Herinn mun bólusetja spænsku landsliðsmennina fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 11:31 David De Gea og félagar í spænska landsliðinu hafa ekki getað æft saman í síðustu vikunni fyrir EM. EPA-EFE/Pablo Garcia Leikmenn spænska knattspyrnulandsliðsins munu allir fá bólusetningu fyrir Evrópumótið en tveir leikmenn hafa þegar fengið kórónuveiruna á síðustu dögum. Fyrirliðinn Sergio Busquets var sá fyrsti til að smitast og svo bættist varnarmaðurinn Diego Llorente í hópinn. Spænska liðið hefur verið í sóttkví síðan. Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, fékk það staðfest að leikmennirnir munu fá bólusetningu en smitið innan liðsins hefur sett allan undirbúning spænska liðsins í mikið uppnám. View this post on Instagram A post shared by RTVE Noticias (@rtvenoticias) Heilbrigðisráðuneytið samþykkti það loksins í gær, samkvæmt frétt RTVE, að liðið yrði bólusett en þá voru aðeins fimm dagar í fyrsta leik Spánverja á EM. Það var mikil pressa á þessa niðurstöðu frá bæði spænska knattspyrnusambandinu sem og frá mennta- og íþróttamálaráðuneytinu á Spáni. Margir gagnrýndu það að Ólympíufarar Spánar hefðu fengið bólusetningu en ekki EM-hópurinn. Spænska knattspyrnusambandið hefur verið að reyna að fá bólusetningu í tvo mánuði til að forðast það sem Spánverjar hafa þurft að ganga í gegnum síðustu daga. Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er einnig búinn að setja saman búbblu sem inniheldur sex aukaleikmenn eða þá Kepa Arrizabalaga, Raul Albiol, Rodrigo Moreno, Carlos Soler, Brais Mendez og Pablo Fornals. Enginn þeirra var í 24 manna hópnum en þeir eru til taks ef fleiri smitast í EM-hópnum. UPDATE: Army personnel will vaccinate the Spanish national team players after Diego Llorente and Sergio Busquets tested positive for coronavirus. The Health Ministry has approved the decision ahead of an upcoming Euro 2020 match in Seville https://t.co/nnDCJLmEPl— El País English Edition (@elpaisinenglish) June 9, 2021 Eftir að Diego Llorente smitaðist líka þó voru einnig ellefu leikmenn 21 ára landsliðsins kallaðir inn í þessa búbblu. Spænska A-landsliðið gat ekki spilað síðast æfingaleik sinn fyrir EM vegna smitanna en 21 árs landsliðið spilaði í staðinn og vann Litháen samt 4-0. Fyrsti leikur spænska liðsins er á heimavelli því þeir mæta þá Svíum í Sevilla á mánudaginn kemur en svo bíða leikir á móti Póllandi og Slóvakíu. Það er ekki ljós hvaða bóluefni spænska landsliðið fær, hvort þeir þurfa einn eða tvo skammta eða hvenær þeir verða sprautaðir. Það sem er öruggt samkvæmt frétt ESPN er að það verður spænski herinn sem mun bólusetja spænsku landsliðsmennina. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Spánn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Fyrirliðinn Sergio Busquets var sá fyrsti til að smitast og svo bættist varnarmaðurinn Diego Llorente í hópinn. Spænska liðið hefur verið í sóttkví síðan. Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, fékk það staðfest að leikmennirnir munu fá bólusetningu en smitið innan liðsins hefur sett allan undirbúning spænska liðsins í mikið uppnám. View this post on Instagram A post shared by RTVE Noticias (@rtvenoticias) Heilbrigðisráðuneytið samþykkti það loksins í gær, samkvæmt frétt RTVE, að liðið yrði bólusett en þá voru aðeins fimm dagar í fyrsta leik Spánverja á EM. Það var mikil pressa á þessa niðurstöðu frá bæði spænska knattspyrnusambandinu sem og frá mennta- og íþróttamálaráðuneytinu á Spáni. Margir gagnrýndu það að Ólympíufarar Spánar hefðu fengið bólusetningu en ekki EM-hópurinn. Spænska knattspyrnusambandið hefur verið að reyna að fá bólusetningu í tvo mánuði til að forðast það sem Spánverjar hafa þurft að ganga í gegnum síðustu daga. Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique er einnig búinn að setja saman búbblu sem inniheldur sex aukaleikmenn eða þá Kepa Arrizabalaga, Raul Albiol, Rodrigo Moreno, Carlos Soler, Brais Mendez og Pablo Fornals. Enginn þeirra var í 24 manna hópnum en þeir eru til taks ef fleiri smitast í EM-hópnum. UPDATE: Army personnel will vaccinate the Spanish national team players after Diego Llorente and Sergio Busquets tested positive for coronavirus. The Health Ministry has approved the decision ahead of an upcoming Euro 2020 match in Seville https://t.co/nnDCJLmEPl— El País English Edition (@elpaisinenglish) June 9, 2021 Eftir að Diego Llorente smitaðist líka þó voru einnig ellefu leikmenn 21 ára landsliðsins kallaðir inn í þessa búbblu. Spænska A-landsliðið gat ekki spilað síðast æfingaleik sinn fyrir EM vegna smitanna en 21 árs landsliðið spilaði í staðinn og vann Litháen samt 4-0. Fyrsti leikur spænska liðsins er á heimavelli því þeir mæta þá Svíum í Sevilla á mánudaginn kemur en svo bíða leikir á móti Póllandi og Slóvakíu. Það er ekki ljós hvaða bóluefni spænska landsliðið fær, hvort þeir þurfa einn eða tvo skammta eða hvenær þeir verða sprautaðir. Það sem er öruggt samkvæmt frétt ESPN er að það verður spænski herinn sem mun bólusetja spænsku landsliðsmennina. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Spánn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira