls Christians Eriksen í leik Dana og Finna á EM nýlega en Guðmann sagði gott að sjá að Jason var þó með meðvitund allan tímann. „Auðvitað er þetta hryllilegt að sjá, ég veit ekki hvað kom fyrir eða hvað gerist, en þetta virtist ekki eins alvarlegt, hann var með meðvitund. Þá var maður aðeins öruggari með að þetta væri í lagi, að hann var ekki alveg dottinn út. Í hvert skipti sem einhver leikmaðru hnígur niður þá er manni náttúrulega ekki sama. En það komu fréttir að hann væri í lagi, sem er frábært.“ segir Guðmann. FH þurfi að drulla sér í gang Eftir að hafa fengið 10 stig af 12 í fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni hefur FH leikið fimm leiki, að leik kvöldsins meðtöldum, og aðeins fengið eitt stig. Guðmann segir liðsfélaga sína þurfa að hugsa sinn gang. „Það er alveg á hreinu að það vantar ekki gæði. Ég held bara að hver einn og einasti í FH þurfi bara að drulla sér í gang. Það geta allir spilað vel þegar vel gengur. Þetta var ein mesta drulla sem ég hef tekið þátt í, en í hinum leikjum, fyrir utan kannski Leiknisleikinn, höfum við verið allt í lagi. En eftir svona leik þá þurfa menn bara að hugsa hvort þeir vilja vera í þessu ef þeir geta ekki gert betur en þetta.“ segir Guðmann. Aðspurður um hvort þetta geti virkað til að vekja FH til lífsins segir hann: „Wake-up callið á að vera löngu komið. Við erum FH, FH tapar ekki þremur leikjum í röð, hvað þá að fá ekki sigur í fimm leikjum. Þannig að menn þurfa að átta sig á að þeir eru í FH. Það þarf meira.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
FH sá ekki til sólar í leik kvöldsins þar sem Breiðablik var með tögl og hagldir frá upphafi til enda. Guðmann er ósáttur með hvernig hans lið tókst á við það að fá á sig mark eftir rúmlega kortersleik. „Við byrjum svo sem ágætlega, í svona tíu mínútur, svo bara fáum við mark á okkur og það er svolítið alveg sama hvað við tölum um það, að ef við fáum mark á okkur kemur smá panik og það gerðist bara nákvæmlega það sem við höfum talað um að eigi ekki að gerast,“ „Ekki það að við höfum bara verið lélegir, þeir voru líka frábærir. Þetta var algjörlega verðskuldað og þeir hefðu eiginlega bara átt að vinna stærra. Það er bara sannleikurinn.“ „Þetta var bara hrikalegt og eins mikil yfirspilun og það gerist.“ segir Guðmann. Gott að sjá að Jason var með meðvitund Það fór um margan á Kópavogsvelli þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar á 33. mínútu og kallað var eftir lækni úr stúkunni. Mörgum var hugsað til hjartaáfalls Christians Eriksen í leik Dana og Finna á EM nýlega en Guðmann sagði gott að sjá að Jason var þó með meðvitund allan tímann. „Auðvitað er þetta hryllilegt að sjá, ég veit ekki hvað kom fyrir eða hvað gerist, en þetta virtist ekki eins alvarlegt, hann var með meðvitund. Þá var maður aðeins öruggari með að þetta væri í lagi, að hann var ekki alveg dottinn út. Í hvert skipti sem einhver leikmaðru hnígur niður þá er manni náttúrulega ekki sama. En það komu fréttir að hann væri í lagi, sem er frábært.“ segir Guðmann. FH þurfi að drulla sér í gang Eftir að hafa fengið 10 stig af 12 í fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni hefur FH leikið fimm leiki, að leik kvöldsins meðtöldum, og aðeins fengið eitt stig. Guðmann segir liðsfélaga sína þurfa að hugsa sinn gang. „Það er alveg á hreinu að það vantar ekki gæði. Ég held bara að hver einn og einasti í FH þurfi bara að drulla sér í gang. Það geta allir spilað vel þegar vel gengur. Þetta var ein mesta drulla sem ég hef tekið þátt í, en í hinum leikjum, fyrir utan kannski Leiknisleikinn, höfum við verið allt í lagi. En eftir svona leik þá þurfa menn bara að hugsa hvort þeir vilja vera í þessu ef þeir geta ekki gert betur en þetta.“ segir Guðmann. Aðspurður um hvort þetta geti virkað til að vekja FH til lífsins segir hann: „Wake-up callið á að vera löngu komið. Við erum FH, FH tapar ekki þremur leikjum í röð, hvað þá að fá ekki sigur í fimm leikjum. Þannig að menn þurfa að átta sig á að þeir eru í FH. Það þarf meira.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti