Herinn mun bólusetja spænsku landsliðsmennina fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 11:31 David De Gea og félagar í spænska landsliðinu hafa ekki getað æft saman í síðustu vikunni fyrir EM. EPA-EFE/Pablo Garcia Leikmenn spænska knattspyrnulandsliðsins munu allir fá bólusetningu fyrir Evrópumótið en tveir leikmenn hafa þegar fengið kórónuveiruna á síðustu dögum. Fyrirliðinn Sergio Busquets var sá fyrsti til að smitast og svo bættist varnarmaðurinn Diego Llorente í hópinn. Spænska liðið hefur verið í sóttkví síðan. Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, fékk það staðfest að leikmennirnir munu fá bólusetningu en smitið innan liðsins hefur sett allan undirbúning spænska liðsins í mikið uppnám. View this post on Instagram A post shared by RTVE Noticias (@rtvenoticias) Heilbrigðisráðuneytið samþykkti það loksins í gær, samkvæmt frétt RTVE, að liðið yrði bólusett en þá voru aðeins fimm dagar í fyrsta leik Spánverja á EM. Það var mikil pressa á þessa niðurstöðu frá bæði spænska knattspyrnusambandinu sem og frá mennta- og íþróttamálaráðuneytinu á Spáni. Margir gagnrýndu það að Ólympíufarar Spánar hefðu fengið bólusetningu en ekki EM-hópurinn. Spænska knattspyrnusambandið hefur verið að reyna að fá bólusetningu í tvo mánuði til að forðast það sem Spánverjar hafa þurft að ganga í gegnum síðustu daga. Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er einnig búinn að setja saman búbblu sem inniheldur sex aukaleikmenn eða þá Kepa Arrizabalaga, Raul Albiol, Rodrigo Moreno, Carlos Soler, Brais Mendez og Pablo Fornals. Enginn þeirra var í 24 manna hópnum en þeir eru til taks ef fleiri smitast í EM-hópnum. UPDATE: Army personnel will vaccinate the Spanish national team players after Diego Llorente and Sergio Busquets tested positive for coronavirus. The Health Ministry has approved the decision ahead of an upcoming Euro 2020 match in Seville https://t.co/nnDCJLmEPl— El País English Edition (@elpaisinenglish) June 9, 2021 Eftir að Diego Llorente smitaðist líka þó voru einnig ellefu leikmenn 21 ára landsliðsins kallaðir inn í þessa búbblu. Spænska A-landsliðið gat ekki spilað síðast æfingaleik sinn fyrir EM vegna smitanna en 21 árs landsliðið spilaði í staðinn og vann Litháen samt 4-0. Fyrsti leikur spænska liðsins er á heimavelli því þeir mæta þá Svíum í Sevilla á mánudaginn kemur en svo bíða leikir á móti Póllandi og Slóvakíu. Það er ekki ljós hvaða bóluefni spænska landsliðið fær, hvort þeir þurfa einn eða tvo skammta eða hvenær þeir verða sprautaðir. Það sem er öruggt samkvæmt frétt ESPN er að það verður spænski herinn sem mun bólusetja spænsku landsliðsmennina. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Spánn Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Fyrirliðinn Sergio Busquets var sá fyrsti til að smitast og svo bættist varnarmaðurinn Diego Llorente í hópinn. Spænska liðið hefur verið í sóttkví síðan. Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, fékk það staðfest að leikmennirnir munu fá bólusetningu en smitið innan liðsins hefur sett allan undirbúning spænska liðsins í mikið uppnám. View this post on Instagram A post shared by RTVE Noticias (@rtvenoticias) Heilbrigðisráðuneytið samþykkti það loksins í gær, samkvæmt frétt RTVE, að liðið yrði bólusett en þá voru aðeins fimm dagar í fyrsta leik Spánverja á EM. Það var mikil pressa á þessa niðurstöðu frá bæði spænska knattspyrnusambandinu sem og frá mennta- og íþróttamálaráðuneytinu á Spáni. Margir gagnrýndu það að Ólympíufarar Spánar hefðu fengið bólusetningu en ekki EM-hópurinn. Spænska knattspyrnusambandið hefur verið að reyna að fá bólusetningu í tvo mánuði til að forðast það sem Spánverjar hafa þurft að ganga í gegnum síðustu daga. Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er einnig búinn að setja saman búbblu sem inniheldur sex aukaleikmenn eða þá Kepa Arrizabalaga, Raul Albiol, Rodrigo Moreno, Carlos Soler, Brais Mendez og Pablo Fornals. Enginn þeirra var í 24 manna hópnum en þeir eru til taks ef fleiri smitast í EM-hópnum. UPDATE: Army personnel will vaccinate the Spanish national team players after Diego Llorente and Sergio Busquets tested positive for coronavirus. The Health Ministry has approved the decision ahead of an upcoming Euro 2020 match in Seville https://t.co/nnDCJLmEPl— El País English Edition (@elpaisinenglish) June 9, 2021 Eftir að Diego Llorente smitaðist líka þó voru einnig ellefu leikmenn 21 ára landsliðsins kallaðir inn í þessa búbblu. Spænska A-landsliðið gat ekki spilað síðast æfingaleik sinn fyrir EM vegna smitanna en 21 árs landsliðið spilaði í staðinn og vann Litháen samt 4-0. Fyrsti leikur spænska liðsins er á heimavelli því þeir mæta þá Svíum í Sevilla á mánudaginn kemur en svo bíða leikir á móti Póllandi og Slóvakíu. Það er ekki ljós hvaða bóluefni spænska landsliðið fær, hvort þeir þurfa einn eða tvo skammta eða hvenær þeir verða sprautaðir. Það sem er öruggt samkvæmt frétt ESPN er að það verður spænski herinn sem mun bólusetja spænsku landsliðsmennina. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Spánn Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira