Fagnar góðu gengi kvenna í prófkjörum flokksins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 13:17 Vala Pálsdóttir segir það sérstaklega ánægjulegt hversu vel konum hefur gengið í prófkjörum flokksins. Vísir/Sigurjón Formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna fagnar góðum árangri kvenna í prófkjörum flokksins fyrir komandi kosningar. Kynjahlutföll oddvitanna í kjördæmunum sex eru jöfn og útlit er fyrir að sjö konur muni taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn á næsta kjörtímabili, haldi flokkurinn fylgi sínu. „Ég held að við getum bara verið ánægðar með starfið á síðustu árum. Við eigum fjöldann allan af konum í sveitarstjórnarmálum og höfum lagt áherslu á að sýna það og gera konur sýnilegar í flokknum. Nú þegar prófkjörin fóru í hönd þá var ég ánægð með hve margar konru stigu fram og gáfu kost á sér,” segir Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Líkt og fram hefur komið hlaut Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í dag oddvitasæti í norðvesturkjördæmi, en Guðrún Hafsteinsdóttir leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir leiðir í Reykjavík, en ekki liggur fyrir hvort það verði í norður eða suður. Sjö konur fengju örugg þingsæti Fjórar konur eiga nú sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk en ef flokkurinn fær jafn mörg sæti á næsta kjörtímabili verða þær sjö talsins. Flokkurinn átti síðast svo margar konur á þingi árið 2016 en þá voru þingmenn hans fleiri, eða 21 talsins. „Ef við tökum mið af síðustu þingkosningum þar sem að flokkurinn fær fimmtán sæti, það eru í rauninni sjö konur sem myndu þá fá örugg þingsæti ef við horfum til síðustu kosninga. En ég tel að þessi þátttaka sýni það að flokkurinn er í sókn þannig að vonandi fjölgar þingmönnum, en þetta er auðvitað frábær árangur að sjá að við förum úr fjórum þingkonum í sjö,” segir Vala. Ekki endilega ákall um breytingar Diljá Mist Einarsdóttir var hástökkvari flokksins í Reykjavíkurkjördæmi, en þetta var hennar fyrsta framboð og hún hafnaði í þriðja sæti listans. Þá hlaut Guðrún Hafsteinsdóttir einnig brautargengi þegar hún bauð sig fram, í fyrsta sinn, í oddvitasæti í Suðurkjördæmi. Vala vill ekki endilega meina að kjósendur flokksins þyrsti í breytingar. „Mér fannst kjósendur bæði sýna skýran vilja með hvaða þingmenn þeir vildu að sætu áfram en vildu líka hleypa nýju fólki að og ég held að við séum að sýna það að við erum bara í sóknargír," segir hún. „Á síðustu árum hefur til að mynda Landssamband Sjálfstæðiskvenna lagt áherslu á þær konur sem starfa í stjórnmálum, bæði á vettvangi sveitarstjórna og landsmála. Við höfum líka fengið tvær ungar konur sem hafa tekið ráðherrasæti og staðið sig bara með góðri prýði og látið verkin tala. Þeim hefur verið treyst til verka og þetta blæs auðvitað fleirum byr í brjóst.” Kynjahlutföll oddvita hjá Vinstri grænum, Viðreisn og Pírötum eru einnig jöfn en fleiri karlar skipa efstu sætin hjá Framsókn og fleiri konur hjá Samfylkingu. Ekki eru komnir fram framboðslistar frá Miðflokki og Flokki fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
„Ég held að við getum bara verið ánægðar með starfið á síðustu árum. Við eigum fjöldann allan af konum í sveitarstjórnarmálum og höfum lagt áherslu á að sýna það og gera konur sýnilegar í flokknum. Nú þegar prófkjörin fóru í hönd þá var ég ánægð með hve margar konru stigu fram og gáfu kost á sér,” segir Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Líkt og fram hefur komið hlaut Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í dag oddvitasæti í norðvesturkjördæmi, en Guðrún Hafsteinsdóttir leiðir lista flokksins í Suðurkjördæmi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir leiðir í Reykjavík, en ekki liggur fyrir hvort það verði í norður eða suður. Sjö konur fengju örugg þingsæti Fjórar konur eiga nú sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk en ef flokkurinn fær jafn mörg sæti á næsta kjörtímabili verða þær sjö talsins. Flokkurinn átti síðast svo margar konur á þingi árið 2016 en þá voru þingmenn hans fleiri, eða 21 talsins. „Ef við tökum mið af síðustu þingkosningum þar sem að flokkurinn fær fimmtán sæti, það eru í rauninni sjö konur sem myndu þá fá örugg þingsæti ef við horfum til síðustu kosninga. En ég tel að þessi þátttaka sýni það að flokkurinn er í sókn þannig að vonandi fjölgar þingmönnum, en þetta er auðvitað frábær árangur að sjá að við förum úr fjórum þingkonum í sjö,” segir Vala. Ekki endilega ákall um breytingar Diljá Mist Einarsdóttir var hástökkvari flokksins í Reykjavíkurkjördæmi, en þetta var hennar fyrsta framboð og hún hafnaði í þriðja sæti listans. Þá hlaut Guðrún Hafsteinsdóttir einnig brautargengi þegar hún bauð sig fram, í fyrsta sinn, í oddvitasæti í Suðurkjördæmi. Vala vill ekki endilega meina að kjósendur flokksins þyrsti í breytingar. „Mér fannst kjósendur bæði sýna skýran vilja með hvaða þingmenn þeir vildu að sætu áfram en vildu líka hleypa nýju fólki að og ég held að við séum að sýna það að við erum bara í sóknargír," segir hún. „Á síðustu árum hefur til að mynda Landssamband Sjálfstæðiskvenna lagt áherslu á þær konur sem starfa í stjórnmálum, bæði á vettvangi sveitarstjórna og landsmála. Við höfum líka fengið tvær ungar konur sem hafa tekið ráðherrasæti og staðið sig bara með góðri prýði og látið verkin tala. Þeim hefur verið treyst til verka og þetta blæs auðvitað fleirum byr í brjóst.” Kynjahlutföll oddvita hjá Vinstri grænum, Viðreisn og Pírötum eru einnig jöfn en fleiri karlar skipa efstu sætin hjá Framsókn og fleiri konur hjá Samfylkingu. Ekki eru komnir fram framboðslistar frá Miðflokki og Flokki fólksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira