Þórdís og Haraldur etja kappi í Norðvesturkjördæmi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2021 14:31 Þórdís Kolbrún og Haraldur sækjast bæði eftir oddvitasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Vísir Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og því lýkur á laugardaginn, 19. júní. Fyrri dagur prófkjörs er í dag en Norðvesturkjördæmi er síðasta kjördæmið til þess að halda prófkjör fyrir komandi Alþingiskosningar. Níu frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Haraldur Benediktsson, þingmaður og bóndi, en þau sækjast bæði eftir oddvitasæti á framboðslista flokksins í kjördæminu. Haraldur hefur tilkynnt það að hljóti hann ekki kjör í oddvitasætið muni hann ekki taka sæti á listanum. Hann hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir það og hafa sérstaklega Sjálfstæðiskonur gagnrýnt hann og meðal annars sakað hann um að standa í hótunum við samflokksmenn sína og kjósendur. Haraldur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að gagnrýnin kæmi sér á óvart. Honum þyki það eðlilegur hlutur að tapi leiðtogi flokksins í kjördæminu oddvitasæti stígi hann til hliðar og hleypi nýjum leiðtoga að. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, matreiðslumaður og ráðgjafi, sækist eftir 2. til 3. sæti á lista flokksins. Þá sækist Teitur Björn Einarsson, lögmaður og 1. varaþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi, eftir öðru sæti á listanum. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, sveitarstjórnarfulltrúi og aðalmaður byggðarráðs í Húnaþingi vestra, sækist eftir 3. til 4. sæti á listanum. Bjarni Pétur Marel Jónasson sækist eftir fjórða sæti á listanum auk þess sem Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona og nemi, sækist eftir sama sæti. Þá sækjast Örvar Már Marteinsson, skipstjóri, og Bergþóra Ingþórsdóttir, nemi, eftir sæti á listanum. Kosið er á sautján stöðum í kjördæminu og verða allir kjörstaðir opnir bæði í dag og á laugardag. Opnunartímar eru breytilegir eftir kjörstöðum en hægt er að kynna sér opnunartíma þeirra nánar hér. Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Haraldur hissa á viðbrögðum Sjálfstæðiskvenna Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni. 16. júní 2021 11:12 „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40 Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Níu frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Haraldur Benediktsson, þingmaður og bóndi, en þau sækjast bæði eftir oddvitasæti á framboðslista flokksins í kjördæminu. Haraldur hefur tilkynnt það að hljóti hann ekki kjör í oddvitasætið muni hann ekki taka sæti á listanum. Hann hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir það og hafa sérstaklega Sjálfstæðiskonur gagnrýnt hann og meðal annars sakað hann um að standa í hótunum við samflokksmenn sína og kjósendur. Haraldur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að gagnrýnin kæmi sér á óvart. Honum þyki það eðlilegur hlutur að tapi leiðtogi flokksins í kjördæminu oddvitasæti stígi hann til hliðar og hleypi nýjum leiðtoga að. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, matreiðslumaður og ráðgjafi, sækist eftir 2. til 3. sæti á lista flokksins. Þá sækist Teitur Björn Einarsson, lögmaður og 1. varaþingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi, eftir öðru sæti á listanum. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, sveitarstjórnarfulltrúi og aðalmaður byggðarráðs í Húnaþingi vestra, sækist eftir 3. til 4. sæti á listanum. Bjarni Pétur Marel Jónasson sækist eftir fjórða sæti á listanum auk þess sem Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona og nemi, sækist eftir sama sæti. Þá sækjast Örvar Már Marteinsson, skipstjóri, og Bergþóra Ingþórsdóttir, nemi, eftir sæti á listanum. Kosið er á sautján stöðum í kjördæminu og verða allir kjörstaðir opnir bæði í dag og á laugardag. Opnunartímar eru breytilegir eftir kjörstöðum en hægt er að kynna sér opnunartíma þeirra nánar hér.
Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Haraldur hissa á viðbrögðum Sjálfstæðiskvenna Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni. 16. júní 2021 11:12 „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40 Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Haraldur hissa á viðbrögðum Sjálfstæðiskvenna Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni. 16. júní 2021 11:12
„Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40
Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar oddvitaslagnum Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu ef hann tapar baráttunni um oddvitasætið við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins um næstu helgi. 15. júní 2021 17:51