„Alls ekki óþekkt að svona staða komi upp“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júní 2021 19:35 Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafró. Vísir/Arnar Hafrannsóknastofnun hefur lagt til þrettán prósenta lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lýsa áhyggjum af stöðu hafrannsókna og krefjast úrbóta. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til þrettán prósenta lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lýsa áhyggjum af stöðu hafrannsókna og krefjast úrbóta. Stofnmat Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í dag sýnir að stofnstærðin hefur verið ofmetin á undanförnum árum. Viðviðmiðunarstofn árið 2020 var þannig ofmetinn um nítján prósent miðað við núverandi mat. Ráðlagður heildarafli lækkar því úr rúmum 256 þúsund tonnum í tæp 223 þúsund tonn. „Það er alls ekki óþekkt að svona staða komi upp. Það er að fiskistofnar séu ofmetnir og það gerðist því miður líka hjá okkur í kringum 2000. En þetta er alls ekki ólíkt því sem er að gerast í Barentshafinu og í Norðursjónum akkúrat núna með þorskstofna þar. Þetta er að gerast víða en meginástæðan nú fyrir þessu ofmati hjá okkur er að samsetning veiðistofnsins hefur breyst mikið á síðustu tíu árum," segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Forsendur fyrir stofnmælingum hafi verið rangar. „Þetta tekur svolítinn tíma að átta sig á því einfaldlega vegna þess að við erum að vinna með gögn núna sem eru utan þess sem við höfum áður séð. Forsendurnar sem við gáfum okkur þær eru því miður ekki réttar og það er það sem er stærri hlutinn í þessu.” Þorskstofninn hafi engu að síður ekki verið stærri í fjörutíu ár. „En á sama tíma og við segjum þetta og menn eflaust tjá þetta á mjög neikvæðan hátt þá megum við ekki gleyma því að uppbyggingin á þorskstofninn hefur samt sem áður leitt okkur á þann stað sem við erum í dag.” Þorsteinn bendir á að aflaregla stjórnvalda gerir ráð fyrir óvæntum breytingum. „Sagan hefur sagt að svona hlutir gerast og munu örugglega gerast áfram þó allir sem vinna við þetta vonist til að þetta gerist ekki á þeirra vakt en engu að síður er það bara staðreyndin ef þú horfir á sögu stofna í flestum fiskistofnum sem við erum að vinna við og sem nágrannar okkar eru að vinna við, því miður.” SFS hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum er lýst af stöðu hafrannsókna hérlendis og úrbóta krafist. Þá verði að bregðast við fyrirvaralausum samdrætti meðákvörðunum sem ekki verði léttvægar. „Auðvitað eru viðbrögðin blendin en ég held að þeir sem til málanna þekkja og það gera bæði atvinnuveganefnd, ráðherra og SFS, þeir sjá hvernig hlutirnir liggja,“ segir Þorsteinn. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14 Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Hafrannsóknastofnun hefur lagt til þrettán prósenta lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lýsa áhyggjum af stöðu hafrannsókna og krefjast úrbóta. Stofnmat Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í dag sýnir að stofnstærðin hefur verið ofmetin á undanförnum árum. Viðviðmiðunarstofn árið 2020 var þannig ofmetinn um nítján prósent miðað við núverandi mat. Ráðlagður heildarafli lækkar því úr rúmum 256 þúsund tonnum í tæp 223 þúsund tonn. „Það er alls ekki óþekkt að svona staða komi upp. Það er að fiskistofnar séu ofmetnir og það gerðist því miður líka hjá okkur í kringum 2000. En þetta er alls ekki ólíkt því sem er að gerast í Barentshafinu og í Norðursjónum akkúrat núna með þorskstofna þar. Þetta er að gerast víða en meginástæðan nú fyrir þessu ofmati hjá okkur er að samsetning veiðistofnsins hefur breyst mikið á síðustu tíu árum," segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Forsendur fyrir stofnmælingum hafi verið rangar. „Þetta tekur svolítinn tíma að átta sig á því einfaldlega vegna þess að við erum að vinna með gögn núna sem eru utan þess sem við höfum áður séð. Forsendurnar sem við gáfum okkur þær eru því miður ekki réttar og það er það sem er stærri hlutinn í þessu.” Þorskstofninn hafi engu að síður ekki verið stærri í fjörutíu ár. „En á sama tíma og við segjum þetta og menn eflaust tjá þetta á mjög neikvæðan hátt þá megum við ekki gleyma því að uppbyggingin á þorskstofninn hefur samt sem áður leitt okkur á þann stað sem við erum í dag.” Þorsteinn bendir á að aflaregla stjórnvalda gerir ráð fyrir óvæntum breytingum. „Sagan hefur sagt að svona hlutir gerast og munu örugglega gerast áfram þó allir sem vinna við þetta vonist til að þetta gerist ekki á þeirra vakt en engu að síður er það bara staðreyndin ef þú horfir á sögu stofna í flestum fiskistofnum sem við erum að vinna við og sem nágrannar okkar eru að vinna við, því miður.” SFS hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum er lýst af stöðu hafrannsókna hérlendis og úrbóta krafist. Þá verði að bregðast við fyrirvaralausum samdrætti meðákvörðunum sem ekki verði léttvægar. „Auðvitað eru viðbrögðin blendin en ég held að þeir sem til málanna þekkja og það gera bæði atvinnuveganefnd, ráðherra og SFS, þeir sjá hvernig hlutirnir liggja,“ segir Þorsteinn.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14 Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. 15. júní 2021 12:14
Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26