Stjörnumenn þurfa að laga vandræða leikhlutann sinn ætli þeir í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2021 14:31 Callum Reese Lawson skoraði 9 stig í þriðja leikhluta í síðasta leik og hér er hann að losa sig frá Austin James Brodeur í síðasta leik liðanna í Garðabænum. Vísir/Bára Stjörnumenn berjast fyrir lífi sínu í úrslitakeppni Domino's deild karla í körfubolta í kvöld en Þórsarar geta þá sent Garðbæinga í sumarfrí og tryggt sér sæti í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Þór vann síðasta leik liðanna mjög sannfærandi með 23 stiga mun þar sem Þorlákshafnarmenn hittu úr 60% þriggja stiga skota sinna og settu alls 115 stig á töfluna. Þetta var fjórði sigur Þórsara í fimm leikjum á móti Stjörnunni á tímabilinu. Eina tapið kom í leik eitt í þessu undanúrslitaeinvígi en Garðbæingar sóttu þá sigur á útivöll. Þórsarar hafa svarað með tveimur sigrum í röð og geta nú klárað einvígið í kvöld. Það er auðvitað ýmislegt sem Stjörnuliðið þarf að laga eftir skellinn í síðasta leik en það er þó sérstaklega einn leikhluti sem hefur farið afar illa með liðið á móti Þór. Stjarnan var í þriðja sæti yfir besta nettó í þriðja leikhluta í deildinni í vetur og vann hann með samtals 18 stigum í einvíginu á móti Grindavík sem var það besta í átta liða úrslitunum. Leikirnir á móti Þór eru allt önnur saga. Yfirburðir Þórsliðsins í einum leikhluta í þessum fimm leikjum liðanna eru sláandi. Hálfleiksræður Arnar Guðjónssonar hafa nefnilega ekki borið mikinn árangur en á sama tíma hefur Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, hins vegar náð að kveikja í sínum mönnum og breyta rétt. Þórsarar hafa unnið þriðja leikhlutann með samtals 38 stigum í þessum fimm leikjum eða með 7,6 stigum að meðaltali. Þeir eru að skora 25,6 stig að meðaltali á móti 18,0 stigum frá Stjörnunni. Þórsarar hafa unnið þriðja leikhluta í öllum leikjunum fimm en eini tapleikurinn sker sig þó aðeins úr. Eini sigurleikur Stjörnunnar á móti Þór kom í leik sem þeir töpuðu þriðja leikhlutanum bara með einu stigi. Þór hefur unnið þriðja leikhlutann í hinum fjórum leikjunum með sex stigum eða meira. Í raun má segja að Þórsaliðið hafi hlaupið yfir Stjörnumenn í seinni hálfleik í vetur. Stjarnan hefur unnið fyrri hálfleik leikja liðanna með samanlagt 11 stigum en Þórsarar hafa aftur á móti unnið seinni hálfleikina með 49 stigum. Auðvitað á þriðji leikhlutinn stærstan hlut í viðsnúningi Þórsliðsins en Stjörnumenn hafa hreinlega átt fá svör við tempó Þórsliðsins eftir hlé. Leikur Stjörnunnar og Þórs í kvöld hefst klukkan 20.15 og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hjá Domino's Körfuboltakvöldi hefst klukkan 19.45 og strax á eftir leiknum verður hann gerður upp í Domino's Körfuboltakvöldi á sömu stöð. Nettó eftir leikhlutum í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: 1. leikhluti: Stjarnan +3 2. leikhluti: Stjarnan +8 3. leikhluti: Þór Þorl. +38 4. leikhluti: Þór Þorl. +11 - Þórsarar eru 38 stig í plús í heildarnettó sem er einmitt forskot liðsins í þriðja leikhluta. Þriðji leikhluti í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: Deildarleikur eitt í Garðabæ: Þór Þorl. +8 Deildarleikur tvö í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +15 Úrslitakeppni, leikur eitt í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +1 Úrslitakeppni, leikur tvö í Garðabæ: Þór Þorl. +6 Úrslitakeppni, leikur þrjú í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +8 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Stjarnan Þór Þorlákshöfn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Þór vann síðasta leik liðanna mjög sannfærandi með 23 stiga mun þar sem Þorlákshafnarmenn hittu úr 60% þriggja stiga skota sinna og settu alls 115 stig á töfluna. Þetta var fjórði sigur Þórsara í fimm leikjum á móti Stjörnunni á tímabilinu. Eina tapið kom í leik eitt í þessu undanúrslitaeinvígi en Garðbæingar sóttu þá sigur á útivöll. Þórsarar hafa svarað með tveimur sigrum í röð og geta nú klárað einvígið í kvöld. Það er auðvitað ýmislegt sem Stjörnuliðið þarf að laga eftir skellinn í síðasta leik en það er þó sérstaklega einn leikhluti sem hefur farið afar illa með liðið á móti Þór. Stjarnan var í þriðja sæti yfir besta nettó í þriðja leikhluta í deildinni í vetur og vann hann með samtals 18 stigum í einvíginu á móti Grindavík sem var það besta í átta liða úrslitunum. Leikirnir á móti Þór eru allt önnur saga. Yfirburðir Þórsliðsins í einum leikhluta í þessum fimm leikjum liðanna eru sláandi. Hálfleiksræður Arnar Guðjónssonar hafa nefnilega ekki borið mikinn árangur en á sama tíma hefur Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, hins vegar náð að kveikja í sínum mönnum og breyta rétt. Þórsarar hafa unnið þriðja leikhlutann með samtals 38 stigum í þessum fimm leikjum eða með 7,6 stigum að meðaltali. Þeir eru að skora 25,6 stig að meðaltali á móti 18,0 stigum frá Stjörnunni. Þórsarar hafa unnið þriðja leikhluta í öllum leikjunum fimm en eini tapleikurinn sker sig þó aðeins úr. Eini sigurleikur Stjörnunnar á móti Þór kom í leik sem þeir töpuðu þriðja leikhlutanum bara með einu stigi. Þór hefur unnið þriðja leikhlutann í hinum fjórum leikjunum með sex stigum eða meira. Í raun má segja að Þórsaliðið hafi hlaupið yfir Stjörnumenn í seinni hálfleik í vetur. Stjarnan hefur unnið fyrri hálfleik leikja liðanna með samanlagt 11 stigum en Þórsarar hafa aftur á móti unnið seinni hálfleikina með 49 stigum. Auðvitað á þriðji leikhlutinn stærstan hlut í viðsnúningi Þórsliðsins en Stjörnumenn hafa hreinlega átt fá svör við tempó Þórsliðsins eftir hlé. Leikur Stjörnunnar og Þórs í kvöld hefst klukkan 20.15 og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hjá Domino's Körfuboltakvöldi hefst klukkan 19.45 og strax á eftir leiknum verður hann gerður upp í Domino's Körfuboltakvöldi á sömu stöð. Nettó eftir leikhlutum í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: 1. leikhluti: Stjarnan +3 2. leikhluti: Stjarnan +8 3. leikhluti: Þór Þorl. +38 4. leikhluti: Þór Þorl. +11 - Þórsarar eru 38 stig í plús í heildarnettó sem er einmitt forskot liðsins í þriðja leikhluta. Þriðji leikhluti í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: Deildarleikur eitt í Garðabæ: Þór Þorl. +8 Deildarleikur tvö í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +15 Úrslitakeppni, leikur eitt í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +1 Úrslitakeppni, leikur tvö í Garðabæ: Þór Þorl. +6 Úrslitakeppni, leikur þrjú í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +8 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Nettó eftir leikhlutum í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: 1. leikhluti: Stjarnan +3 2. leikhluti: Stjarnan +8 3. leikhluti: Þór Þorl. +38 4. leikhluti: Þór Þorl. +11 - Þórsarar eru 38 stig í plús í heildarnettó sem er einmitt forskot liðsins í þriðja leikhluta. Þriðji leikhluti í fimm leikjum Þórs og Stjörnunnar i vetur: Deildarleikur eitt í Garðabæ: Þór Þorl. +8 Deildarleikur tvö í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +15 Úrslitakeppni, leikur eitt í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +1 Úrslitakeppni, leikur tvö í Garðabæ: Þór Þorl. +6 Úrslitakeppni, leikur þrjú í Þorlákshöfn: Þór Þorl. +8
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Stjarnan Þór Þorlákshöfn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira