Eyddu 220 milljörðum á ferð sinni um Ísland árið 2020 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2021 10:47 Ferðamaður við Dynjanda á Vestfjörðum. Vísir/Vilhelm Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 3,9% árið 2020 samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum ferðaþjónustureikninga, samanborið við 8% árið 2019. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Heildarútgjöld ferðamanna á Íslandi, íslenskra og erlendra, námu 220 milljörðum króna árið 2020, og drógust saman um 58% borið saman við árið 2019. Komum erlendra ferðamanna hingað til lands fækkaði um 81% á sama tímabili. Hagstofa Íslands Á vef Hagstofunnar kemur fram að ferðaþjónustureikningar (e. tourism satellite accounts) séu hliðarreikningar þjóðhagsreikninga og ætlað að leggja mat á hlut ferðaþjónustunnar í hagkerfinu og þróun hennar sem atvinnugreinar. Ferðaþjónustureikningar taka til útgjalda innlendra sem og erlendra ferðamanna á Íslandi. Samhliða ferðaþjónustureikningum birtir Hagstofan nú í fyrsta sinn tölfræði um vinnumagn í ferðaþjónustu sem byggir á alþjóðlegum stöðlum þjóðhagsreikninga. Er því um að ræða nýja tölfræði en ekki endurskoðun á áður útgefnum tölum annarra sviða Hagstofunnar. Finna má ítarlega umfjöllun um niðurstöður og samanburð á ólíkri aðferðafræði við mat á fjölda vinnustunda í frétt Hagstofunnar frá árinu 2018. Útgjöld íslenskra ferðamanna 56% af heildinni Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna námu 122 milljörðum króna samkvæmt bráðabirgðatölum, og drógust saman um 14% frá árinu 2019. Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna námu um 56% af heildarútgjöldum ferðamanna á Íslandi árið 2020, samanborið við aðeins 27% af heildarútgjöldum ferðamanna árið 2019 og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá upphafi tímaraðar árið 2009. Stærstur hluti útgjalda íslenskra ferðamanna árið 2020 var vegna gistiþjónustu en útgjöldin jukust um tæplega 18% frá árinu 2019. Tæplega 32% aukning er áætluð í útgjöldum íslenskra ferðamanna vegna veitingaþjónustu árið 2020, samanborið við árið á undan. Gistinóttum íslenskra ferðamanna fjölgaði um 40% á sama tímabili. Heildarútgjöld erlendra ferðamanna drógust saman um 75% Heildarútgjöld erlendra ferðamanna námu 98 milljörðum króna árið 2020, samkvæmt bráðabirgðatölum, og drógust saman um 75% samanborið við árið 2019. Stærstur hluti eða um fimmtungur útgjalda erlendra ferðamanna árið 2020 var vegna gistiþjónustu en dróst þó saman um tæp 76% milli ára. Hagstofa Íslands Alls voru komur erlendra ferðamanna hingað til lands tæplega 490 þúsund árið 2020, en þeim fækkaði um 81% frá árinu 2019. Flestir ferðamenn eru gistifarþegar sem koma til landsins með millilandaflugi. Gistifarþegum fækkaði um 76% árið 2020 en gistinóttum um 75%. Hlutur ferðaþjónustu samanborið við aðra atvinnugreinaflokka árið 2020 Árið 2019 taldist ferðaþjónusta þriðja stærsta atvinnugreinin á Íslandi, sem hlutfall af landsframleiðslu, en spilar ekki eins veigamikið hlutverk árið 2020. Hagstofa Íslands Þegar hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu er borin saman við aðrar atvinnugreinar þarf að hafa í huga að ferðaþjónusta er ekki skilgreind sem atvinnugrein í hefðbundinni atvinnugreinaflokkun heldur er hún samsett grein þar sem lagt er saman tiltekið hlutfall af starfsemi annarra atvinnugreina. Vinnumagn í ferðaþjónustu Starfandi einstaklingum í ferðaþjónustu fækkaði um 31% árið 2020 samanborið við árið 2019, en um 21.000 manns störfuðu í tengslum við ferðaþjónustu árið 2020 samanborið við um 30.800 árið áður. Heildar vinnustundir í ferðaþjónustu drógust saman um 39% en 25,3 milljón vinnustundir voru unnar árið 2020 samanborið við 41,2 milljón vinnustundir árið 2019. Hagstofa Íslands Starfandi einstaklingum fækkaði hlutfallslega mest í starfsemi ferðaskrifstofa, farþegaflutninga á landi og gistiþjónustu árið 2020 borið saman við fyrra ár. Starfandi í gistiþjónustu fækkaði um 2.500, eða um 36%, frá árinu 2019. Starfandi fækkaði um 2.000 í starfsemi ferðaskrifstofa, 1.700 í veitingaþjónustu og 1.500 í farþegaflutningum með flugi á sama tímabili. Hagstofa Íslands Með greiðslu hlutabóta var fyrirtækjum gert kleift að lækka starfshlutfall hjá launafólki tímabundið á móti greiðslu atvinnuleysisbóta (hlutabóta). Samkvæmt tölum sem Hagstofan birti 18. janúar síðastliðinn, fengu um 13.800 af þeim 21.000 starfandi einstaklingum í einkennandi greinum ferðaþjónustu greiddar hlutabætur á árinu. Af þessum einstaklingum störfuðu um 3.800 innan gistiþjónustu, 4.000 í veitingaþjónustu, 2.800 í farþegaflutningum með flugi og um 1.600 á vegum ferðaskrifstofa. Af fjölda starfandi voru hlutfallslega flestir á hlutabótaleið í störfum tengdum gistiþjónustu og farþegaflutningum með flugi en þar nýttu rúmlega 90% hlutabótaleiðina. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Heildarútgjöld ferðamanna á Íslandi, íslenskra og erlendra, námu 220 milljörðum króna árið 2020, og drógust saman um 58% borið saman við árið 2019. Komum erlendra ferðamanna hingað til lands fækkaði um 81% á sama tímabili. Hagstofa Íslands Á vef Hagstofunnar kemur fram að ferðaþjónustureikningar (e. tourism satellite accounts) séu hliðarreikningar þjóðhagsreikninga og ætlað að leggja mat á hlut ferðaþjónustunnar í hagkerfinu og þróun hennar sem atvinnugreinar. Ferðaþjónustureikningar taka til útgjalda innlendra sem og erlendra ferðamanna á Íslandi. Samhliða ferðaþjónustureikningum birtir Hagstofan nú í fyrsta sinn tölfræði um vinnumagn í ferðaþjónustu sem byggir á alþjóðlegum stöðlum þjóðhagsreikninga. Er því um að ræða nýja tölfræði en ekki endurskoðun á áður útgefnum tölum annarra sviða Hagstofunnar. Finna má ítarlega umfjöllun um niðurstöður og samanburð á ólíkri aðferðafræði við mat á fjölda vinnustunda í frétt Hagstofunnar frá árinu 2018. Útgjöld íslenskra ferðamanna 56% af heildinni Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna námu 122 milljörðum króna samkvæmt bráðabirgðatölum, og drógust saman um 14% frá árinu 2019. Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna námu um 56% af heildarútgjöldum ferðamanna á Íslandi árið 2020, samanborið við aðeins 27% af heildarútgjöldum ferðamanna árið 2019 og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá upphafi tímaraðar árið 2009. Stærstur hluti útgjalda íslenskra ferðamanna árið 2020 var vegna gistiþjónustu en útgjöldin jukust um tæplega 18% frá árinu 2019. Tæplega 32% aukning er áætluð í útgjöldum íslenskra ferðamanna vegna veitingaþjónustu árið 2020, samanborið við árið á undan. Gistinóttum íslenskra ferðamanna fjölgaði um 40% á sama tímabili. Heildarútgjöld erlendra ferðamanna drógust saman um 75% Heildarútgjöld erlendra ferðamanna námu 98 milljörðum króna árið 2020, samkvæmt bráðabirgðatölum, og drógust saman um 75% samanborið við árið 2019. Stærstur hluti eða um fimmtungur útgjalda erlendra ferðamanna árið 2020 var vegna gistiþjónustu en dróst þó saman um tæp 76% milli ára. Hagstofa Íslands Alls voru komur erlendra ferðamanna hingað til lands tæplega 490 þúsund árið 2020, en þeim fækkaði um 81% frá árinu 2019. Flestir ferðamenn eru gistifarþegar sem koma til landsins með millilandaflugi. Gistifarþegum fækkaði um 76% árið 2020 en gistinóttum um 75%. Hlutur ferðaþjónustu samanborið við aðra atvinnugreinaflokka árið 2020 Árið 2019 taldist ferðaþjónusta þriðja stærsta atvinnugreinin á Íslandi, sem hlutfall af landsframleiðslu, en spilar ekki eins veigamikið hlutverk árið 2020. Hagstofa Íslands Þegar hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu er borin saman við aðrar atvinnugreinar þarf að hafa í huga að ferðaþjónusta er ekki skilgreind sem atvinnugrein í hefðbundinni atvinnugreinaflokkun heldur er hún samsett grein þar sem lagt er saman tiltekið hlutfall af starfsemi annarra atvinnugreina. Vinnumagn í ferðaþjónustu Starfandi einstaklingum í ferðaþjónustu fækkaði um 31% árið 2020 samanborið við árið 2019, en um 21.000 manns störfuðu í tengslum við ferðaþjónustu árið 2020 samanborið við um 30.800 árið áður. Heildar vinnustundir í ferðaþjónustu drógust saman um 39% en 25,3 milljón vinnustundir voru unnar árið 2020 samanborið við 41,2 milljón vinnustundir árið 2019. Hagstofa Íslands Starfandi einstaklingum fækkaði hlutfallslega mest í starfsemi ferðaskrifstofa, farþegaflutninga á landi og gistiþjónustu árið 2020 borið saman við fyrra ár. Starfandi í gistiþjónustu fækkaði um 2.500, eða um 36%, frá árinu 2019. Starfandi fækkaði um 2.000 í starfsemi ferðaskrifstofa, 1.700 í veitingaþjónustu og 1.500 í farþegaflutningum með flugi á sama tímabili. Hagstofa Íslands Með greiðslu hlutabóta var fyrirtækjum gert kleift að lækka starfshlutfall hjá launafólki tímabundið á móti greiðslu atvinnuleysisbóta (hlutabóta). Samkvæmt tölum sem Hagstofan birti 18. janúar síðastliðinn, fengu um 13.800 af þeim 21.000 starfandi einstaklingum í einkennandi greinum ferðaþjónustu greiddar hlutabætur á árinu. Af þessum einstaklingum störfuðu um 3.800 innan gistiþjónustu, 4.000 í veitingaþjónustu, 2.800 í farþegaflutningum með flugi og um 1.600 á vegum ferðaskrifstofa. Af fjölda starfandi voru hlutfallslega flestir á hlutabótaleið í störfum tengdum gistiþjónustu og farþegaflutningum með flugi en þar nýttu rúmlega 90% hlutabótaleiðina.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira