Tilvik um skaða vegna óvarlegrar notkunar ilmkjarnaolíu á heimilum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. júní 2021 16:30 Ilmkjarnaolíur má finna bæði á netinu og í verslunum hér á landi. Getty Á síðustu árum hafa vinsældir ilmkjarnaolía aukist mikið en það er þó ýmislegt sem þarf að hafa í huga varðandi notkun þeirra. Heiða Björk Sturludóttir er sagnfræðingur og umhverfisfræðingur og Melanie L. Gravette, MBA og ilmkjarnaolíufræðingur skrifuðu ítarlega skoðanagrein á Vísi um ilmkjarnaolíur og notkun þeirra. „Almenningur notar olíurnar í auknum mæli til að bæta ilm í híbýlum, útí vatnið í þvottavélinni, sem áburð á frunsur og bólur, til slökunar eða sem skordýrafælu, svo eitthvað sé nefnt. Talsvert er einnig um það að almenningur taki olíurnar inn, og er það, ásamt annarri óvarlegri notkun, ástæða þessara greinaskrifa. En, þau eru ófá tilvikin þar sem skaði hefur hlotist af óvarlegri notkun IO [ilmkjarnaolía] enda getur sama magn olíunnar innihaldið fimmtíu til hundrað sinnum meira af hinum virku efnum en jurtin sjálf.“ Þær segja að olíurnar þurfi líka að umgangast af virðingu þar sem um dýrmæta náttúruauðlind sé að ræða. „Óhófleg notkun hefur í för með sér mikinn ágang á jurtirnar og eru dæmi um að vinsælir framleiðendur brjóti lög til að verða sér úti um fágætar jurtir til olíugerðar.“ Það þarf yfirleitt mikið magn af jurt til að framleiða örfáa dropa af ilmkjarnaolíu. Sem dæmi nefna þær að búlgarskur framleiðandi þurfi 40 til 80 kíló af rósablöðum fyrir eina litla 10 gramma flösku af ilmkjarnaolíu. Heiða Björk Sturludóttir, DipNNT næringarþerapisti og AWC Ayurvedaráðgjafi Melanie L. Gravette, MBA, ilmkjarnaolíufræðingur, meðlimur í International Federation of Professional Aromatherapists (IFPA) Vellíðan á líkama og sál „Ef olíurnar eru notaðar af þekkingu geta þær ýtt undir vellíðan á líkama og sál. Mikill fjöldi klínískra rannsókna hefur sýnt fram á jákvæða virkni olíanna gegn kvíða, þunglyndi, iðraólgu, streitu, verkjum, bólgum, sýkingum, svefnleysi svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur verið sýnt fram á virkni þeirra á heilann og áhrif á tilfinningar.“ Hér fyrir neðan má finna nokkur ráð varðandi ilmkjarnaolíur frá Heiðu Björk og Melanie en ítarlega grein þeirra ásamt heimildaskrá má lesa í heild sinni hér á Vísi. „Aldrei er mælt með því að olíurnar séu settar út í drykk svo sem vatn eða djúsa. Það er vegna þess að olía og vatn blandast ekki og olíurnar leggjast því óþynntar að viðkvæmri slímhúð, munns, koks, vélinda og maga.“ Óvarleg notkun ilmkjarnaolíu getur valdið aukaverkunum eins og brjóstsviða, ógleði, magaverkjum, særindum í hálsi og útbrotum á húð svo fátt eitt sé nefnt. Flest tilfellin orsakast af því að olía var borin óþynnt á húð eða innbyrt. Þær benda á að það sé eins með þetta og annað sem er skaðlegt heilsunni; skaðinn sýnir sig ekki alltaf strax, heldur getur safnast upp á mörgum árum þar til eitthvað gefur sig. Getty/Isabel Pavia Notkun á ilmkjarnaolíum Olíur bornar á húð. Að bera olíurnar óþynntar á húð felur í sér áhættu þar sem þær eru mjög sterkar. Til þess að koma í veg fyrir ertingu á húð eða ofnæmisviðbrögð þarf að blanda IO saman við burðarolíu eins og kókos-, möndlu- eða aðra olíu og nota aðeins það magn af IO sem þörf er á. Ilmkjarnaolíur blandast ekki við vatn eins og í baði eða heitum potti. Í stað þess að setja IO beint út í baðvatnið ætti að blanda þeim fyrst saman við hentugan burðarvökva. Olían tekin inn er skilgreint sem notkun til lækninga og heyrir undir þá ilmkjarnaolíufræðinga sem hafa læknis- eða lyfjafræðibakgrunn. Flest tilvik alvarlegrar eitrunar af völdum ilmkjarnaolía eru vegna þess að olían var gleypt eða drukkin. Innöndun og ilmolíudreifarar. Þegar IO er dreift í sérstökum lömpum eða ilmolíudreifurum er öruggara og áhrifaríkara að dreifa olíunum með hléum því líkamar okkar verða fljótt vanir olíunum og þá minnka áhrifin. Dreifa má olíunni í 30-60 mín og slökkva í 30-60 mín. Gæta þess að lofta vel um rýmið t.d. með því að opna glugga. Ef IO er andað að sér yfir gufu á ekki að anda þeim að í meira en 15-20 mínútur. Börn og aldraðir. Húð barna og aldraðra er þunn og getur þ.a.l. drukkið í sig meira af IO en húð flestra heilbrigðra fullorðinna. Líkamar barna og aldraðra eiga oft erfiðara með vinna úr hugsanlegum neikvæðum afleiðingum IO. Því þarf að þynna olíurnar meira fyrir þennan hóp. Sem meginregla er best að nota olíurnar ekki á börn undir 5 ára aldri og gæta mikillar varúðar með eldri börn og aldraða. Gæludýrin okkar eru margfalt viðkvæmari en mannfólkið fyrir olíunum. Karen Williams, hjúkrunafræðingur, ilmkjarnaolíufræðingur og kennari, setur fram nokkrar meginreglur varðandi gæludýr og notkun olíanna á þau eða í nálægð þeirra. Ekki dreifa IO í litlum rýmum þar sem dýrið hefur ekki flóttaleið. Ekki nota IO sem dýrið virðist ekki kunna við eða reynir að komast í burtu frá. Ekki setja IO í mat dýranna. Ekki nota IO (þynntar eða óþynntar) á feld eða húð dýranna. Tilfelli þar sem ráðið er frá því að nota olíurnar. Í þeim tilfellum þar sem um er að ræða króníska sjúkdóma, húðvandamál, meðgöngu eða brjóstagjöf, notkun lyfja eða þegar vafi ríkir um hugsanleg sjúkdómseinkenni skal leita ráðgjafar hjá viðeigandi sérfræðingi í ilmkjarnaolíufræðum. Hægt er að lesa greinina í heild sinni á Vísi undir Skoðun. Heilsa Hús og heimili Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Heiða Björk Sturludóttir er sagnfræðingur og umhverfisfræðingur og Melanie L. Gravette, MBA og ilmkjarnaolíufræðingur skrifuðu ítarlega skoðanagrein á Vísi um ilmkjarnaolíur og notkun þeirra. „Almenningur notar olíurnar í auknum mæli til að bæta ilm í híbýlum, útí vatnið í þvottavélinni, sem áburð á frunsur og bólur, til slökunar eða sem skordýrafælu, svo eitthvað sé nefnt. Talsvert er einnig um það að almenningur taki olíurnar inn, og er það, ásamt annarri óvarlegri notkun, ástæða þessara greinaskrifa. En, þau eru ófá tilvikin þar sem skaði hefur hlotist af óvarlegri notkun IO [ilmkjarnaolía] enda getur sama magn olíunnar innihaldið fimmtíu til hundrað sinnum meira af hinum virku efnum en jurtin sjálf.“ Þær segja að olíurnar þurfi líka að umgangast af virðingu þar sem um dýrmæta náttúruauðlind sé að ræða. „Óhófleg notkun hefur í för með sér mikinn ágang á jurtirnar og eru dæmi um að vinsælir framleiðendur brjóti lög til að verða sér úti um fágætar jurtir til olíugerðar.“ Það þarf yfirleitt mikið magn af jurt til að framleiða örfáa dropa af ilmkjarnaolíu. Sem dæmi nefna þær að búlgarskur framleiðandi þurfi 40 til 80 kíló af rósablöðum fyrir eina litla 10 gramma flösku af ilmkjarnaolíu. Heiða Björk Sturludóttir, DipNNT næringarþerapisti og AWC Ayurvedaráðgjafi Melanie L. Gravette, MBA, ilmkjarnaolíufræðingur, meðlimur í International Federation of Professional Aromatherapists (IFPA) Vellíðan á líkama og sál „Ef olíurnar eru notaðar af þekkingu geta þær ýtt undir vellíðan á líkama og sál. Mikill fjöldi klínískra rannsókna hefur sýnt fram á jákvæða virkni olíanna gegn kvíða, þunglyndi, iðraólgu, streitu, verkjum, bólgum, sýkingum, svefnleysi svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur verið sýnt fram á virkni þeirra á heilann og áhrif á tilfinningar.“ Hér fyrir neðan má finna nokkur ráð varðandi ilmkjarnaolíur frá Heiðu Björk og Melanie en ítarlega grein þeirra ásamt heimildaskrá má lesa í heild sinni hér á Vísi. „Aldrei er mælt með því að olíurnar séu settar út í drykk svo sem vatn eða djúsa. Það er vegna þess að olía og vatn blandast ekki og olíurnar leggjast því óþynntar að viðkvæmri slímhúð, munns, koks, vélinda og maga.“ Óvarleg notkun ilmkjarnaolíu getur valdið aukaverkunum eins og brjóstsviða, ógleði, magaverkjum, særindum í hálsi og útbrotum á húð svo fátt eitt sé nefnt. Flest tilfellin orsakast af því að olía var borin óþynnt á húð eða innbyrt. Þær benda á að það sé eins með þetta og annað sem er skaðlegt heilsunni; skaðinn sýnir sig ekki alltaf strax, heldur getur safnast upp á mörgum árum þar til eitthvað gefur sig. Getty/Isabel Pavia Notkun á ilmkjarnaolíum Olíur bornar á húð. Að bera olíurnar óþynntar á húð felur í sér áhættu þar sem þær eru mjög sterkar. Til þess að koma í veg fyrir ertingu á húð eða ofnæmisviðbrögð þarf að blanda IO saman við burðarolíu eins og kókos-, möndlu- eða aðra olíu og nota aðeins það magn af IO sem þörf er á. Ilmkjarnaolíur blandast ekki við vatn eins og í baði eða heitum potti. Í stað þess að setja IO beint út í baðvatnið ætti að blanda þeim fyrst saman við hentugan burðarvökva. Olían tekin inn er skilgreint sem notkun til lækninga og heyrir undir þá ilmkjarnaolíufræðinga sem hafa læknis- eða lyfjafræðibakgrunn. Flest tilvik alvarlegrar eitrunar af völdum ilmkjarnaolía eru vegna þess að olían var gleypt eða drukkin. Innöndun og ilmolíudreifarar. Þegar IO er dreift í sérstökum lömpum eða ilmolíudreifurum er öruggara og áhrifaríkara að dreifa olíunum með hléum því líkamar okkar verða fljótt vanir olíunum og þá minnka áhrifin. Dreifa má olíunni í 30-60 mín og slökkva í 30-60 mín. Gæta þess að lofta vel um rýmið t.d. með því að opna glugga. Ef IO er andað að sér yfir gufu á ekki að anda þeim að í meira en 15-20 mínútur. Börn og aldraðir. Húð barna og aldraðra er þunn og getur þ.a.l. drukkið í sig meira af IO en húð flestra heilbrigðra fullorðinna. Líkamar barna og aldraðra eiga oft erfiðara með vinna úr hugsanlegum neikvæðum afleiðingum IO. Því þarf að þynna olíurnar meira fyrir þennan hóp. Sem meginregla er best að nota olíurnar ekki á börn undir 5 ára aldri og gæta mikillar varúðar með eldri börn og aldraða. Gæludýrin okkar eru margfalt viðkvæmari en mannfólkið fyrir olíunum. Karen Williams, hjúkrunafræðingur, ilmkjarnaolíufræðingur og kennari, setur fram nokkrar meginreglur varðandi gæludýr og notkun olíanna á þau eða í nálægð þeirra. Ekki dreifa IO í litlum rýmum þar sem dýrið hefur ekki flóttaleið. Ekki nota IO sem dýrið virðist ekki kunna við eða reynir að komast í burtu frá. Ekki setja IO í mat dýranna. Ekki nota IO (þynntar eða óþynntar) á feld eða húð dýranna. Tilfelli þar sem ráðið er frá því að nota olíurnar. Í þeim tilfellum þar sem um er að ræða króníska sjúkdóma, húðvandamál, meðgöngu eða brjóstagjöf, notkun lyfja eða þegar vafi ríkir um hugsanleg sjúkdómseinkenni skal leita ráðgjafar hjá viðeigandi sérfræðingi í ilmkjarnaolíufræðum. Hægt er að lesa greinina í heild sinni á Vísi undir Skoðun.
Heilsa Hús og heimili Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira