Nokkuð breytt lið mætir Írum á ný og Sveindís klár í að spila Sindri Sverrisson skrifar 14. júní 2021 17:01 Ísland vann Írland í hvítum varabúningum sínum á föstudaginn þar sem að Írar pökkuðu aðeins niður grænum aðalbúningum sínum. Það hentar illa til áhorfs að lið í dökkum búningnum, grænum og bláum, mætist. vísir/Hulda Margrét Seinni rimma Íslands og Írlands fer fram á Laugardalsvelli kl. 17 á morgun. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, vill sjá sitt lið skora mörk og setja saman góðan 90 mínútna leik á morgun. Ísland vann fyrri vináttulandsleik liðanna 3-2 á föstudaginn og ætlar sér að fylgja því eftir með góðum leik á morgun: „Við nálgumst þennan leik á svipaðan hátt og síðast; stillum upp sterku liði og spilum til sigurs. Við verðum með svipaðar áherslur og reynum að keyra þær enn sterkar og betur í gegn,“ sagði Þorsteinn við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Klippa: Þorsteinn Halldórs um seinni leikinn við Íra Þorsteinn segir ljóst að breytingar verði á byrjunarliðinu sem hóf leikinn á föstudag: „Við gerum nokkrar breytingar svo þetta verður aðeins breytt byrjunarlið. Ég var ekki búinn að setja upp plan fyrir leikina um að gera ákveðnar breytingar eða slíkt, heldur koma inn í verkefnið, stilla upp sterku byrjunarliði í fyrri leiknum og sjá svo ástandið á hópnum, hvaða leikmenn við vildum sjá spila og slíkt. Þess vegna ákváðum við eftir síðasta leik hvernig við ætlum að spila á morgun,“ sagði Þorsteinn. „Ég vil sjá okkur halda áfram að þróa leik okkar; halda í boltann og skapa færi. Mér fannst fyrri hálfleikur fínn á föstudaginn og ég vil sjá 90 mínútna sterkan leik núna, þar sem við náum að búa til færi og vonandi skora sem flest mörk og vinna þennan leik,“ sagði Þorsteinn. Sveindís Jane Jónsdóttir kom ekkert við sögu á föstudag en hún er að komast í gang á ný eftir að hafa fengið beinmar í hné. „Þær eru allar heilar og ættu að vera klárar í morgundaginn. Sveindís ætti að geta spilað eitthvað,“ sagði Þorsteinn um stöðuna á íslenska hópnum. Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 17 á morgun, þriðjudag, og er í beinni ústendingu á Stöð 2 Sport 4. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Ísland vann fyrri vináttulandsleik liðanna 3-2 á föstudaginn og ætlar sér að fylgja því eftir með góðum leik á morgun: „Við nálgumst þennan leik á svipaðan hátt og síðast; stillum upp sterku liði og spilum til sigurs. Við verðum með svipaðar áherslur og reynum að keyra þær enn sterkar og betur í gegn,“ sagði Þorsteinn við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Klippa: Þorsteinn Halldórs um seinni leikinn við Íra Þorsteinn segir ljóst að breytingar verði á byrjunarliðinu sem hóf leikinn á föstudag: „Við gerum nokkrar breytingar svo þetta verður aðeins breytt byrjunarlið. Ég var ekki búinn að setja upp plan fyrir leikina um að gera ákveðnar breytingar eða slíkt, heldur koma inn í verkefnið, stilla upp sterku byrjunarliði í fyrri leiknum og sjá svo ástandið á hópnum, hvaða leikmenn við vildum sjá spila og slíkt. Þess vegna ákváðum við eftir síðasta leik hvernig við ætlum að spila á morgun,“ sagði Þorsteinn. „Ég vil sjá okkur halda áfram að þróa leik okkar; halda í boltann og skapa færi. Mér fannst fyrri hálfleikur fínn á föstudaginn og ég vil sjá 90 mínútna sterkan leik núna, þar sem við náum að búa til færi og vonandi skora sem flest mörk og vinna þennan leik,“ sagði Þorsteinn. Sveindís Jane Jónsdóttir kom ekkert við sögu á föstudag en hún er að komast í gang á ný eftir að hafa fengið beinmar í hné. „Þær eru allar heilar og ættu að vera klárar í morgundaginn. Sveindís ætti að geta spilað eitthvað,“ sagði Þorsteinn um stöðuna á íslenska hópnum. Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 17 á morgun, þriðjudag, og er í beinni ústendingu á Stöð 2 Sport 4.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur sigla áfram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira