„Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 21:45 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður með sitt lið í kvöld og ekki síður með að Jason Daði sé á batavegi. Vísir/Vilhelm Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður eftir 4-0 stórsigur liðsins á FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þá er honum létt að Jason Daði Svanþórsson sé á batavegi. Breiðablik tapaði síðasta leik 3-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals þar sem liðið var síst verri aðilinn. Fyrir það höfðu Blikar unnið þrjá leiki í röð og segir Höskuldur að leikmenn Blika hafi verið ákveðnir í að koma sterkir til baka eftir vonbrigðin á Hlíðarenda. „Við vorum settumst saman eftir Valsleikinn og vorum á því að frammistaðan þar hafi verið í takti við það sem við höfum verið að sýna undanfarna fimm leiki núna. Það var stígandi í þessu og slysalegt af okkur að ná ekki í úrslit þar sem frammistaðan var góð. Við ætluðum ekki að vera passívir eða varnarsinnaðir þannig að við bara gáfum í í dag og svöruðum tapinu í síðasta leik vel.“ „Þetta var svolítill must-win leikur, kassann út og svara strax. Svo það var gott að það var svona stutt á milli leikja að geta svarað strax. Svo þessi leikur kom á besta tíma.“ segir Höskuldur en Blikar voru í raun með tögl og haldir í leiknum frá upphafi til enda. „Við vorum staðráðnir í að setja tempoið strax, láta boltann ganga hratt á milli og vera áræðnir, fara vel með færin okkar. Mér fannst það svona skapa sigurinn í dag. Við stjórnuðum leiknum.“ segir Höskuldur. Léttir eftir kveðjuna frá Jasoni Það kom upp óhugnalegt atvik eftir rúmlega hálftímaleik þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar vegna verkja fyrir brjósti. Höskuldur segir það hafa verið sérstaklega óþægilegt í ljósi atviksins í leik Danmerkur og Finna á Parken nýlega þar sem Christian Eriksen fékk hjartaáfall. „Þetta var bara hræðilegt. Þetta var smá súrrealískt, maður var allt í einu kominn í bara sama hring og var í Danaleiknum. segir Höskuldur. Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM.“ sagði Höskuldur. „Hann var sárkvalinn, átti erfitt með að anda og svimaði mikið, en það komu síðan fréttir í hálfleik að hann væri allur að braggast svo það létti vissulega. Það fór vel um mann eftir það.“ Aðspurður um hvernig það hefði verið að halda leik áfram á meðan Jason Daði lá á hliðarlínunni og beið sjúkrabíls sagði Höskuldur: „Við hópuðum okkur saman og ákváðum bara að vera aðeins passívir og rólegir. Þetta var bara óþægilegt fyrir alla, það er ekki þægilegt að það sé kallað eftir lækni í miðjum leik. Þannig að maður er bara feginn að ekki fór verr.“ Jason Daði er á spítala til rannsókna og er á batavegi. Hann sendi kveðjur á Blikana á meðan leiknum stóð sem vallarþulurinn á Kópavogsvelli kom til skila. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Breiðablik tapaði síðasta leik 3-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals þar sem liðið var síst verri aðilinn. Fyrir það höfðu Blikar unnið þrjá leiki í röð og segir Höskuldur að leikmenn Blika hafi verið ákveðnir í að koma sterkir til baka eftir vonbrigðin á Hlíðarenda. „Við vorum settumst saman eftir Valsleikinn og vorum á því að frammistaðan þar hafi verið í takti við það sem við höfum verið að sýna undanfarna fimm leiki núna. Það var stígandi í þessu og slysalegt af okkur að ná ekki í úrslit þar sem frammistaðan var góð. Við ætluðum ekki að vera passívir eða varnarsinnaðir þannig að við bara gáfum í í dag og svöruðum tapinu í síðasta leik vel.“ „Þetta var svolítill must-win leikur, kassann út og svara strax. Svo það var gott að það var svona stutt á milli leikja að geta svarað strax. Svo þessi leikur kom á besta tíma.“ segir Höskuldur en Blikar voru í raun með tögl og haldir í leiknum frá upphafi til enda. „Við vorum staðráðnir í að setja tempoið strax, láta boltann ganga hratt á milli og vera áræðnir, fara vel með færin okkar. Mér fannst það svona skapa sigurinn í dag. Við stjórnuðum leiknum.“ segir Höskuldur. Léttir eftir kveðjuna frá Jasoni Það kom upp óhugnalegt atvik eftir rúmlega hálftímaleik þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar vegna verkja fyrir brjósti. Höskuldur segir það hafa verið sérstaklega óþægilegt í ljósi atviksins í leik Danmerkur og Finna á Parken nýlega þar sem Christian Eriksen fékk hjartaáfall. „Þetta var bara hræðilegt. Þetta var smá súrrealískt, maður var allt í einu kominn í bara sama hring og var í Danaleiknum. segir Höskuldur. Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM.“ sagði Höskuldur. „Hann var sárkvalinn, átti erfitt með að anda og svimaði mikið, en það komu síðan fréttir í hálfleik að hann væri allur að braggast svo það létti vissulega. Það fór vel um mann eftir það.“ Aðspurður um hvernig það hefði verið að halda leik áfram á meðan Jason Daði lá á hliðarlínunni og beið sjúkrabíls sagði Höskuldur: „Við hópuðum okkur saman og ákváðum bara að vera aðeins passívir og rólegir. Þetta var bara óþægilegt fyrir alla, það er ekki þægilegt að það sé kallað eftir lækni í miðjum leik. Þannig að maður er bara feginn að ekki fór verr.“ Jason Daði er á spítala til rannsókna og er á batavegi. Hann sendi kveðjur á Blikana á meðan leiknum stóð sem vallarþulurinn á Kópavogsvelli kom til skila. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti