Píratar sakaðir um að senda tundurskeyti inn í samningaviðræður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. júní 2021 11:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór fram á að frumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis yrði tekið á dagskrá. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði Pírata hafa sett þinglokasamninga í uppnám með þessu. vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata hafa sent tundurskeyti inn í samningaviðræður um þinglok með því að fara fram á umræðu um strandveiðifrumvarp formanns atvinnuveganefndar Alþingis. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld hafa logið að smábátasjómönnum þar sem minnihlutinn hafi verið sakaður um standa því í vegi. Mikil spenna er á Alþingi þar sem samningaviðræður um þinglok eru á viðkvæmu stigi. Þingfundur hófst með óhefðbundnum hætti í morgun þegar tekin var fyrir tillaga Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri Grænna og formanns atvinnuveganefndar Alþingis, um strandveiðar yrði tekið á dagskrá. Frumvarpið var lagt fram fyrir tveimur dögum og er því ætlað að tryggja að strandveiðar standi út ágúst en ljúki ekki mánuði fyrr. „Nú eru sex til sjö hundruð smábátasjómenn sem standa frammi fyrir mjög alvarlegu atvinnuleysi. Þannig málið er gott. En háttvirtur þingmaður Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið að spreða því um allan bæ að það sé á einhvern hátt stjórnarandstöðunni að kenna að málið komist ekki á dagskrá,“ sagði Helgi Hrafn og tók fyrir að svo væri. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelm Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ekki hægt að taka málið á dagskrá í miðjum þinglokaviðræðum, þar sem verið sé að semja um hvaða mál eigi að klára. „Mér finnst alveg fráleitt af Pírötum að vera senda þetta tundurskeyti inn í þinglokasamninga með þessum hætti til þess að raska málum. Það er auðvitað þannig að í þinglokasamningum er verið að semja um fjöldamörg mál, og verið að semja fjöldamörg mál út af borðinu sem hafa fengið umfjöllun í þinginu í allan vetur. Það leiðir af sjálfu sér að það er ekki hægt að klára allt saman og með því að stilla mönnum upp við vegg með þessum hætti eru þinglokasamningar settir í uppnám.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Pírata ekki vera koma samningaviðræðum í uppnám, heldur einungis að fara fram á að frumvarp frá stjórnarþingmanni, sem flokkurinn hafi verið sakaður um að standa í vegi fyrir, yrði tekið á dagskrá. „Og við erum að draga fram í dagsljósið að það var kjaftæði og lygi. Að logið var að smábátasjómönnum um stöðu þessa máls,“ sagði Andrés. Píratar vísuðu meðal annars í samtöl á Facebook þar sem þessar ásakanir komi fram. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, bar slíkt hins vegar af sér. „Ég læt ekki saka mig um það að ljúga að einum eða neinum. Það er ekki minn háttur,“ sagði Lilja Rafney. Tillaga Pírata um að taka frumvarpið á dagskrá var felld með þrjátíu atkvæðum gegn tíu. Alþingi Píratar Sjávarútvegur Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
Mikil spenna er á Alþingi þar sem samningaviðræður um þinglok eru á viðkvæmu stigi. Þingfundur hófst með óhefðbundnum hætti í morgun þegar tekin var fyrir tillaga Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri Grænna og formanns atvinnuveganefndar Alþingis, um strandveiðar yrði tekið á dagskrá. Frumvarpið var lagt fram fyrir tveimur dögum og er því ætlað að tryggja að strandveiðar standi út ágúst en ljúki ekki mánuði fyrr. „Nú eru sex til sjö hundruð smábátasjómenn sem standa frammi fyrir mjög alvarlegu atvinnuleysi. Þannig málið er gott. En háttvirtur þingmaður Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið að spreða því um allan bæ að það sé á einhvern hátt stjórnarandstöðunni að kenna að málið komist ekki á dagskrá,“ sagði Helgi Hrafn og tók fyrir að svo væri. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelm Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ekki hægt að taka málið á dagskrá í miðjum þinglokaviðræðum, þar sem verið sé að semja um hvaða mál eigi að klára. „Mér finnst alveg fráleitt af Pírötum að vera senda þetta tundurskeyti inn í þinglokasamninga með þessum hætti til þess að raska málum. Það er auðvitað þannig að í þinglokasamningum er verið að semja um fjöldamörg mál, og verið að semja fjöldamörg mál út af borðinu sem hafa fengið umfjöllun í þinginu í allan vetur. Það leiðir af sjálfu sér að það er ekki hægt að klára allt saman og með því að stilla mönnum upp við vegg með þessum hætti eru þinglokasamningar settir í uppnám.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Pírata ekki vera koma samningaviðræðum í uppnám, heldur einungis að fara fram á að frumvarp frá stjórnarþingmanni, sem flokkurinn hafi verið sakaður um að standa í vegi fyrir, yrði tekið á dagskrá. „Og við erum að draga fram í dagsljósið að það var kjaftæði og lygi. Að logið var að smábátasjómönnum um stöðu þessa máls,“ sagði Andrés. Píratar vísuðu meðal annars í samtöl á Facebook þar sem þessar ásakanir komi fram. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, bar slíkt hins vegar af sér. „Ég læt ekki saka mig um það að ljúga að einum eða neinum. Það er ekki minn háttur,“ sagði Lilja Rafney. Tillaga Pírata um að taka frumvarpið á dagskrá var felld með þrjátíu atkvæðum gegn tíu.
Alþingi Píratar Sjávarútvegur Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira