Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. júní 2021 12:24 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna er ánægð með að tekist hafi samkomulag um þinglok. Vísir/Einar Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þingheimur komst að samkomulagi í gær um að Alþingi ljúki störfum í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu og má búast við að hann standi fram eftir kvöldi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, segir ánægjulegt að tekist hafi að semja um þinglok. Stór mál náðu þó ekki í gegn líkt og hálendisþjóðgarðurinn svo og stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Það er alltaf gott að ná samkomulagi fyrir það fyrsta og þingið er auðvitað komið á lokadag og fram yfir starfsáætlun en við erum ósköp sátt við þetta. Við erum að hérna koma máli í farveg eins og hálendisþjóðagarðinum. Það er auðvitað vonbrigði að afgreiða ekki öll málin sem að við leggjum fram en það nú bara eins og það er. Þarna eru gríðarlega margar umfangsmiklar umsagnir undir eins og í því máli og sama má segja um afglæpavæðinguna og þetta þarf tíma til að fara í gengum þetta og hann í rauninni var búinn. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist sumt þarf bara að fá að þroskast betur og ég held að það sá raunin með þessi mál en ég hef fulla trú á því að þau klárist þó ekki gerist það á þessu þingi,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Frá störfum Alþingis.Vísir/Vilhelm Bjarkey segist ánægð með afrakstur flokksins á kjörtímabilinu. „Loftlagsmálin hafa fengið mikla umfjöllun og mikla fjármuni og heilbrigðismálin hafa fengið sama gríðarlega fjármuni, jafnréttismálin hjá forsætisráðherra og fleiri og fleiri mál, landeignarmál og svona. Þannig að við erum bara nokkuð ánægð með okkur þegar við horfum yfir kjörtímabilið með afraksturinn.“ Bjarkey segir að þing komi væntanlega ekki saman aftur fyrr en eftir kosningar. „Það verður borin fram þingfrestun og var mælt fyrir henni hér í gær, forsætisráðherra gerði það, sem að þýðir það þá að við þurfum ekki að koma saman í ágúst aftur til þess að rjúfa þing.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Þingheimur komst að samkomulagi í gær um að Alþingi ljúki störfum í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu og má búast við að hann standi fram eftir kvöldi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, segir ánægjulegt að tekist hafi að semja um þinglok. Stór mál náðu þó ekki í gegn líkt og hálendisþjóðgarðurinn svo og stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Það er alltaf gott að ná samkomulagi fyrir það fyrsta og þingið er auðvitað komið á lokadag og fram yfir starfsáætlun en við erum ósköp sátt við þetta. Við erum að hérna koma máli í farveg eins og hálendisþjóðagarðinum. Það er auðvitað vonbrigði að afgreiða ekki öll málin sem að við leggjum fram en það nú bara eins og það er. Þarna eru gríðarlega margar umfangsmiklar umsagnir undir eins og í því máli og sama má segja um afglæpavæðinguna og þetta þarf tíma til að fara í gengum þetta og hann í rauninni var búinn. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist sumt þarf bara að fá að þroskast betur og ég held að það sá raunin með þessi mál en ég hef fulla trú á því að þau klárist þó ekki gerist það á þessu þingi,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Frá störfum Alþingis.Vísir/Vilhelm Bjarkey segist ánægð með afrakstur flokksins á kjörtímabilinu. „Loftlagsmálin hafa fengið mikla umfjöllun og mikla fjármuni og heilbrigðismálin hafa fengið sama gríðarlega fjármuni, jafnréttismálin hjá forsætisráðherra og fleiri og fleiri mál, landeignarmál og svona. Þannig að við erum bara nokkuð ánægð með okkur þegar við horfum yfir kjörtímabilið með afraksturinn.“ Bjarkey segir að þing komi væntanlega ekki saman aftur fyrr en eftir kosningar. „Það verður borin fram þingfrestun og var mælt fyrir henni hér í gær, forsætisráðherra gerði það, sem að þýðir það þá að við þurfum ekki að koma saman í ágúst aftur til þess að rjúfa þing.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira