Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2021 18:31 Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig. Hinn tvítugi Nathaniel Veltman íbúi í bænum London í Ontario ríki í Kanada er í haldi lögreglu eftir að hafa ekið á palbíl á fimm fjölskyldumeðlimi í miðbænum á sunnudag. Þau sem létust voru Salman Afzal, Madiha eiginkona hans, Yumna 15 dóttir þeirra og sjötíu og fjögurra ára amma hennar sem ekki hefur verið nafngreind. Ungur drengur sem nefndur hefur verið Fayez slasaðist lífshættulega og er á sjúkrahúsi. Justin Trudeau forsætisráðherra segir Kanadamenn aldrei mega venjast hatursglæpum.Abdulhamid Hosbas/Anadolu Agency via Getty Images Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada ávarpaði neðri deild kanadíska þingsins í dag vegna málsins. „Þau voru myrt með grimmlegum, huglausum og svívirðilegum hætti. Þessi morð voru ekki tilviljun heldur hryðjuverkaárás framin á grunni haturs og heiftar í hjarta eins af samfélögum okkar,“ sagði Trudeau. Fjöldi fólks sótti minningarathöfn í bænum London í gær um þau sem féllu í morðárásinni í bænum á sunnudag.Brett Gundlock/Anadolu Agency via Getty Images Hin myrtu voru muslimatrúar og sagði Trudeau kanadísku þjóðina aldrei mega venjast hatursglæpum sem þessum. Ekki væri nóg að segja að nú væri nóg komið, heldur þyrfti að grípa til aðgerða. Morðinginn í London væri ekki fulltrúi kanadísku þjóðarinnar sem vissi að styrk væri að finna í friði en ekki hatri. „En við vitum líka að við verðum að horfast í augu við sannleikann. Hatur og ofbeldi fyrirfinnst í landi okkar hvort sem það er á götum úti, á Netinu eða annars staðar. Á meðan það þrífst höfum við verk að vinna,“ sagði Justin Trudeau. Kanada Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Hinn tvítugi Nathaniel Veltman íbúi í bænum London í Ontario ríki í Kanada er í haldi lögreglu eftir að hafa ekið á palbíl á fimm fjölskyldumeðlimi í miðbænum á sunnudag. Þau sem létust voru Salman Afzal, Madiha eiginkona hans, Yumna 15 dóttir þeirra og sjötíu og fjögurra ára amma hennar sem ekki hefur verið nafngreind. Ungur drengur sem nefndur hefur verið Fayez slasaðist lífshættulega og er á sjúkrahúsi. Justin Trudeau forsætisráðherra segir Kanadamenn aldrei mega venjast hatursglæpum.Abdulhamid Hosbas/Anadolu Agency via Getty Images Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada ávarpaði neðri deild kanadíska þingsins í dag vegna málsins. „Þau voru myrt með grimmlegum, huglausum og svívirðilegum hætti. Þessi morð voru ekki tilviljun heldur hryðjuverkaárás framin á grunni haturs og heiftar í hjarta eins af samfélögum okkar,“ sagði Trudeau. Fjöldi fólks sótti minningarathöfn í bænum London í gær um þau sem féllu í morðárásinni í bænum á sunnudag.Brett Gundlock/Anadolu Agency via Getty Images Hin myrtu voru muslimatrúar og sagði Trudeau kanadísku þjóðina aldrei mega venjast hatursglæpum sem þessum. Ekki væri nóg að segja að nú væri nóg komið, heldur þyrfti að grípa til aðgerða. Morðinginn í London væri ekki fulltrúi kanadísku þjóðarinnar sem vissi að styrk væri að finna í friði en ekki hatri. „En við vitum líka að við verðum að horfast í augu við sannleikann. Hatur og ofbeldi fyrirfinnst í landi okkar hvort sem það er á götum úti, á Netinu eða annars staðar. Á meðan það þrífst höfum við verk að vinna,“ sagði Justin Trudeau.
Kanada Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira