Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 16:21 Viktor Orban og félagar hans í Fidesz-flokknum mega ekkert hýrt sjá. Vísir/EPA Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. Í frumvarpi Fidesz-flokks Viktors Orban forsætisráðherra er lagt til að LGBT-bókmenntir megi ekki sýna börnum yngri en átján ára. Undir það fellur meðal annars námsefni og auglýsingar sem styðja réttindi hinsegin fólks. Ákvæðin eru hluti af frumvarpi um refsingar við barnaníði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hjónabönd samkynhneigðra eru ólögleg í Ungverjalandi og samkynhneigðir mega ekki ættleiða þar. Útspil Fidesz-flokksins nú er sagt liður í kosningabaráttu fyrir kosningar í byrjun næsta árs. Samtök LGBT-fólks í Ungverjalandi hefur hvatt aðgerðasinna til að þrýsta á Joe Biden Bandaríkjaforseta að taka málið upp við Orban í Evrópureisu sinni í næstu viku. Rússnesk stjórnvöld samþykktu sambærileg lög árið 2013 en yfirlýst markmið þeirra var að banna „samkynhneigðan áróður“ gagnvart fólki yngri en átján ára. Samkvæmt þeim er bannað að hvetja til „samkynhneigðrar hegðunar“ á meðal barna. Orban og Fidesz-flokkur hans hafa sagst aðhyllast svonefnd „ófrjálslynt lýðræði“. Í forsætisráðherratíð Orban frá 2010 hefur landið hneigst sífellt lengra í átt að valdboði stjórnvalda. Þrengt hefur verið að óháðum fjölmiðlum þannig að þeir eru nú flestir á bandi Orban auk þess sem dómstólar landsins eru taldir undir hæl framkvæmdavaldsins. Ungverjaland Hinsegin Tengdar fréttir Fidesz segir skilið við EPP á Evrópuþinginu Evrópuþingmenn ungverska stjórnarflokksins Fidesz hafa ákveðið að segja skilið við þinghóp kristilegra demókrata (EPP) á Evrópuþinginu. 3. mars 2021 12:40 Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Í frumvarpi Fidesz-flokks Viktors Orban forsætisráðherra er lagt til að LGBT-bókmenntir megi ekki sýna börnum yngri en átján ára. Undir það fellur meðal annars námsefni og auglýsingar sem styðja réttindi hinsegin fólks. Ákvæðin eru hluti af frumvarpi um refsingar við barnaníði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hjónabönd samkynhneigðra eru ólögleg í Ungverjalandi og samkynhneigðir mega ekki ættleiða þar. Útspil Fidesz-flokksins nú er sagt liður í kosningabaráttu fyrir kosningar í byrjun næsta árs. Samtök LGBT-fólks í Ungverjalandi hefur hvatt aðgerðasinna til að þrýsta á Joe Biden Bandaríkjaforseta að taka málið upp við Orban í Evrópureisu sinni í næstu viku. Rússnesk stjórnvöld samþykktu sambærileg lög árið 2013 en yfirlýst markmið þeirra var að banna „samkynhneigðan áróður“ gagnvart fólki yngri en átján ára. Samkvæmt þeim er bannað að hvetja til „samkynhneigðrar hegðunar“ á meðal barna. Orban og Fidesz-flokkur hans hafa sagst aðhyllast svonefnd „ófrjálslynt lýðræði“. Í forsætisráðherratíð Orban frá 2010 hefur landið hneigst sífellt lengra í átt að valdboði stjórnvalda. Þrengt hefur verið að óháðum fjölmiðlum þannig að þeir eru nú flestir á bandi Orban auk þess sem dómstólar landsins eru taldir undir hæl framkvæmdavaldsins.
Ungverjaland Hinsegin Tengdar fréttir Fidesz segir skilið við EPP á Evrópuþinginu Evrópuþingmenn ungverska stjórnarflokksins Fidesz hafa ákveðið að segja skilið við þinghóp kristilegra demókrata (EPP) á Evrópuþinginu. 3. mars 2021 12:40 Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Fidesz segir skilið við EPP á Evrópuþinginu Evrópuþingmenn ungverska stjórnarflokksins Fidesz hafa ákveðið að segja skilið við þinghóp kristilegra demókrata (EPP) á Evrópuþinginu. 3. mars 2021 12:40
Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23
Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52
Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent