Astra-dagur verður líklega að Janssen-degi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2021 14:27 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, dregur í handahófskenndar bólusetningar. Síðasta vikan er nú að renna upp. Vísir/vilhelm Fyrirhugaðri bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á fimmtudag verður líklega frestað fram í vikuna á eftir, þar sem útlit er fyrir að efnið berist ekki til landsins í tæka tíð. Stefnt er að því að bólusetja í það minnsta tuttugu þúsund með bóluefnum Janssen og Pfizer á þriðjudag og miðvikudag – og mögulega verður bætt við Janssen-degi á fimmtudag. „Við höfðum sett Astra-dag á plan í næstu viku upp á von og óvon að efnið kæmi til okkar en okkur sýnist að það muni ekki nást þannig að við þurfum að færa það aftur yfir í vikuna þar á eftir, alveg í lok júní, þannig að við stefnum á tvo stóra Astra-daga þarna 30. júní og 1. júlí,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Um tuttugu þúsund manns eiga eftir að fá Astra-skammt en allir hafa þeir fengið fyrri skammtinn af efninu. Þá er nú að renna upp síðasta vika handahófskenndu árgangabólusetninganna. „Við erum að klára þá fyrsta skammtinn í þessari viku, verðum með stóran dag á þriðjudaginn sem er Janssen og á miðvikudaginn er líka stór Pfizer-dagur,“ segir Ragnheiður og reiknar með að tíu þúsund manns verði bólusettir hvorn daginn. „Svo rennum við svolítið blint í sjóinn með það hverjir verða eftir, hvað það er stór hópur sem óskar eftir bólusetningu en hefur ekki komist á settum tíma,“ segir hún. „Þannig að eftir klukkan tvö á þriðjudaginn og eftir klukkan þrjú á miðvikudaginn er þá kannski eitthvað uppsóp en við þurfum að átta okkur á því hvað þetta eru margir. Ef þetta verða mjög margir þurfum við líklega að skipuleggja einhverja aðra daga.“ Hugsanlega eigi þau fimmtudaginn upp á að hlaupa ef fram fer sem horfir með AstraZeneca-efnið. „Og getum þá kannski ef við eigum nóg Janssen-efni, að setja það á þann dag.“ Ragnheiður segir ekki ljóst hversu margir eigi eftir að koma í bólusetningu. „En þegar við höfðum uppsópsdag fyrir alla sem voru fæddir 75 og fyrr voru heimtur miklu minni en við bjuggumst við,“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
„Við höfðum sett Astra-dag á plan í næstu viku upp á von og óvon að efnið kæmi til okkar en okkur sýnist að það muni ekki nást þannig að við þurfum að færa það aftur yfir í vikuna þar á eftir, alveg í lok júní, þannig að við stefnum á tvo stóra Astra-daga þarna 30. júní og 1. júlí,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Um tuttugu þúsund manns eiga eftir að fá Astra-skammt en allir hafa þeir fengið fyrri skammtinn af efninu. Þá er nú að renna upp síðasta vika handahófskenndu árgangabólusetninganna. „Við erum að klára þá fyrsta skammtinn í þessari viku, verðum með stóran dag á þriðjudaginn sem er Janssen og á miðvikudaginn er líka stór Pfizer-dagur,“ segir Ragnheiður og reiknar með að tíu þúsund manns verði bólusettir hvorn daginn. „Svo rennum við svolítið blint í sjóinn með það hverjir verða eftir, hvað það er stór hópur sem óskar eftir bólusetningu en hefur ekki komist á settum tíma,“ segir hún. „Þannig að eftir klukkan tvö á þriðjudaginn og eftir klukkan þrjú á miðvikudaginn er þá kannski eitthvað uppsóp en við þurfum að átta okkur á því hvað þetta eru margir. Ef þetta verða mjög margir þurfum við líklega að skipuleggja einhverja aðra daga.“ Hugsanlega eigi þau fimmtudaginn upp á að hlaupa ef fram fer sem horfir með AstraZeneca-efnið. „Og getum þá kannski ef við eigum nóg Janssen-efni, að setja það á þann dag.“ Ragnheiður segir ekki ljóst hversu margir eigi eftir að koma í bólusetningu. „En þegar við höfðum uppsópsdag fyrir alla sem voru fæddir 75 og fyrr voru heimtur miklu minni en við bjuggumst við,“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira