Ekkert bendir til netárásar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júní 2021 11:32 Guðmundur segir áhrif bilunarinnar áhyggjuefni. Mikilvægt sé að setja ekki öll eggin í sömu körfu. Vísir/Samsett Bilun hjá fyrirtækinu Fastly olli því að mikill fjöldi vefsíðna lá niðri um heim allan í morgun. Forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunnar segir bilunina áhyggjuefni. Mörgum var eflaust brugðið í morgun þegar þeir ætluðu að lesa fréttir breska ríkisútvarpsins, horfa á streymi á Twitch eða versla á Amazon enda lágu vefsíðurnar niðri, líkt og gríðarlegur fjöldi annarra. Vefsíðurnar eru nú flestar komnar upp á nýjan leik en svo virðist sem bilun hjá fyrirtækinu Fastly, svokallaðri framendaspeglunarþjónustu, hafi orðið til þess að vefsíðurnar hafi ekki getað náð í efnið sem þær eiga að veita. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar, segir fjölmargar stórar vefsíður á heimsvísu nýta sér þjónustu Fastly. Viðbrögðin við árás væru allt önnur „Það er ekkert sem bendir til þess að um árás sé að ræða. Fastly hafa látið vita hver staðan er og tilkynntu á Reddit rétt fyrir klukkan 11 að þeir hafi fundið út úr því hver bilunin er og væru að innleiða úrlausn á þeirri bilun,“ segir Guðmundur. Viðbrögðin væru önnur ef árás hefði valdið röskuninni. Hann segir þó áhyggjuefni að bilun hjá einu fyrirtæki valdi svona miklum truflunum á heimsvísu. „Það er mikilvægt fyrir þá sem eru að sinna framendaþjónustu á vefnum og eru með þessi þjónustuframboð á internetinu að ef vefsíðan er að notfæra sér framspeglunarþjónustu, eins og Fastly býður upp á, að hugsa um umfremdina, eða redundancy. Þetta gamla góða með að setja ekki öll eggin í sömu körfuna,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. Tækni Fjarskipti Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Mörgum var eflaust brugðið í morgun þegar þeir ætluðu að lesa fréttir breska ríkisútvarpsins, horfa á streymi á Twitch eða versla á Amazon enda lágu vefsíðurnar niðri, líkt og gríðarlegur fjöldi annarra. Vefsíðurnar eru nú flestar komnar upp á nýjan leik en svo virðist sem bilun hjá fyrirtækinu Fastly, svokallaðri framendaspeglunarþjónustu, hafi orðið til þess að vefsíðurnar hafi ekki getað náð í efnið sem þær eiga að veita. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar, segir fjölmargar stórar vefsíður á heimsvísu nýta sér þjónustu Fastly. Viðbrögðin við árás væru allt önnur „Það er ekkert sem bendir til þess að um árás sé að ræða. Fastly hafa látið vita hver staðan er og tilkynntu á Reddit rétt fyrir klukkan 11 að þeir hafi fundið út úr því hver bilunin er og væru að innleiða úrlausn á þeirri bilun,“ segir Guðmundur. Viðbrögðin væru önnur ef árás hefði valdið röskuninni. Hann segir þó áhyggjuefni að bilun hjá einu fyrirtæki valdi svona miklum truflunum á heimsvísu. „Það er mikilvægt fyrir þá sem eru að sinna framendaþjónustu á vefnum og eru með þessi þjónustuframboð á internetinu að ef vefsíðan er að notfæra sér framspeglunarþjónustu, eins og Fastly býður upp á, að hugsa um umfremdina, eða redundancy. Þetta gamla góða með að setja ekki öll eggin í sömu körfuna,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS.
Tækni Fjarskipti Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira