Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2021 10:26 Hafró kynnti ráðgjöf sína fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 í dag. Vísir/Egill Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. Heildarafli þorsks á fiskveiðiárinu 2021/2022 lækkar úr 256.593 tonnum í 222.737 tonn fari ráðherra að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þorskstofninn sé enn mjög sterkur og ef að frá eru talin undanfarin fimm ár hafi hann ekki verið stærri í fjörutíu ár. Sókn sé þó enn nærri sögulegu lágmarki. Árgangar frá 2013 og 2016 séu litlir og þeir hafi umtalsverð áhrif til lækkunar á stærð viðmiðunarstofns þorsks. Meginuppistaðan í þyngd stofnsins sé fjögurra til níu ára gamall þorskur tveir af þeim sex árgöngum séu slakir. Þá segir Hafró að stofnmatið á þorski í ár sýni að stærð stofnsins hafi verið ofmetin á undanförnum árum. Viðmiðunarstofn árið 2020 afi verið ofmetinn um 19% miðað við núverandi mat. „Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks verði svipaður að stærð þangað til árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn í viðmiðunarstofninn eftir 2-3 ár, en horfur eru á að þeir séu um og yfir meðallagi,“ segir í tilkynningu Hafró. 11% hækkun á ýsukvóta Kvóti á ýsu hækkar um 11% frá yfirstandandi fiskveiði ári og verður samkvæmt aflareglu 50.429 tonn. Hafró áætlar að viðmiðunarstofn ýsu haldi áfram að vaxa næstu tvö árin. Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa samkvæmt aflareglu stjórnvalda. Aflamark samkvæmt aflareglu fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 er 77.561 tonn eða um 1% lægra en síðastliðið fiskveiðiár. Hafró segir nýliðun gullkarfa hafa verið mjög slaka undanfarin áratug og af þeim sökum hafi hrygningarstofn minnkað á undanförnum árum. Fyrirséð sé að sú þróun muni halda áfram á næstu árum. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2021/2022 því 31.855 tonn, 17% lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðgjöf fyrir grálúðu hækkar um 13% frá fyrra ári og er 26.650 tonn. Viðsnúningur virðist nú vera í þróun stofnstærðar íslensku sumargotssíldarinnar sem minnkaði ört frá árinu 2008 vegna slakrar nýliðunar og þrálátrar frumdýrasýkingar í stofninum. Árgangur 2017 er metinn stór og kemur inn í viðmiðunarstofninn í ár. Ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda hækkar því úr 35.490 tonnum fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 í 72.239 tonn fyrir 2021/2022 eða um 104%. Sjávarútvegur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Heildarafli þorsks á fiskveiðiárinu 2021/2022 lækkar úr 256.593 tonnum í 222.737 tonn fari ráðherra að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þorskstofninn sé enn mjög sterkur og ef að frá eru talin undanfarin fimm ár hafi hann ekki verið stærri í fjörutíu ár. Sókn sé þó enn nærri sögulegu lágmarki. Árgangar frá 2013 og 2016 séu litlir og þeir hafi umtalsverð áhrif til lækkunar á stærð viðmiðunarstofns þorsks. Meginuppistaðan í þyngd stofnsins sé fjögurra til níu ára gamall þorskur tveir af þeim sex árgöngum séu slakir. Þá segir Hafró að stofnmatið á þorski í ár sýni að stærð stofnsins hafi verið ofmetin á undanförnum árum. Viðmiðunarstofn árið 2020 afi verið ofmetinn um 19% miðað við núverandi mat. „Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks verði svipaður að stærð þangað til árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn í viðmiðunarstofninn eftir 2-3 ár, en horfur eru á að þeir séu um og yfir meðallagi,“ segir í tilkynningu Hafró. 11% hækkun á ýsukvóta Kvóti á ýsu hækkar um 11% frá yfirstandandi fiskveiði ári og verður samkvæmt aflareglu 50.429 tonn. Hafró áætlar að viðmiðunarstofn ýsu haldi áfram að vaxa næstu tvö árin. Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa samkvæmt aflareglu stjórnvalda. Aflamark samkvæmt aflareglu fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 er 77.561 tonn eða um 1% lægra en síðastliðið fiskveiðiár. Hafró segir nýliðun gullkarfa hafa verið mjög slaka undanfarin áratug og af þeim sökum hafi hrygningarstofn minnkað á undanförnum árum. Fyrirséð sé að sú þróun muni halda áfram á næstu árum. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2021/2022 því 31.855 tonn, 17% lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðgjöf fyrir grálúðu hækkar um 13% frá fyrra ári og er 26.650 tonn. Viðsnúningur virðist nú vera í þróun stofnstærðar íslensku sumargotssíldarinnar sem minnkaði ört frá árinu 2008 vegna slakrar nýliðunar og þrálátrar frumdýrasýkingar í stofninum. Árgangur 2017 er metinn stór og kemur inn í viðmiðunarstofninn í ár. Ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda hækkar því úr 35.490 tonnum fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 í 72.239 tonn fyrir 2021/2022 eða um 104%.
Sjávarútvegur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent