Anníe Mist inn á heimsleikana í CrossFit tíu mánuðum eftir að hún átti barn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 09:31 Anníe Mist Þórisdóttir eignaðist Freyju Mist í ágúst síðastliðnum en í gær tryggði hún sér sæti á heimsleikunum í CrossFit seinna í sumar. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir tryggði sér í gær sæti á heimsleikunum í gær aðeins tíu mánuðum eftir að hún eignaðist dóttur sína Feyju Mist. Ísland verður með fjóra keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram um mánaðamótin júlí og ágúst en þetta varð ljóst eftir að keppni lauk í undanúrslitamótunum tveimur sem voru í boði fyrir besta íslenska CrossFit fólkið. Ísland átti sjö keppendur í undanúrslitamótunum og allir nema þrír þeirra unnu sér inn farseðilinn á heimsmeistaramótið. Enginn náði að tryggja sér sæti á aukamótinu og því fjölgar ekki í þessum hópi Íslendinga á leikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig best af öllum Íslendingunum með því að vinna Lowlands Throwdown mótið í Hollandi en vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir urðu báðar í þriðja sæti á sínum mótum, Anníe Mist á Lowlands Throwdown en Katrín Tanja á German Throwdown. Þuríður Erla Helgadóttir náði síðan fimmta og síðasta sætinu á Lowlands Throwdown. Björgvin Karl var með 484 stig eða átta fleiri en Svisslendingurinn Adrian Mundwiler sem varð annar. Björgvin vann eina grein og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist fékk 528 stig og deildi þriðja sætinu með Gabriela Migala frá Póllandi. Írinn Emma McQuaid vann mótið með 552 stig og Ungverjinn Laura Horváth varð önnur með 544 stig. Þuríður Erla náði 460 stigum en hún varð í öðru sæti í tveimur greinanna. Anníe Mist vann eina og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist eignaðist dóttur sína Freyju Mist í ágúst síðastliðnum og verður því búin að keppa á heimsleikunum áður en Freyja heldur upp á eins árs afmælið sitt. Þetta verða elleftu heimsleikar Anníe en hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari og fimm sinnum komist á verðlaunapall. Anníe Mist gerði reyndar keppnina enn erfiðari fyrir sig með því að gera eina æfinguna tvisvar eftir að hún uppgötvaði að upptakan var ekki nógu góð. Hún náði næstum því sama tíma og vann þá grein. Þetta aukaálag stoppaði hana samt ekki því hún endaði aðeins 24 stigum frá fyrsta sætinu. „Ég vil sýna dóttur minni að þótt að ég hafi eignast hana þá get ég samt haldið áfram á mínum ferli ef ég vil. Ég vil sýna Freyju hvað það þýðir að vera sterkur, ekki bara líkamlega, og ég trúi því að ég sé betri móðir með því að hugsa vel um sjálfa mig og verða ég sjálf á ný. Þá get ég gefið henni enn meira,“ sagði Anníe Mist í viðtali við Morning Chalk Up fyrir mótið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja fékk 468 stig en þær norsku Kristin Holte (572 stig) og Jacqueline Dahlström (552) voru með nokkra yfirburði. Katrín náði að vinna eina grein eins og Anníe Mist. Haraldur Holgersson stóð sig best af íslensku strákunum á German Throwdown en hann varð í níunda sætinu þar. Haraldur rétt missti því að fá annað tækifæri. Fimm fyrstu sæti gáfu sæti á heimsleikunum en næstu þrjú sæti gáfu síðan sæti í sérstöku aukamóti þar sem fólkið sem var næst því að tryggja sig inn á undanúrslitamótinu fær annað tækifæri. Þröstur Ólafson varð í 22. sæti á German Throwdown og Sólveig Sigurðardóttir varð í þrettánda sætinu á Lowlands Throwdown. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) CrossFit Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Ísland verður með fjóra keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram um mánaðamótin júlí og ágúst en þetta varð ljóst eftir að keppni lauk í undanúrslitamótunum tveimur sem voru í boði fyrir besta íslenska CrossFit fólkið. Ísland átti sjö keppendur í undanúrslitamótunum og allir nema þrír þeirra unnu sér inn farseðilinn á heimsmeistaramótið. Enginn náði að tryggja sér sæti á aukamótinu og því fjölgar ekki í þessum hópi Íslendinga á leikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig best af öllum Íslendingunum með því að vinna Lowlands Throwdown mótið í Hollandi en vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir urðu báðar í þriðja sæti á sínum mótum, Anníe Mist á Lowlands Throwdown en Katrín Tanja á German Throwdown. Þuríður Erla Helgadóttir náði síðan fimmta og síðasta sætinu á Lowlands Throwdown. Björgvin Karl var með 484 stig eða átta fleiri en Svisslendingurinn Adrian Mundwiler sem varð annar. Björgvin vann eina grein og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist fékk 528 stig og deildi þriðja sætinu með Gabriela Migala frá Póllandi. Írinn Emma McQuaid vann mótið með 552 stig og Ungverjinn Laura Horváth varð önnur með 544 stig. Þuríður Erla náði 460 stigum en hún varð í öðru sæti í tveimur greinanna. Anníe Mist vann eina og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist eignaðist dóttur sína Freyju Mist í ágúst síðastliðnum og verður því búin að keppa á heimsleikunum áður en Freyja heldur upp á eins árs afmælið sitt. Þetta verða elleftu heimsleikar Anníe en hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari og fimm sinnum komist á verðlaunapall. Anníe Mist gerði reyndar keppnina enn erfiðari fyrir sig með því að gera eina æfinguna tvisvar eftir að hún uppgötvaði að upptakan var ekki nógu góð. Hún náði næstum því sama tíma og vann þá grein. Þetta aukaálag stoppaði hana samt ekki því hún endaði aðeins 24 stigum frá fyrsta sætinu. „Ég vil sýna dóttur minni að þótt að ég hafi eignast hana þá get ég samt haldið áfram á mínum ferli ef ég vil. Ég vil sýna Freyju hvað það þýðir að vera sterkur, ekki bara líkamlega, og ég trúi því að ég sé betri móðir með því að hugsa vel um sjálfa mig og verða ég sjálf á ný. Þá get ég gefið henni enn meira,“ sagði Anníe Mist í viðtali við Morning Chalk Up fyrir mótið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja fékk 468 stig en þær norsku Kristin Holte (572 stig) og Jacqueline Dahlström (552) voru með nokkra yfirburði. Katrín náði að vinna eina grein eins og Anníe Mist. Haraldur Holgersson stóð sig best af íslensku strákunum á German Throwdown en hann varð í níunda sætinu þar. Haraldur rétt missti því að fá annað tækifæri. Fimm fyrstu sæti gáfu sæti á heimsleikunum en næstu þrjú sæti gáfu síðan sæti í sérstöku aukamóti þar sem fólkið sem var næst því að tryggja sig inn á undanúrslitamótinu fær annað tækifæri. Þröstur Ólafson varð í 22. sæti á German Throwdown og Sólveig Sigurðardóttir varð í þrettánda sætinu á Lowlands Throwdown. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown)
CrossFit Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira