Andstyggileg snjókoma gerir Mývetningum lífið leitt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2021 19:43 Þessi mynd var tekin í Mývatnssveit í dag. Vísir/BEB Bóndi í Mývatnssveit segir andstyggilegt að tekið hafi að snjóa í sveitinni nú þegar júnímánuður er að verða hálfnaður. Hann segir snjókomu og bleytu fara illa með fuglalíf og búfénað í sveitinni, að ógleymdum vondum áhrifum á lundarfar bænda og búenda. Gylfi H. Yngvason er bóndi á Skútustöðum í Mývatnssveit og segir það blessunarlega ekki koma oft fyrir að snjói á þessum árstíma. Það komi þó fyrir og sé „verulega andstyggilegt.“ „Þetta fer ansi illa með fuglana. Á þessum tíma eru ungar að byrja að skríða fram og flugan að koma upp í vatninu. Þetta drepur bara fluguna og þar af leiðandi fæðuna fyrir fuglana. Þetta er krapableytuhríð sem rennbleytir féð og lömbin. Gróðurinn er að springa út. Þetta kemur bara alls staðar illa niður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Gylfi stundaði áður búskap með kindur en er hættur því í dag. Fjölskylda bróður hans stendur þó í slíkum búskap og fer hann ekki varhluta af því hve hvimleið sumarsnjókoman getur verið í þeim geira. Bóndanum líður ekki vel ef skepnunum hans líður ekki vel, og skepnum líður ekki vel í svona veðri. Gylfi segir ótækt að koma fénu, sem er úti á beit eins og alvenja er á þessum árstíma, aftur inn í hús. Það fari sérstaklega illa með lömb að draga þau og troða inn í hús. Þó séu margir bændur með einhvers konar skýli á túnum sínum, sem féð geti leitað skjóls í. „Féð verður allt vott og kalt. Það þolir ákaflega vel snjó og svoleiðis, en þegar það er krapahríð og bleyta í leiðinni, það þolir engin skepna það.“ Seinni partinn í dag snerist snjókoman í rigningu, þó enn snjói upp til fjalla og hlíða í sveitinni.Vísir/BEB Skepnurnar standa af sér veðrið til styttri tíma Gylfi segir að skepnurnar séu fljótar að ná sér og að veðrið ætti ekki að hafa áhrif á afurðir að sumri loknu, að því gefnu að það vari ekki til lengri tíma. „Sauðfé er rosalega harðgert, þannig að eftir nokkra daga, þegar koma hlýindi, þá er allt komið á fullt aftur. Ef þetta stendur ekki í langan tíma á þetta nú ekki að koma niður á afurðum í haust. Þetta kemur fyrst og fremst niður á lundarfari bóndans og búandans. Svo fer þetta bara í skapið á manni, þegar það kemur ekki vor. Loksins þegar fór að hlýna og gróðurinn að taka við sér þá smellur hann aftur í þetta leiðindaskítkast,“ segir Gylfi og er auðheyranlega ekki hinn kátasti með veðrið. Hann segir að í morgun hafi aðeins tekið að hvítna í sveitinni, en síðan hafi haugsnjóað í dag. „Allt varð rennandi blautt og fuglar á hreiðrum, það hefur snjóað yfir þá.“ Hann segir að farið sé að éta úr snjónum sem þegar hefur fallið og tekið sé að rigna, þó enn snjói uppi til fjalla. Hann vonar í það minnsta að snjókomunni sloti, þó vel geti tekið að snjóa þegar kólnar með kvöldinu. Íslenskir ferðamenn ekki spenntir fyrir snjó Hvað sem veðurguðirnir kunna að ákveða að gera segir Gylfi að snjórinn sé einfaldlega til ama, hvar sem litið er. „Þetta kætir okkur ekki, ég get alveg lofað því. Svo er það þannig að þessi sveit byggir mjög mikið á ferðamönnum og nú verðum við að treysta á Íslendinga. Þeir eru eðlilega ekki að koma norður í land þegar þeir vita að veðrið er svona. Það væri nú ekki spennandi að vera í útilegu eða vera að ferðast í þessu,“ segir Gylfi. Skútustaðahreppur Veður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira
Gylfi H. Yngvason er bóndi á Skútustöðum í Mývatnssveit og segir það blessunarlega ekki koma oft fyrir að snjói á þessum árstíma. Það komi þó fyrir og sé „verulega andstyggilegt.“ „Þetta fer ansi illa með fuglana. Á þessum tíma eru ungar að byrja að skríða fram og flugan að koma upp í vatninu. Þetta drepur bara fluguna og þar af leiðandi fæðuna fyrir fuglana. Þetta er krapableytuhríð sem rennbleytir féð og lömbin. Gróðurinn er að springa út. Þetta kemur bara alls staðar illa niður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Gylfi stundaði áður búskap með kindur en er hættur því í dag. Fjölskylda bróður hans stendur þó í slíkum búskap og fer hann ekki varhluta af því hve hvimleið sumarsnjókoman getur verið í þeim geira. Bóndanum líður ekki vel ef skepnunum hans líður ekki vel, og skepnum líður ekki vel í svona veðri. Gylfi segir ótækt að koma fénu, sem er úti á beit eins og alvenja er á þessum árstíma, aftur inn í hús. Það fari sérstaklega illa með lömb að draga þau og troða inn í hús. Þó séu margir bændur með einhvers konar skýli á túnum sínum, sem féð geti leitað skjóls í. „Féð verður allt vott og kalt. Það þolir ákaflega vel snjó og svoleiðis, en þegar það er krapahríð og bleyta í leiðinni, það þolir engin skepna það.“ Seinni partinn í dag snerist snjókoman í rigningu, þó enn snjói upp til fjalla og hlíða í sveitinni.Vísir/BEB Skepnurnar standa af sér veðrið til styttri tíma Gylfi segir að skepnurnar séu fljótar að ná sér og að veðrið ætti ekki að hafa áhrif á afurðir að sumri loknu, að því gefnu að það vari ekki til lengri tíma. „Sauðfé er rosalega harðgert, þannig að eftir nokkra daga, þegar koma hlýindi, þá er allt komið á fullt aftur. Ef þetta stendur ekki í langan tíma á þetta nú ekki að koma niður á afurðum í haust. Þetta kemur fyrst og fremst niður á lundarfari bóndans og búandans. Svo fer þetta bara í skapið á manni, þegar það kemur ekki vor. Loksins þegar fór að hlýna og gróðurinn að taka við sér þá smellur hann aftur í þetta leiðindaskítkast,“ segir Gylfi og er auðheyranlega ekki hinn kátasti með veðrið. Hann segir að í morgun hafi aðeins tekið að hvítna í sveitinni, en síðan hafi haugsnjóað í dag. „Allt varð rennandi blautt og fuglar á hreiðrum, það hefur snjóað yfir þá.“ Hann segir að farið sé að éta úr snjónum sem þegar hefur fallið og tekið sé að rigna, þó enn snjói uppi til fjalla. Hann vonar í það minnsta að snjókomunni sloti, þó vel geti tekið að snjóa þegar kólnar með kvöldinu. Íslenskir ferðamenn ekki spenntir fyrir snjó Hvað sem veðurguðirnir kunna að ákveða að gera segir Gylfi að snjórinn sé einfaldlega til ama, hvar sem litið er. „Þetta kætir okkur ekki, ég get alveg lofað því. Svo er það þannig að þessi sveit byggir mjög mikið á ferðamönnum og nú verðum við að treysta á Íslendinga. Þeir eru eðlilega ekki að koma norður í land þegar þeir vita að veðrið er svona. Það væri nú ekki spennandi að vera í útilegu eða vera að ferðast í þessu,“ segir Gylfi.
Skútustaðahreppur Veður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira