Gefið ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum þótt hann spili ekki sókn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2021 14:45 Einar Þorsteinn Ólafsson kom með beinum hætti að sex mörkum Vals gegn Haukum í gær. vísir/Hulda Margrét Einari Þorsteini Ólafssyni er fleira til lista lagt en að spila vörn. Hann hefur nefnilega gefið samtals ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum Vals þrátt fyrir að spila ekki í einni einustu uppstilltri sókn. Einar gaf sex stoðsendingar þegar Valur vann Hauka, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í gær samkvæmt tölfræði HB Statz. Hann skoraði auk þess eitt mark. Í leiknum gegn ÍBV á föstudaginn skoraði Einar eitt mark og gaf fimm stoðsendingar. Hann stal svo boltanum í lokasókn Eyjamanna eins og frægt er orðið. Það sem vekur helst athygli við þessa stoðsendingatölfræði er að Einar spilar bara vörn og skokkar alltaf af velli þegar Valsmenn stilla upp í sókn. Hann keyrir hins vegar með fram í hraðaupphlaup og er afar naskur á að finna samherja sína í góðum færum eins og hann hefur sýnt í síðustu tveimur leikjum. Honum gengur öllu verr að nýta þau færi sem hann fær sjálfur en Einar hefur klikkað á fjórum af sex skotum sínum í síðustu tveimur leikjum Vals. Einar Þorsteinn í fanginu á Darra Aronssyni.vísir/Hulda Margrét Samkvæmt tíðindamanni Vísis voru Einar og félagar í Val mættir á veitingastaðinn Ask í hádeginu þar sem þeir fylltu á tankinn eftir átök gærkvöldsins. Einar hefur slegið í gegn með Val á tímabilinu en hann hefur nýtt óvænt tækifæri sitt til hins ítrasta. „Ég var bara heppinn að leikmenn meiddust og ég fékk tækifæri. Planið fyrir tímabilið var að ég myndi æfa, lyfta hjá styrktarþjálfara og borða endalaust af mat,“ sagði Einar þegar hann mætti í settið hjá Seinni bylgjunni eftir leikinn gegn ÍBV á föstudaginn. Valur og Haukar mætast öðru sinni á Ásvöllum á föstudagskvöldið. Eftir þriggja marka sigur í fyrri leiknum í gær standa Valsmenn vel að vígi og svo lengi sem þeir tapa ekki með meira en þremur mörkum verða þeir Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Einar gaf sex stoðsendingar þegar Valur vann Hauka, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í gær samkvæmt tölfræði HB Statz. Hann skoraði auk þess eitt mark. Í leiknum gegn ÍBV á föstudaginn skoraði Einar eitt mark og gaf fimm stoðsendingar. Hann stal svo boltanum í lokasókn Eyjamanna eins og frægt er orðið. Það sem vekur helst athygli við þessa stoðsendingatölfræði er að Einar spilar bara vörn og skokkar alltaf af velli þegar Valsmenn stilla upp í sókn. Hann keyrir hins vegar með fram í hraðaupphlaup og er afar naskur á að finna samherja sína í góðum færum eins og hann hefur sýnt í síðustu tveimur leikjum. Honum gengur öllu verr að nýta þau færi sem hann fær sjálfur en Einar hefur klikkað á fjórum af sex skotum sínum í síðustu tveimur leikjum Vals. Einar Þorsteinn í fanginu á Darra Aronssyni.vísir/Hulda Margrét Samkvæmt tíðindamanni Vísis voru Einar og félagar í Val mættir á veitingastaðinn Ask í hádeginu þar sem þeir fylltu á tankinn eftir átök gærkvöldsins. Einar hefur slegið í gegn með Val á tímabilinu en hann hefur nýtt óvænt tækifæri sitt til hins ítrasta. „Ég var bara heppinn að leikmenn meiddust og ég fékk tækifæri. Planið fyrir tímabilið var að ég myndi æfa, lyfta hjá styrktarþjálfara og borða endalaust af mat,“ sagði Einar þegar hann mætti í settið hjá Seinni bylgjunni eftir leikinn gegn ÍBV á föstudaginn. Valur og Haukar mætast öðru sinni á Ásvöllum á föstudagskvöldið. Eftir þriggja marka sigur í fyrri leiknum í gær standa Valsmenn vel að vígi og svo lengi sem þeir tapa ekki með meira en þremur mörkum verða þeir Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira