Fyrrum leikmaður vandar Arsenal ekki kveðjurnar Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2021 07:01 Petit skilur ekkert í stefnu Mikel Arteta og félaga hans hjá Arsenal. EPA-EFE/NEIL HALL Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal, er ekki sáttur með framgöngu félagsins á félagaskiptamarkaðnum en hann var í löngu spjalli við talkSport á Englandi. Arsenal barðist við Aston Villa um Emilano Buendia en nú virðist sem svo að Bunedia, sem er samningsbundinn Norwich, hafi valið Aston Villa fram yfir Arsenal. Villa á að hafa yfirboðið Arsenal og Buendia verður tilkynntur sem nýr leikmaður eftir að hafa lokið sér af með argentínska landsliðinu gegn Kólumbíu á fimmtudag. Villa greindi frá því að félagið og Norwich hefðu náð samkomulagi um félagaskiptin í gær. Petit lék með Arsenal á árunum 1997 til 2000 en einig lék hann með Mónakó, Barcelona og Chelsea á sínum ferli. Hann vandar Arsenal ekki kveðjurnar. „Hversu marga vitlausa leikmenn hafa þeir keypt til Arsenal? Varnarmenn eins og Mustafi og Sokratis, sem gera það sama. Þeir bættu við endalaust af leikmönnum en það var enginn munur á þeim,“ sagði Petit við talkSPORT. „Núna eru þeir komnir á endastöð. Gerið breytingar, því þið verðið að gera það. Þetta hefur verið það sama síðustu ár en hvað hafa þeir gert? Þetta er ekki spurning um peninga því þeir eru með peningana.“ „Eftir allt fjaðrafokið í kringum Ofurdeildina, eftir gremjuna á félagaskiptamarkaðnum og leikmennina sem yfirgáfu þá, þá skil ég að þeir verði að borga niður lánin sem þeir tóku fyrir Emirates leikvanginum.“ „Ég get skilið það en það er ekki sagan lengur. Ekki segja mér að þetta sé vegna kórónuveirunnar. Hvernig velja þeir hæfileikaríka menn? Hvernig velja þeir prófílana sem þeir vilja? Hvað er markmiðið?“ sagði pirraður Petit. Arsenal legend Emmanuel Petit hits out at former club's transfer policy after they miss out on Emiliano Buendia https://t.co/R5M32DUuBn— MailOnline Sport (@MailSport) June 7, 2021 Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Arsenal barðist við Aston Villa um Emilano Buendia en nú virðist sem svo að Bunedia, sem er samningsbundinn Norwich, hafi valið Aston Villa fram yfir Arsenal. Villa á að hafa yfirboðið Arsenal og Buendia verður tilkynntur sem nýr leikmaður eftir að hafa lokið sér af með argentínska landsliðinu gegn Kólumbíu á fimmtudag. Villa greindi frá því að félagið og Norwich hefðu náð samkomulagi um félagaskiptin í gær. Petit lék með Arsenal á árunum 1997 til 2000 en einig lék hann með Mónakó, Barcelona og Chelsea á sínum ferli. Hann vandar Arsenal ekki kveðjurnar. „Hversu marga vitlausa leikmenn hafa þeir keypt til Arsenal? Varnarmenn eins og Mustafi og Sokratis, sem gera það sama. Þeir bættu við endalaust af leikmönnum en það var enginn munur á þeim,“ sagði Petit við talkSPORT. „Núna eru þeir komnir á endastöð. Gerið breytingar, því þið verðið að gera það. Þetta hefur verið það sama síðustu ár en hvað hafa þeir gert? Þetta er ekki spurning um peninga því þeir eru með peningana.“ „Eftir allt fjaðrafokið í kringum Ofurdeildina, eftir gremjuna á félagaskiptamarkaðnum og leikmennina sem yfirgáfu þá, þá skil ég að þeir verði að borga niður lánin sem þeir tóku fyrir Emirates leikvanginum.“ „Ég get skilið það en það er ekki sagan lengur. Ekki segja mér að þetta sé vegna kórónuveirunnar. Hvernig velja þeir hæfileikaríka menn? Hvernig velja þeir prófílana sem þeir vilja? Hvað er markmiðið?“ sagði pirraður Petit. Arsenal legend Emmanuel Petit hits out at former club's transfer policy after they miss out on Emiliano Buendia https://t.co/R5M32DUuBn— MailOnline Sport (@MailSport) June 7, 2021
Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira