Átján árgangar bólusettir í vikunni og útlitið gott fyrir sumarið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2021 12:17 Bólusetningar í Laugardalshöll. Karlar og konur úr átján árgöngum fá bólusetningu gegn kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis segir útlitið ágætt fyrir sumarið. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, eins og segir í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. Níu greindist á landamærum, þar sem tveir greindust með virk smit í fyrri landamæraskimun en sjö með mótefni. Í einangrun eru nú 50, en þeir voru 47 á föstudag. 251 er í sóttkví og 1.879 í skimunarsóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en þeir voru tveir á föstudag. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis segir stöðuna almennt góða innanlands. „Það hafa verið fá smit undanfarið, þrátt fyrir þetta nýlega hópsmit. Ég held við séum búin að ná utan um það.“ Átta hópar hafa verið boðaðir í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu morgun. Það eru karlar fæddir 1979, 83, 92 og 93 og konur fæddar 1978, 84, 86 og 98. Tíu árgangar til viðbótar geta átt von á boði í vikunni en dregið var í handahófskennda bólusetningaröð í síðustu viku. Guðrún segir að búast megi við því að á milli 60 og 70 prósent verði fullbólusett fyrir lok mánaðar. Eins og stendur eru 29,3 prósent hálfbólusett og 34,4 prósent fullbólusett. „Þannig ég held að útlitið sé ágætt fyrir sumarið, svo lengi sem þetta gengur allt eftir.“ Gildandi takmarkanir vegna faraldursins renna út eftir tíu daga. Engin ákvörðun um framhaldið liggur fyrir að svo stöddu. „Sóttvarnalæknir mun skila tillögum til ráðherra eins og venjulega en hann er ekki búinn að því og ekki búinn að gefa út hvað hans tillögur verða nákvæmlega. Þannig það verður bara að koma í ljós en eins og þú nefnir ætti það að verða fljótlega,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, eins og segir í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. Níu greindist á landamærum, þar sem tveir greindust með virk smit í fyrri landamæraskimun en sjö með mótefni. Í einangrun eru nú 50, en þeir voru 47 á föstudag. 251 er í sóttkví og 1.879 í skimunarsóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en þeir voru tveir á föstudag. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis segir stöðuna almennt góða innanlands. „Það hafa verið fá smit undanfarið, þrátt fyrir þetta nýlega hópsmit. Ég held við séum búin að ná utan um það.“ Átta hópar hafa verið boðaðir í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu morgun. Það eru karlar fæddir 1979, 83, 92 og 93 og konur fæddar 1978, 84, 86 og 98. Tíu árgangar til viðbótar geta átt von á boði í vikunni en dregið var í handahófskennda bólusetningaröð í síðustu viku. Guðrún segir að búast megi við því að á milli 60 og 70 prósent verði fullbólusett fyrir lok mánaðar. Eins og stendur eru 29,3 prósent hálfbólusett og 34,4 prósent fullbólusett. „Þannig ég held að útlitið sé ágætt fyrir sumarið, svo lengi sem þetta gengur allt eftir.“ Gildandi takmarkanir vegna faraldursins renna út eftir tíu daga. Engin ákvörðun um framhaldið liggur fyrir að svo stöddu. „Sóttvarnalæknir mun skila tillögum til ráðherra eins og venjulega en hann er ekki búinn að því og ekki búinn að gefa út hvað hans tillögur verða nákvæmlega. Þannig það verður bara að koma í ljós en eins og þú nefnir ætti það að verða fljótlega,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira