Haukar unnið þrjú Íslandsmeistaraeinvígi gegn Val í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júní 2021 13:31 Aron Kristjánsson stýrði Haukum til sigurs á Val í úrslitaeinvíginu 2009 og 2010 og getur endurtekið leikinn í kvöld. vísir/Hulda Margrét Valur getur orðið Íslandsmeistari í handbolta karla í 23. sinn í kvöld. Þeir þurfa þá að gera nokkuð sem þeir hafa ekki gert síðan 1994; vinna Hauka í úrslitaeinvígi. Valur er í góðri stöðu eftir þriggja marka sigur í fyrri leiknum gegn Haukum á þriðjudaginn, 32-29. Haukar töpuðu þarna sínum öðrum leik í röð eftir að hafa unnið fimmtán leiki í röð þar á undan. Sagan er hins vegar á bandi Hauka þegar kemur að úrslitaeinvígum um Íslandsmeistaratitilinn gegn Val. Haukar hafa nefnilega unnið þrjú slík einvígi gegn Val í röð. Valur og Haukar mættust fyrst í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn 1994. Þar höfðu Valsmenn betur, 3-1. Í liði Vals á þessum tíma voru leikmenn á borð við Ólaf Stefánsson, Dag Sigurðsson, Jón Kristjánsson, Sigfús Sigurðsson og Guðmundur Hrafnkelsson. Þetta var annar Íslandsmeistaratitill Vals af fjórum í röð. Valur og Haukar mættust einnig í úrslitaeinvíginu 2004. Haukar voru þá miklu sterkari og unnu einvígið, 3-0. Þetta var annar Íslandsmeistaratitill Hauka af þremur í röð. Haukar voru besta lið landsins á þessum tíma og unnu fjórtán af fimmtán leikjum sínum í úrslitakeppninni 2004 og 2005. Atli Már Báruson var Íslandsmeistari með Val 2007 og getur orðið meistari með hinu liðinu hans séra Friðriks í kvöld.vísir/Hulda Margrét Haukar og Valur áttust einnig við í úrslitaeinvígunum 2009 og 2010. Haukar höfðu betur í bæði skiptin. Vorið 2009 unnu Haukar, 3-1, og 3-2 árið eftir. Í úrslitaeinvíginu 2010 unnust allir fimm leikirnir á heimavelli en 2009 tryggðu Haukar sér Íslandsmeistaratitilinn með því að vinna átta marka sigur á Hlíðarenda, 25-33. Í Haukaliðinu 2009 og 2010 voru leikmenn á borð við Tjörva Þorgeirsson og Stefán Rafn Sigurmannsson að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki Hauka. Þeir eru lykilmenn í liðinu í dag. Aron Kristjánsson var þjálfari Hauka á þessum árum eins og í dag. Hann var einnig leikmaður Hauka í úrslitaeinvíginu 1994. Sem kunnugt er ræður samanlagður árangur í leikjunum tveimur úrslitum í úrslitakeppninni í gær. Ef liðin verða jöfn vinnur það lið sem skoraði fleiri mörk á útivelli. Ef Haukar vinna leikinn í kvöld 32-29 ráðast úrslitin hins vegar í vítakastkeppni. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18:45. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Unnu tvo síðustu Íslandsmeistaratitla sína í Hafnarfirði og geta nú endurtekið leikinn Úrslitin í Olís deild karla í handbolta ráðast á Ásvöllum í kvöld og það ætti að færa Valsmönnum góðar minningar að geta orðið meistarar í Hafnarfirði. 18. júní 2021 12:01 Fóru yfir hvort Þráinn Orri hefði átt að fá rautt í leik Vals og Hauka Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Hauka, átti mögulega að fá rautt spjald í leik Hauka og Vals í úrslitarimmu Olís deildar karla í handbolta. Atvikið var til umræðu í Seinni bylgjunni að leik loknum og má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 16. júní 2021 23:31 Gefið ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum þótt hann spili ekki sókn Einari Þorsteini Ólafssyni er fleira til lista lagt en að spila vörn. Hann hefur nefnilega gefið samtals ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum Vals þrátt fyrir að spila ekki í einni einustu uppstilltri sókn. 16. júní 2021 14:45 Tólfhundruð mega sjá meistara krýnda á Ásvöllum Mikil spenna ríkir fyrir seinni leik Hauka og Vals í úrslitunum um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir þriggja marka sigur Vals á Hlíðarenda í gærkvöld, 32-29. 16. júní 2021 13:00 Einstaklingsmistök hjá okkur voru allt of dýr Björgvin Páll Gústafsson markvörður Hauka var svekktur með tap í fyrsta leik gegn Val í úrslitaeinvíginu. Leikurinn endaði 32-29. 15. júní 2021 22:00 Valur er með dýrara lið heldur en Haukar Valur tók frumkvæðið í fyrri viðureign gegn Haukum í úrslita einvíginu. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Vals 32-29. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var allt annað en sáttur með dómgæsluna í leiknum en gaf þó lítið fyrir það eftir leik. 15. júní 2021 21:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 32-29 | Valsmenn standa vel að vígi Valur vann þriggja marka sigur á Haukum, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í kvöld. Seinni leikur liðanna fer fram á Ásvöllum á föstudaginn og þá ræðst hvort þeirra verður Íslandsmeistari. 15. júní 2021 21:29 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira
Valur er í góðri stöðu eftir þriggja marka sigur í fyrri leiknum gegn Haukum á þriðjudaginn, 32-29. Haukar töpuðu þarna sínum öðrum leik í röð eftir að hafa unnið fimmtán leiki í röð þar á undan. Sagan er hins vegar á bandi Hauka þegar kemur að úrslitaeinvígum um Íslandsmeistaratitilinn gegn Val. Haukar hafa nefnilega unnið þrjú slík einvígi gegn Val í röð. Valur og Haukar mættust fyrst í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn 1994. Þar höfðu Valsmenn betur, 3-1. Í liði Vals á þessum tíma voru leikmenn á borð við Ólaf Stefánsson, Dag Sigurðsson, Jón Kristjánsson, Sigfús Sigurðsson og Guðmundur Hrafnkelsson. Þetta var annar Íslandsmeistaratitill Vals af fjórum í röð. Valur og Haukar mættust einnig í úrslitaeinvíginu 2004. Haukar voru þá miklu sterkari og unnu einvígið, 3-0. Þetta var annar Íslandsmeistaratitill Hauka af þremur í röð. Haukar voru besta lið landsins á þessum tíma og unnu fjórtán af fimmtán leikjum sínum í úrslitakeppninni 2004 og 2005. Atli Már Báruson var Íslandsmeistari með Val 2007 og getur orðið meistari með hinu liðinu hans séra Friðriks í kvöld.vísir/Hulda Margrét Haukar og Valur áttust einnig við í úrslitaeinvígunum 2009 og 2010. Haukar höfðu betur í bæði skiptin. Vorið 2009 unnu Haukar, 3-1, og 3-2 árið eftir. Í úrslitaeinvíginu 2010 unnust allir fimm leikirnir á heimavelli en 2009 tryggðu Haukar sér Íslandsmeistaratitilinn með því að vinna átta marka sigur á Hlíðarenda, 25-33. Í Haukaliðinu 2009 og 2010 voru leikmenn á borð við Tjörva Þorgeirsson og Stefán Rafn Sigurmannsson að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki Hauka. Þeir eru lykilmenn í liðinu í dag. Aron Kristjánsson var þjálfari Hauka á þessum árum eins og í dag. Hann var einnig leikmaður Hauka í úrslitaeinvíginu 1994. Sem kunnugt er ræður samanlagður árangur í leikjunum tveimur úrslitum í úrslitakeppninni í gær. Ef liðin verða jöfn vinnur það lið sem skoraði fleiri mörk á útivelli. Ef Haukar vinna leikinn í kvöld 32-29 ráðast úrslitin hins vegar í vítakastkeppni. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18:45. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Unnu tvo síðustu Íslandsmeistaratitla sína í Hafnarfirði og geta nú endurtekið leikinn Úrslitin í Olís deild karla í handbolta ráðast á Ásvöllum í kvöld og það ætti að færa Valsmönnum góðar minningar að geta orðið meistarar í Hafnarfirði. 18. júní 2021 12:01 Fóru yfir hvort Þráinn Orri hefði átt að fá rautt í leik Vals og Hauka Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Hauka, átti mögulega að fá rautt spjald í leik Hauka og Vals í úrslitarimmu Olís deildar karla í handbolta. Atvikið var til umræðu í Seinni bylgjunni að leik loknum og má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 16. júní 2021 23:31 Gefið ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum þótt hann spili ekki sókn Einari Þorsteini Ólafssyni er fleira til lista lagt en að spila vörn. Hann hefur nefnilega gefið samtals ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum Vals þrátt fyrir að spila ekki í einni einustu uppstilltri sókn. 16. júní 2021 14:45 Tólfhundruð mega sjá meistara krýnda á Ásvöllum Mikil spenna ríkir fyrir seinni leik Hauka og Vals í úrslitunum um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir þriggja marka sigur Vals á Hlíðarenda í gærkvöld, 32-29. 16. júní 2021 13:00 Einstaklingsmistök hjá okkur voru allt of dýr Björgvin Páll Gústafsson markvörður Hauka var svekktur með tap í fyrsta leik gegn Val í úrslitaeinvíginu. Leikurinn endaði 32-29. 15. júní 2021 22:00 Valur er með dýrara lið heldur en Haukar Valur tók frumkvæðið í fyrri viðureign gegn Haukum í úrslita einvíginu. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Vals 32-29. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var allt annað en sáttur með dómgæsluna í leiknum en gaf þó lítið fyrir það eftir leik. 15. júní 2021 21:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 32-29 | Valsmenn standa vel að vígi Valur vann þriggja marka sigur á Haukum, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í kvöld. Seinni leikur liðanna fer fram á Ásvöllum á föstudaginn og þá ræðst hvort þeirra verður Íslandsmeistari. 15. júní 2021 21:29 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira
Unnu tvo síðustu Íslandsmeistaratitla sína í Hafnarfirði og geta nú endurtekið leikinn Úrslitin í Olís deild karla í handbolta ráðast á Ásvöllum í kvöld og það ætti að færa Valsmönnum góðar minningar að geta orðið meistarar í Hafnarfirði. 18. júní 2021 12:01
Fóru yfir hvort Þráinn Orri hefði átt að fá rautt í leik Vals og Hauka Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Hauka, átti mögulega að fá rautt spjald í leik Hauka og Vals í úrslitarimmu Olís deildar karla í handbolta. Atvikið var til umræðu í Seinni bylgjunni að leik loknum og má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 16. júní 2021 23:31
Gefið ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum þótt hann spili ekki sókn Einari Þorsteini Ólafssyni er fleira til lista lagt en að spila vörn. Hann hefur nefnilega gefið samtals ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum Vals þrátt fyrir að spila ekki í einni einustu uppstilltri sókn. 16. júní 2021 14:45
Tólfhundruð mega sjá meistara krýnda á Ásvöllum Mikil spenna ríkir fyrir seinni leik Hauka og Vals í úrslitunum um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir þriggja marka sigur Vals á Hlíðarenda í gærkvöld, 32-29. 16. júní 2021 13:00
Einstaklingsmistök hjá okkur voru allt of dýr Björgvin Páll Gústafsson markvörður Hauka var svekktur með tap í fyrsta leik gegn Val í úrslitaeinvíginu. Leikurinn endaði 32-29. 15. júní 2021 22:00
Valur er með dýrara lið heldur en Haukar Valur tók frumkvæðið í fyrri viðureign gegn Haukum í úrslita einvíginu. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Vals 32-29. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var allt annað en sáttur með dómgæsluna í leiknum en gaf þó lítið fyrir það eftir leik. 15. júní 2021 21:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 32-29 | Valsmenn standa vel að vígi Valur vann þriggja marka sigur á Haukum, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í kvöld. Seinni leikur liðanna fer fram á Ásvöllum á föstudaginn og þá ræðst hvort þeirra verður Íslandsmeistari. 15. júní 2021 21:29