Gary Neville telur Liverpool hafa gert stór mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 10:00 Georginio Wijnaldum fagnar marki sínu með hollenska landsliðinu á móti Úkraínu í gær. AP/Peter Dejong Georginio Wijnaldum minnti á sig í sigri Hollendinga á Evrópumótinu í gærkvöldi með því að skora fyrsta markið í 3-2 sigri á Úkraínu. Wijnaldum hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool og ein orðhvöt Manchester United goðsögn er á því að Liverpool liðið eigi eftir að sakna hollenska miðjumannsins mikið á næstu leiktíð. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að leita að nýjum miðjumanni í sumar eftir að Georginio Wijnaldum rann út á samning og ákvað að semja við franska félagið Paris Saint Germain. 'Unsung hero' - Gary Neville makes Gini Wijnaldum claim after Liverpool exit #lfchttps://t.co/E0cCGsI4Vm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) June 13, 2021 Gary Neville, knattspynuspekingur og Manchetser United goðsögn, er mikill aðdáandi Georginio Wijnaldum en hann hefur oft hrósað honum mikið fyrir frammistöðu hans með Liverpool. Neville varar Liverpool fólk við því að liðið þeirra eigi eftir að sjá mikið eftir því að Hollendingurinn hafi fengið að fara frítt. „Hann hefur ekki fengið það lof sem hann á skilið. Fólk er alltaf að tala um frábæru leikmennina hjá Liverpool og nefna hann sjaldnast á nafn,“ sagði Gary Neville á ITV Sport. „Ég held að þeir eigi eftir að sakna hans mikið á næsta tímabili. Það verður mjög erfitt fyrir Liverpool að finna mann í hans stað. Hann er einn af þessum leikmönnum sem heldur hlutunum gangandi,“ sagði Neville sem er á því að Liverpool hafi þarna gert stór mistök. Georginio Wijnaldum has scored 15 goals in his last 26 appearances for the Netherlands #EURO2020 pic.twitter.com/wZMk2eMQzZ— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 13, 2021 „Þú horfir kannski ekki á hann spila og heldur að hann sé að gera einhverja stórbrotna hluti. Ég get samt ímyndað mér það að liðfélagarnir beri mikla virðingu fyrir honum því hann dekkar stórt svæði á vellinum. Hann einfaldar hlutina fyrir liðsfélaga sína. Hann er óeigingjarn leikmaður og mjög mikilvægur fyrir þetta hollenska lið,“ sagði Neville. Yves Bissouma hjá Brighton, Florian Neuhaus hjá Borussia Monchengladbach og Youri Tielemans hjá Leicester hafa allir verið orðaðir við Liverpool sem hugsanlegur eftirmaður Georginio Wijnaldum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að leita að nýjum miðjumanni í sumar eftir að Georginio Wijnaldum rann út á samning og ákvað að semja við franska félagið Paris Saint Germain. 'Unsung hero' - Gary Neville makes Gini Wijnaldum claim after Liverpool exit #lfchttps://t.co/E0cCGsI4Vm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) June 13, 2021 Gary Neville, knattspynuspekingur og Manchetser United goðsögn, er mikill aðdáandi Georginio Wijnaldum en hann hefur oft hrósað honum mikið fyrir frammistöðu hans með Liverpool. Neville varar Liverpool fólk við því að liðið þeirra eigi eftir að sjá mikið eftir því að Hollendingurinn hafi fengið að fara frítt. „Hann hefur ekki fengið það lof sem hann á skilið. Fólk er alltaf að tala um frábæru leikmennina hjá Liverpool og nefna hann sjaldnast á nafn,“ sagði Gary Neville á ITV Sport. „Ég held að þeir eigi eftir að sakna hans mikið á næsta tímabili. Það verður mjög erfitt fyrir Liverpool að finna mann í hans stað. Hann er einn af þessum leikmönnum sem heldur hlutunum gangandi,“ sagði Neville sem er á því að Liverpool hafi þarna gert stór mistök. Georginio Wijnaldum has scored 15 goals in his last 26 appearances for the Netherlands #EURO2020 pic.twitter.com/wZMk2eMQzZ— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 13, 2021 „Þú horfir kannski ekki á hann spila og heldur að hann sé að gera einhverja stórbrotna hluti. Ég get samt ímyndað mér það að liðfélagarnir beri mikla virðingu fyrir honum því hann dekkar stórt svæði á vellinum. Hann einfaldar hlutina fyrir liðsfélaga sína. Hann er óeigingjarn leikmaður og mjög mikilvægur fyrir þetta hollenska lið,“ sagði Neville. Yves Bissouma hjá Brighton, Florian Neuhaus hjá Borussia Monchengladbach og Youri Tielemans hjá Leicester hafa allir verið orðaðir við Liverpool sem hugsanlegur eftirmaður Georginio Wijnaldum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira