„Bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun“ Atli Arason skrifar 7. júní 2021 23:53 Hörður Axel Vilhjálmsson. Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var glaður yfir sigri á KR í kvöld, sigri sem fleytti Keflavík í úrslita rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. „Við vorum virkilega solid í dag. Við byrjuðum mjög sterkt sem við lögðum mikla áherslu á að við þurftum að koma út mjög ákveðnir af því við vissum að þeir voru að berjast fyrir lífinu sínu. Við ætluðum að setja tóninn sem við náðum heldur betur að gera,“ sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik en sterk byrjun Keflavíkur var lykill að sigri þeirra í dag en heimamenn leiddu leikinn frá upphafi til enda. „Þetta var eitthvað sem við lögðum upp með en við bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun. Við erum búnir að bæta það mikið frá því í fyrra að þegar við náum forskoti að halda því og vita hverjum við erum að leita af og halda forskotinu, sem við gerðum þrusu vel í dag.“ Stuðningur úr troðfullri stúku í Keflavík var hreint út sagt magnaður og Hörður var hálf orðlaus yfir þeim stuðning sem heimamenn fengu í kvöld. „Ég hef eiginlega ekki orð yfir þessu. Þetta er bara stórkostlegt og ógeðslega gaman. Ég sast niður í upphitun og í hálfleik og horfði bara upp í stúku til að reyna að taka þetta allt inn og leyfa mér að njóta þess að vera hérna,“ svaraði Hörður aðspurður út í stuðninginn úr stúkunni Sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að liðið hefur farið í gegnum heila 500 daga án þess að tapa leik á heimavelli. Ef þessi heimavallar sigurganga heldur áfram er augljóst að liðið endar uppi með þann stóra. Hörður vildi þó ekki fara fram úr sér. „Við tökum bara einn leik í einu. Það er það sem hefur skapað þetta fyrir okkur, við erum ekkert að fara fram úr sjálfum okkur og við erum ekkert að fara of hátt eða of lágt. Við erum með okkar markmið og við vitum hver þau eru. Á sama tíma þá erum við helvíti erfiðir þegar við erum eins og við vorum í dag,“ sagði kátur Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
„Við vorum virkilega solid í dag. Við byrjuðum mjög sterkt sem við lögðum mikla áherslu á að við þurftum að koma út mjög ákveðnir af því við vissum að þeir voru að berjast fyrir lífinu sínu. Við ætluðum að setja tóninn sem við náðum heldur betur að gera,“ sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik en sterk byrjun Keflavíkur var lykill að sigri þeirra í dag en heimamenn leiddu leikinn frá upphafi til enda. „Þetta var eitthvað sem við lögðum upp með en við bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun. Við erum búnir að bæta það mikið frá því í fyrra að þegar við náum forskoti að halda því og vita hverjum við erum að leita af og halda forskotinu, sem við gerðum þrusu vel í dag.“ Stuðningur úr troðfullri stúku í Keflavík var hreint út sagt magnaður og Hörður var hálf orðlaus yfir þeim stuðning sem heimamenn fengu í kvöld. „Ég hef eiginlega ekki orð yfir þessu. Þetta er bara stórkostlegt og ógeðslega gaman. Ég sast niður í upphitun og í hálfleik og horfði bara upp í stúku til að reyna að taka þetta allt inn og leyfa mér að njóta þess að vera hérna,“ svaraði Hörður aðspurður út í stuðninginn úr stúkunni Sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að liðið hefur farið í gegnum heila 500 daga án þess að tapa leik á heimavelli. Ef þessi heimavallar sigurganga heldur áfram er augljóst að liðið endar uppi með þann stóra. Hörður vildi þó ekki fara fram úr sér. „Við tökum bara einn leik í einu. Það er það sem hefur skapað þetta fyrir okkur, við erum ekkert að fara fram úr sjálfum okkur og við erum ekkert að fara of hátt eða of lágt. Við erum með okkar markmið og við vitum hver þau eru. Á sama tíma þá erum við helvíti erfiðir þegar við erum eins og við vorum í dag,“ sagði kátur Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira