Telur sig heppna að vera á lífi eftir að hafa misst aleiguna í eldsvoða Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2021 18:59 Kolbrún hefur verið búsett í New York í átta ár. Fjallað var um eldsvoðann, sem lagði íbúð hennar í rúst, í öllum helstu staðarmiðlum fyrr í vikunni. Samsett Íslensk kona búsett í New York segist heppin að vera á lífi eftir að hún missti aleiguna í eldsvoða aðfaranótt sautjánda júní. Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir hefur verið búsett í New York í átta ár. Eldurinn, sem rataði í alla helstu staðarmiðla, kviknaði í íbúð nágranna hennar í Hell's Kitchen-hverfinu á Manhattan seint á miðvikudagskvöld. Kolbrún segir mikið vesen hafa verið á manninum í aðdraganda eldsvoðans en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni sem nágranninn fór óvarlega með. Kolbrún gisti ekki heima hjá sér hina örlagaríku nótt af ótta við nágrannann. „Núna er ekki einu sinni veggur milli íbuðanna okkar og þakið í rauninni bara féll á rúmið mitt og gluggarnir splúndruðust, það kviknaði í öllu. Ég talaði við slökkviliðsmennina og þeir höfðu ekki séð svona slæman eld í langan tíma,“ segir Kolbrún. Húsvörður í byggingunni tók þessar myndir fyrir Kolbrúnu, sem ekki hefur fengið að fara inn í íbúðina síðan bruninn varð.Aðsend „Og það er bara gat á gólfinu og það er allt úti um allt, spýtur og rústir. Þetta eru bara brunarústir, þú þarft að fara þarna í sérstökum búning með stáltá.“ Kolbrún, sem dvelur nú á hóteli fyrir tilstilli Rauða krossins, segist hafa fengið þau skilaboð að hún muni aldrei snúa aftur í íbúðina. „Ef ég hefði verið heima hefðu þeir örugglega ekki getað brotið upp hurðina mína og ég er bara þakklát fyrir að vera á lífi og ekki heima sofandi því það hefði getað endað mjög illa.“ Rjúfa þurfti loftið á íbúðinni. Í fyrsta sinn sem hana langar heim til mömmu Tjónið sé gríðarlegt og áfallið mikið. Í eldsvoðanum tapaði Kolbrún meðal annars ýmsum erfðagripum sem henni voru kærir. „Ég á föt frá báðum ömmum mínum, pels og þú getur ímyndað þér það sem maður er búinn að vera að sanka að sér í átta ár. Og ég var nýbúin að stofna þetta heimili og ég var stolt af því.“ Það sé ómetanlegt að finna fyrir stuðningi vina og vandamanna en tilfinningin að upplifa slíkan missi sé óraunveruleg. Mörg áföll hafi dunið yfir hana síðustu mánuði, af heilsufars- og persónulegum toga, að viðbættum heimsfaraldri kórónuveirunnar. „En þetta er í fyrsta skipti sem ég er bara: Veistu það að nú er nú komið gott, nú vil ég bara fara heim til mömmu,“ segir Kolbrún. Vinir Kolbrúnar hafa hrundið af stað söfnun til að létta undir með henni eftir eldsvoðann. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning 0536-26-3597, kt. 120387-2439. Fleiri myndir innan úr íbúð Kolbrúnar má sjá hér fyrir neðan. Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir hefur verið búsett í New York í átta ár. Eldurinn, sem rataði í alla helstu staðarmiðla, kviknaði í íbúð nágranna hennar í Hell's Kitchen-hverfinu á Manhattan seint á miðvikudagskvöld. Kolbrún segir mikið vesen hafa verið á manninum í aðdraganda eldsvoðans en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni sem nágranninn fór óvarlega með. Kolbrún gisti ekki heima hjá sér hina örlagaríku nótt af ótta við nágrannann. „Núna er ekki einu sinni veggur milli íbuðanna okkar og þakið í rauninni bara féll á rúmið mitt og gluggarnir splúndruðust, það kviknaði í öllu. Ég talaði við slökkviliðsmennina og þeir höfðu ekki séð svona slæman eld í langan tíma,“ segir Kolbrún. Húsvörður í byggingunni tók þessar myndir fyrir Kolbrúnu, sem ekki hefur fengið að fara inn í íbúðina síðan bruninn varð.Aðsend „Og það er bara gat á gólfinu og það er allt úti um allt, spýtur og rústir. Þetta eru bara brunarústir, þú þarft að fara þarna í sérstökum búning með stáltá.“ Kolbrún, sem dvelur nú á hóteli fyrir tilstilli Rauða krossins, segist hafa fengið þau skilaboð að hún muni aldrei snúa aftur í íbúðina. „Ef ég hefði verið heima hefðu þeir örugglega ekki getað brotið upp hurðina mína og ég er bara þakklát fyrir að vera á lífi og ekki heima sofandi því það hefði getað endað mjög illa.“ Rjúfa þurfti loftið á íbúðinni. Í fyrsta sinn sem hana langar heim til mömmu Tjónið sé gríðarlegt og áfallið mikið. Í eldsvoðanum tapaði Kolbrún meðal annars ýmsum erfðagripum sem henni voru kærir. „Ég á föt frá báðum ömmum mínum, pels og þú getur ímyndað þér það sem maður er búinn að vera að sanka að sér í átta ár. Og ég var nýbúin að stofna þetta heimili og ég var stolt af því.“ Það sé ómetanlegt að finna fyrir stuðningi vina og vandamanna en tilfinningin að upplifa slíkan missi sé óraunveruleg. Mörg áföll hafi dunið yfir hana síðustu mánuði, af heilsufars- og persónulegum toga, að viðbættum heimsfaraldri kórónuveirunnar. „En þetta er í fyrsta skipti sem ég er bara: Veistu það að nú er nú komið gott, nú vil ég bara fara heim til mömmu,“ segir Kolbrún. Vinir Kolbrúnar hafa hrundið af stað söfnun til að létta undir með henni eftir eldsvoðann. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning 0536-26-3597, kt. 120387-2439. Fleiri myndir innan úr íbúð Kolbrúnar má sjá hér fyrir neðan.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira