Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 18:30 Þórdís Kolbrún er þakklát fyrir stuðninginn. Hún segist ekki hafa talið sig eiga sigurinn vísan. Vísir/Vilhelm „Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“ Haraldur Benediktsson þingmaður beið lægri hlut í prófkjörinu, en hann hafði gefið út yfirlýsingu um að hann myndi ekki þiggja sæti á lista ef hann fengi ekki fyrsta sætið. Þórdís segist hafa átt samtal við hann í dag og upplýst hann um að kjördæmið vilji að hann taki annað sætið. „Við höfum auðvitað unnið saman í mörg ár. Það hefur verið að hluta til óvenjulegt, hann hefur verið oddviti þetta kjörtímabil og ég síðan ráðherra og varaformaður, þannig að þetta hefur ekki allt verið eftir eftir bókinni, en við höfum unnið vel saman og erum fínt teymi. Þetta er einfaldlega ákvörðun sem hann einn getur tekið,“ segir Þórdís. Aðspurð segist hún ekki hafa upplifað að sér væri stillt upp við vegg með yfirlýsingunni. „Mér fannst yfirlýsingin í raun ekkert koma mér eða mínu framboði við. Að vissu leyti er þetta ákveðin yfirlýsing sem þýðir eitthvað og það kann að vera að einhverjir kjósendur hafi upplifað það þannig, en ég þori ekki að fullyrða það.“ Þrjár konur leiða nú í þremur kjördæmum; Þórdís í norðvestur, Guðrún Hafsteinsdóttir í Suðurkjördæmi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík. Kynjahlutföll í kjördæmunum sex eru því jöfn. „Ég er stolt af því. Við erum með margar sterkar konur ofarlega á lista og í ýmsum ábyrgðarstöðum Þetta verður í fyrsta sinn sem að þrjár konur leiða lista og einhverjir geta sagt að þetta skipti ekki máli en þetta hefur aldrei verið gert og þetta skiptir víst máli.“ Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Haraldur Benediktsson þingmaður beið lægri hlut í prófkjörinu, en hann hafði gefið út yfirlýsingu um að hann myndi ekki þiggja sæti á lista ef hann fengi ekki fyrsta sætið. Þórdís segist hafa átt samtal við hann í dag og upplýst hann um að kjördæmið vilji að hann taki annað sætið. „Við höfum auðvitað unnið saman í mörg ár. Það hefur verið að hluta til óvenjulegt, hann hefur verið oddviti þetta kjörtímabil og ég síðan ráðherra og varaformaður, þannig að þetta hefur ekki allt verið eftir eftir bókinni, en við höfum unnið vel saman og erum fínt teymi. Þetta er einfaldlega ákvörðun sem hann einn getur tekið,“ segir Þórdís. Aðspurð segist hún ekki hafa upplifað að sér væri stillt upp við vegg með yfirlýsingunni. „Mér fannst yfirlýsingin í raun ekkert koma mér eða mínu framboði við. Að vissu leyti er þetta ákveðin yfirlýsing sem þýðir eitthvað og það kann að vera að einhverjir kjósendur hafi upplifað það þannig, en ég þori ekki að fullyrða það.“ Þrjár konur leiða nú í þremur kjördæmum; Þórdís í norðvestur, Guðrún Hafsteinsdóttir í Suðurkjördæmi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík. Kynjahlutföll í kjördæmunum sex eru því jöfn. „Ég er stolt af því. Við erum með margar sterkar konur ofarlega á lista og í ýmsum ábyrgðarstöðum Þetta verður í fyrsta sinn sem að þrjár konur leiða lista og einhverjir geta sagt að þetta skipti ekki máli en þetta hefur aldrei verið gert og þetta skiptir víst máli.“
Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira