Hetjan Hansen: Ég missti fjögur kíló Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2021 22:30 Nikolaj Hansen segist í töluvert betra formi en á síðustu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Nikolaj Hansen var hetja Víkinga í 1-1 jafntefli liðsins við Val í Pepsi Max-deild karla í fótbolta að Hlíðarenda í kvöld. Sá danski skoraði jöfnunarmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma. „Það er alltaf gaman að skora mark seint í leikjum. Manni líður eins og maður hafi unnið leikinn.“ sagði Hansen eftir leikinn í kvöld. Hann segir þó að Víkingar hefðu hæglega getað tekið öll stigin þrjú. „Við vinnum eitt stig en við ættum ekki að vera svo ánægðir með eitt stig. Við spiluðum virkilega vel í leiknum, pressuðum Val vel og þeir voru aðallega í því að sparka boltanum langt. Við hefðum átt að ná í þrjú stig en þegar þú skorar á 95. mínútu ertu auðvitað ánægður með eitt stig.“ segir Hansen og bætir við: „Við hefðum átt að taka stigin þrjú en eitt stig er ásættanlegt á útivelli gegn Val.“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hafði orð á því eftir leik að jöfnunarmark sem þetta, gegn Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli, sýni þroskamerki á liðinu. Hansen sammælist því og segir að leikur sem þessi hefði líkast til tapast í fyrra. „Á síðasta tímabili hefðum við sennilega tapað þessum leik. Liðið hefur vaxið mikið í vetur og við vinnum töluvert betur saman sem lið, við verjumst betur, erum skipulagðari sem eining.“ Hansen skoraði aðeins eitt mark í deildinni í fyrra en er nú þegar kominn með fimm mörk í sjö leikjum það sem af er yfirstandandi leiktíð. Hverju þakkar hann það? „Ég missti fjögur kíló. Það gæti verið ein aðal ástæðan. En einnig var það gott að ég komst meiðslalaus í gegnum allt undirbúningstímabilið og ég held að nálgun okkar og spilamennska sé öðruvísi. Maður varð oft þreyttur á miklum hlaupum í pressuboltanum í fyrra en nú er ég í frábæru formi. Ég finn það á æfingum og aukaæfingum með Helga [Guðjónssyni, félaga hans í framlínu Víkings], skotæfingum eftir liðsæfingar, ég held það hafi hjálpað mikið.“ segir Hansen. Víkingur er eftir úrslit kvöldsins með 15 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur á eftir Val sem eru á toppnum. KA er með 13 stig í þriðja sætinu og á leik inni og getur farið upp fyrir Víkinga með sigri. Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
„Það er alltaf gaman að skora mark seint í leikjum. Manni líður eins og maður hafi unnið leikinn.“ sagði Hansen eftir leikinn í kvöld. Hann segir þó að Víkingar hefðu hæglega getað tekið öll stigin þrjú. „Við vinnum eitt stig en við ættum ekki að vera svo ánægðir með eitt stig. Við spiluðum virkilega vel í leiknum, pressuðum Val vel og þeir voru aðallega í því að sparka boltanum langt. Við hefðum átt að ná í þrjú stig en þegar þú skorar á 95. mínútu ertu auðvitað ánægður með eitt stig.“ segir Hansen og bætir við: „Við hefðum átt að taka stigin þrjú en eitt stig er ásættanlegt á útivelli gegn Val.“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hafði orð á því eftir leik að jöfnunarmark sem þetta, gegn Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli, sýni þroskamerki á liðinu. Hansen sammælist því og segir að leikur sem þessi hefði líkast til tapast í fyrra. „Á síðasta tímabili hefðum við sennilega tapað þessum leik. Liðið hefur vaxið mikið í vetur og við vinnum töluvert betur saman sem lið, við verjumst betur, erum skipulagðari sem eining.“ Hansen skoraði aðeins eitt mark í deildinni í fyrra en er nú þegar kominn með fimm mörk í sjö leikjum það sem af er yfirstandandi leiktíð. Hverju þakkar hann það? „Ég missti fjögur kíló. Það gæti verið ein aðal ástæðan. En einnig var það gott að ég komst meiðslalaus í gegnum allt undirbúningstímabilið og ég held að nálgun okkar og spilamennska sé öðruvísi. Maður varð oft þreyttur á miklum hlaupum í pressuboltanum í fyrra en nú er ég í frábæru formi. Ég finn það á æfingum og aukaæfingum með Helga [Guðjónssyni, félaga hans í framlínu Víkings], skotæfingum eftir liðsæfingar, ég held það hafi hjálpað mikið.“ segir Hansen. Víkingur er eftir úrslit kvöldsins með 15 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur á eftir Val sem eru á toppnum. KA er með 13 stig í þriðja sætinu og á leik inni og getur farið upp fyrir Víkinga með sigri.
Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira