Breska ríkisútvarpið hefur sætt harðri gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir að hafa sérstaklega beint myndavélinni að Eriksen og myndað endurlífgunartilraunir. Þá beindu myndatökumennirnir myndavélunum sérstaklega að Sabrinu Kvist Jensen, kærustu Eriksen, sem horfði á hryllinginn grátandi.
„Við biðjum alla þá, sem fóru í uppnám vegna myndanna, afsökunar,“ sagði talsmaður BBC í samtali við danska ríkisútvarpið.
Streymisveitan Viaplay sýndi sama myndefnið, en um er að ræða streymi á vegum UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu. Kim Mikkelsen, yfirmaður íþróttadeildar Nent Group, móðurfélags Viaplay, sagði á Twitter í gær að í sumum tilvikum hafi myndavélar UEFA farið of nálægt og að Viaplay hefði viljað sleppa því að sýna myndefnið.