Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Erfiðlega gekk að koma út bóluefni Janssen í dag. Til að tryggja að skammtar eyðilegðust ekki var öllum boðið að mæta. Við ræðum málið við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Þá heyrum við sögu ungrar konu sem lýsir því hvernig hún varð fyrir stöðugu áreiti eldri manns þegar hún var barn. Hún gagnrýnir úrræðaleysi lögreglu og segir gerendur geta haldið áfram árum saman.

Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkja mættust á fundi í Brussel í dag. Það hvað við nýjan tón í málflutningi Bandaríkjamanna.

Við heyrum einnig í foreldrum barns sem hvarf úr gæslu í Barnalandi í Smáralind. Þeir ætla að kæra atvikið til lögreglu.

Síðan segjum við frá því að skemmtanalíf landsmanna er að lifna við á ný. Bókanir streyma inn hjá tónlistarfólki og salir eru margir fullbókaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×