Svíunum þótti bólusetningarfyrirkomulag Íslendinga stórmerkilegt Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2021 18:46 Moderna-röðin fyrir framan Laugardalshöll í dag. Þar voru flestir mættir í seinni skammt en karlar fæddir 1982 voru boðaðir í þann fyrri. Vísir/Arnar Fjöldabólusetning Íslendinga hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Erlendir sérfræðingar gerðu sér ferð til landsins á dögunum, gagngert til að skoða fyrirkomulagið. Margt var um manninn í Laugardalshöll þegar gefnir voru fimm þúsund og sjö hundruð skammtar af Moderna á um fjórum klukkutímum í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það sérstakt á heimsvísu að bólusetja svona marga, svona hratt - og í svona stóru rými. „Þannig að ég held að þetta sé svolítið einsdæmi, ég er nokkuð viss um það. Það komu Svíar í heimsókn til okkar og þeim fannst þetta mjög merkilegt að fylgjast með þessu, bæði skönnunum og tölvukerfinu, hvernig það gekk fyrir sig en líka þessi stóra bólusetningarherferð hér í höllinni.“ Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/vilhelm Talsvert meiri og tímafrekari skriffinsku virðist þurfa í öðrum löndum. „Á meðan við reynum að gera allt sjálfvirkt og svo höfum við séð að bólusetningarnar eru í einhverjum klefum eða eitthvað slíkt.“ Það er þó ekki öllum sem hugnast fjöldabólusetning fyrir allra augum. Komið hefur verið upp sérstöku rými í Laugardalshöll með beddum, þar sem þeir sem vilja liggja í bólusetningu - eða vilja einfaldlega vera í friði - geta fengið sprautu. Þangað hafa þeir einnig leitað sem geta af trúarlegum ástæðum ekki berað á sér upphandlegginn. Rýmið hefur þó helst nýst þeim sem fallið hafa í yfirlið við bólusetningu, sem eru að langstærstum hluta yngra fólk. „Þetta eru ansi margir og á stóru dögunum þegar við erum með tíu þúsund skammta eru þetta nokrir tugir sem eru að falla í yfirlið þannig að við verðum að hafa rúma aðstöðu til að taka þau út. Það er líka gott að það komi fram að ef fólk hefur tilhneigingu til að falla í yfirlið eða veit að það muni hugsanlega falla í yfirlið að láta okkur vita fyrirfram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Margt var um manninn í Laugardalshöll þegar gefnir voru fimm þúsund og sjö hundruð skammtar af Moderna á um fjórum klukkutímum í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það sérstakt á heimsvísu að bólusetja svona marga, svona hratt - og í svona stóru rými. „Þannig að ég held að þetta sé svolítið einsdæmi, ég er nokkuð viss um það. Það komu Svíar í heimsókn til okkar og þeim fannst þetta mjög merkilegt að fylgjast með þessu, bæði skönnunum og tölvukerfinu, hvernig það gekk fyrir sig en líka þessi stóra bólusetningarherferð hér í höllinni.“ Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/vilhelm Talsvert meiri og tímafrekari skriffinsku virðist þurfa í öðrum löndum. „Á meðan við reynum að gera allt sjálfvirkt og svo höfum við séð að bólusetningarnar eru í einhverjum klefum eða eitthvað slíkt.“ Það er þó ekki öllum sem hugnast fjöldabólusetning fyrir allra augum. Komið hefur verið upp sérstöku rými í Laugardalshöll með beddum, þar sem þeir sem vilja liggja í bólusetningu - eða vilja einfaldlega vera í friði - geta fengið sprautu. Þangað hafa þeir einnig leitað sem geta af trúarlegum ástæðum ekki berað á sér upphandlegginn. Rýmið hefur þó helst nýst þeim sem fallið hafa í yfirlið við bólusetningu, sem eru að langstærstum hluta yngra fólk. „Þetta eru ansi margir og á stóru dögunum þegar við erum með tíu þúsund skammta eru þetta nokrir tugir sem eru að falla í yfirlið þannig að við verðum að hafa rúma aðstöðu til að taka þau út. Það er líka gott að það komi fram að ef fólk hefur tilhneigingu til að falla í yfirlið eða veit að það muni hugsanlega falla í yfirlið að láta okkur vita fyrirfram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira