Fær loks réttargæslumann vegna líkamsárásar, frelsissviptingar og hótana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júní 2021 15:52 Maðurnn varð fyrir verulegu heilsutjóni í kjölfar atviksins og eru andlegar afleiðingar þess langvinnar. Vísir/Vilhelm Landsréttur úrskurðaði 10. júní síðastliðinn að karlmaður á fimmtugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og hótunum, fái réttargæslumann til að gæta hagsmuna hans í málinu. Landsréttur felldi úr gildi úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra sem taldi manninn ekki eiga rétt á réttargæslumanni. Í málinu eru þrír menn ákærðir fyrir að hafa svipt brotaþola frelsi, ráðist á hann og hótað honum þann 5. september 2017 í heimahúsi á Akureyri. Þeim er meðal annars gert það að sök að hafa ítrekað slegið í höfuð og líkama mannsins, sparkað og stigið á höfuð hans, sett viskastykki yfir vit hans og hellt vatni yfir, hótað að beita hann frekara ofbeldi, hótað að henda honum í sjóinn, fram af brú og hótað að vinna honum mein með borvél og dúkahníf. Þessi atlaga hafi staðið yfir í um fjórar klukkustundir. Maðurinn varð illa úti eftir árásina. Hann var marinn á báðum eyrum og hálsi, blóð var inni á hægri hljóðhimnu og maðurinn fann fyrir miklum eymslum í hálshrygg og um miðjan kvið. Auk þess brotnuðu fjögur rifbein í honum, vinstri þvertindur efsta lendhryggjar var brotinn og maðurinn var í miklu áfalli dagana eftir atvikið að því er fram kemur í úrskurðinum. Þá leitaði maðurinn aftur á sjúkrahús nokkrum dögum eftir að hann var útskrifaður af skurðdeild, þar sem hann lá í nokkra daga, vegna heyrnaleysis og versnandi verkja. Niðurstaða læknis var sú að maðurinn hafi hlotið alvarlega áverka á hægra eyra sem hafi leitt til leka á heila- og mænuvökva sem hafi valdið heyrnartapi og síðan sýkingu í vökvanum. Langvinnar afleiðingar og verulegt heilsutjón Þá er kona ákærð í málinu en hún er barnsmóðir þolandans. Teljast þau því nátengd í málinu. Í rökstuðningi héraðsdóms fyrir synjun beiðninnar kemur hins vegar fram að engin gögn um núverandi ástand mannsin, hvorki andlegt né líkamlegt, lægju fyrir til að sýna fram á sérstaka þörf mannsins á aðstoð frá réttargæslumanni. Vottorð frá geðlækni var lagt fyrir Landsrétt. Í mati geðlæknis kom fram að maðurinn glímdi við veikindi og hafi verið öryrki vegna þeirra í um áratug. Ástand hans hafi hins vegar versnað til munar í kjölfar atvikanna sem rakin eru hér að ofan. Afleiðingarnar séu langvinnar og hafi enn frekar skert getu mannsins á flestum sviðum. Mat geðlæknirinn það svo að maðurinn þyrfti nauðsynlega aðstoð réttargæslumann við meðferð málsins. Landsréttur tók það einnig fram að ljóst væri að maðurinn hafi orðið fyrir verulegu heilsutjóni í kjölfar atviksins. Þá væri hann nátengdur einum ákærða, barnsmóður sinni, og mat geðlæknisins gerði ljóst að maðurinn þyrfti á réttargæslumanni að halda. Úrskurður héraðsdóms frá 1. júní síðastliðnum var því felldur úr gildi. Dómsmál Akureyri Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Í málinu eru þrír menn ákærðir fyrir að hafa svipt brotaþola frelsi, ráðist á hann og hótað honum þann 5. september 2017 í heimahúsi á Akureyri. Þeim er meðal annars gert það að sök að hafa ítrekað slegið í höfuð og líkama mannsins, sparkað og stigið á höfuð hans, sett viskastykki yfir vit hans og hellt vatni yfir, hótað að beita hann frekara ofbeldi, hótað að henda honum í sjóinn, fram af brú og hótað að vinna honum mein með borvél og dúkahníf. Þessi atlaga hafi staðið yfir í um fjórar klukkustundir. Maðurinn varð illa úti eftir árásina. Hann var marinn á báðum eyrum og hálsi, blóð var inni á hægri hljóðhimnu og maðurinn fann fyrir miklum eymslum í hálshrygg og um miðjan kvið. Auk þess brotnuðu fjögur rifbein í honum, vinstri þvertindur efsta lendhryggjar var brotinn og maðurinn var í miklu áfalli dagana eftir atvikið að því er fram kemur í úrskurðinum. Þá leitaði maðurinn aftur á sjúkrahús nokkrum dögum eftir að hann var útskrifaður af skurðdeild, þar sem hann lá í nokkra daga, vegna heyrnaleysis og versnandi verkja. Niðurstaða læknis var sú að maðurinn hafi hlotið alvarlega áverka á hægra eyra sem hafi leitt til leka á heila- og mænuvökva sem hafi valdið heyrnartapi og síðan sýkingu í vökvanum. Langvinnar afleiðingar og verulegt heilsutjón Þá er kona ákærð í málinu en hún er barnsmóðir þolandans. Teljast þau því nátengd í málinu. Í rökstuðningi héraðsdóms fyrir synjun beiðninnar kemur hins vegar fram að engin gögn um núverandi ástand mannsin, hvorki andlegt né líkamlegt, lægju fyrir til að sýna fram á sérstaka þörf mannsins á aðstoð frá réttargæslumanni. Vottorð frá geðlækni var lagt fyrir Landsrétt. Í mati geðlæknis kom fram að maðurinn glímdi við veikindi og hafi verið öryrki vegna þeirra í um áratug. Ástand hans hafi hins vegar versnað til munar í kjölfar atvikanna sem rakin eru hér að ofan. Afleiðingarnar séu langvinnar og hafi enn frekar skert getu mannsins á flestum sviðum. Mat geðlæknirinn það svo að maðurinn þyrfti nauðsynlega aðstoð réttargæslumann við meðferð málsins. Landsréttur tók það einnig fram að ljóst væri að maðurinn hafi orðið fyrir verulegu heilsutjóni í kjölfar atviksins. Þá væri hann nátengdur einum ákærða, barnsmóður sinni, og mat geðlæknisins gerði ljóst að maðurinn þyrfti á réttargæslumanni að halda. Úrskurður héraðsdóms frá 1. júní síðastliðnum var því felldur úr gildi.
Dómsmál Akureyri Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira