Alls hafa 998 atkvæði verið talin úr flestum en ekki öllum kjördeildum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ennþá í fyrsta sæti en hún hefur nú hlotið 644 atkvæði.
Haraldur Benediktsson, þingmaður flokksins og bóndi, sem áðan var í þriðja sæti, er nú í öðru sæti með 440 atkvæði í fyrsta til öðru sæti.
Teitur Björn Einarsson, lögmaður og varaþingmaður flokksins, sem áðan var í öðru sæti, er nú kominn í þriðja sæti með 582 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.
Þá er Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona og nemi, ennþá í fjórða sæti, en nú með 392 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti.