Segir lífskjörin ekki verða tekin að láni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júní 2021 20:37 Guðlaugur Þór Þórðarson lagði áherslu á verðmætasköpun í ræðu sinni. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir skuldsetningu ríkissjóðs ekki vera réttu leiðina til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem Íslendingar hafa vanist. Hann telur verðmætasköpun og sókn á erlendum mörkuðum mikilvæga í þessu samhengi. „Nú er mikilvægara en nokkru sinni að efla verðmætasköpun í landinu, að ná kröftugri viðspyrnu eftir hinn óhjákvæmilega samdrátt sem faraldurinn hafði í för með sér.“ Þá segir Guðlaugur að við munum ekki skattleggja okkur út úr þrengingunum og að lífskjörin verði ekki tekin að láni. Það þurfi að veita fólki og fyrirtækjum svigrúm til að skapa verðmæti. „Við þurfum því að létta byrðum, einkum af smærri fyrirtækjum, í stað þess að auka þær.“ Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að auka sókn okkar á erlendum mörkuðum og að lífskjör okkar standi og falli með því hvernig sú sókn takist til. Hann segir einnig mikilvægt að okkar markaðir standi öðrum opnir. Sem utanríkisráðherra hafi hann lagt áherslu á að tryggja íslenskum fyrirtækjum samkeppnisstöðu á við keppinauta þeirra í öðrum löndum. Nýjasta dæmi um það sé fríverslunarsamningur við Bretland sem gerður var í samfloti við Noreg og Liechtenstein. Ef unga fólkið leitar annað, er illa fyrir okkur komið „Við viljum að unga fólkið sjái Ísland áfram sem land tækifæranna. Ef unga fólkið okkar leitar annað, ef það telur hag sínum betur borgið annars staðar, þá er illa fyrir okkur komið.“ Guðlaugur segir jafnframt að við þurfum að búa okkur undir það að eftir skamman tíma verði fimmti hver Íslendingur á lífeyrisaldri. Hann leggur til að litið sé til Norðurlandanna í þeim efnum. Frelsi og ábyrgð tvær hliðar á sama peningi Hann segir heimsfaraldurinn ekki vera búinn fyrr en hann hættir að vera ógn við heilsu samfélagsins og innviði heilbrigðiskerfisins. „Þá setjum við óttann í aftursætið og látum vonina, bjartsýnina og framkvæmdagleðina taka við stýrinu á ný.“ Hann ítrekar í þessu samhengi að frelsi og ábyrgð séu ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sama peningi. Þá lauk hann máli sínu með því að minna á þá bjartsýni og þrautseigju sem einkennir íslensku þjóðina. „Við þurfum að hafa fyrir hlutunum - En það er bjart fram undan ef rétt er á málum haldið.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
„Nú er mikilvægara en nokkru sinni að efla verðmætasköpun í landinu, að ná kröftugri viðspyrnu eftir hinn óhjákvæmilega samdrátt sem faraldurinn hafði í för með sér.“ Þá segir Guðlaugur að við munum ekki skattleggja okkur út úr þrengingunum og að lífskjörin verði ekki tekin að láni. Það þurfi að veita fólki og fyrirtækjum svigrúm til að skapa verðmæti. „Við þurfum því að létta byrðum, einkum af smærri fyrirtækjum, í stað þess að auka þær.“ Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að auka sókn okkar á erlendum mörkuðum og að lífskjör okkar standi og falli með því hvernig sú sókn takist til. Hann segir einnig mikilvægt að okkar markaðir standi öðrum opnir. Sem utanríkisráðherra hafi hann lagt áherslu á að tryggja íslenskum fyrirtækjum samkeppnisstöðu á við keppinauta þeirra í öðrum löndum. Nýjasta dæmi um það sé fríverslunarsamningur við Bretland sem gerður var í samfloti við Noreg og Liechtenstein. Ef unga fólkið leitar annað, er illa fyrir okkur komið „Við viljum að unga fólkið sjái Ísland áfram sem land tækifæranna. Ef unga fólkið okkar leitar annað, ef það telur hag sínum betur borgið annars staðar, þá er illa fyrir okkur komið.“ Guðlaugur segir jafnframt að við þurfum að búa okkur undir það að eftir skamman tíma verði fimmti hver Íslendingur á lífeyrisaldri. Hann leggur til að litið sé til Norðurlandanna í þeim efnum. Frelsi og ábyrgð tvær hliðar á sama peningi Hann segir heimsfaraldurinn ekki vera búinn fyrr en hann hættir að vera ógn við heilsu samfélagsins og innviði heilbrigðiskerfisins. „Þá setjum við óttann í aftursætið og látum vonina, bjartsýnina og framkvæmdagleðina taka við stýrinu á ný.“ Hann ítrekar í þessu samhengi að frelsi og ábyrgð séu ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sama peningi. Þá lauk hann máli sínu með því að minna á þá bjartsýni og þrautseigju sem einkennir íslensku þjóðina. „Við þurfum að hafa fyrir hlutunum - En það er bjart fram undan ef rétt er á málum haldið.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira