Átján árgangar bólusettir í vikunni og útlitið gott fyrir sumarið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2021 12:17 Bólusetningar í Laugardalshöll. Karlar og konur úr átján árgöngum fá bólusetningu gegn kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis segir útlitið ágætt fyrir sumarið. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, eins og segir í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. Níu greindist á landamærum, þar sem tveir greindust með virk smit í fyrri landamæraskimun en sjö með mótefni. Í einangrun eru nú 50, en þeir voru 47 á föstudag. 251 er í sóttkví og 1.879 í skimunarsóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en þeir voru tveir á föstudag. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis segir stöðuna almennt góða innanlands. „Það hafa verið fá smit undanfarið, þrátt fyrir þetta nýlega hópsmit. Ég held við séum búin að ná utan um það.“ Átta hópar hafa verið boðaðir í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu morgun. Það eru karlar fæddir 1979, 83, 92 og 93 og konur fæddar 1978, 84, 86 og 98. Tíu árgangar til viðbótar geta átt von á boði í vikunni en dregið var í handahófskennda bólusetningaröð í síðustu viku. Guðrún segir að búast megi við því að á milli 60 og 70 prósent verði fullbólusett fyrir lok mánaðar. Eins og stendur eru 29,3 prósent hálfbólusett og 34,4 prósent fullbólusett. „Þannig ég held að útlitið sé ágætt fyrir sumarið, svo lengi sem þetta gengur allt eftir.“ Gildandi takmarkanir vegna faraldursins renna út eftir tíu daga. Engin ákvörðun um framhaldið liggur fyrir að svo stöddu. „Sóttvarnalæknir mun skila tillögum til ráðherra eins og venjulega en hann er ekki búinn að því og ekki búinn að gefa út hvað hans tillögur verða nákvæmlega. Þannig það verður bara að koma í ljós en eins og þú nefnir ætti það að verða fljótlega,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, eins og segir í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. Níu greindist á landamærum, þar sem tveir greindust með virk smit í fyrri landamæraskimun en sjö með mótefni. Í einangrun eru nú 50, en þeir voru 47 á föstudag. 251 er í sóttkví og 1.879 í skimunarsóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en þeir voru tveir á föstudag. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis segir stöðuna almennt góða innanlands. „Það hafa verið fá smit undanfarið, þrátt fyrir þetta nýlega hópsmit. Ég held við séum búin að ná utan um það.“ Átta hópar hafa verið boðaðir í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu morgun. Það eru karlar fæddir 1979, 83, 92 og 93 og konur fæddar 1978, 84, 86 og 98. Tíu árgangar til viðbótar geta átt von á boði í vikunni en dregið var í handahófskennda bólusetningaröð í síðustu viku. Guðrún segir að búast megi við því að á milli 60 og 70 prósent verði fullbólusett fyrir lok mánaðar. Eins og stendur eru 29,3 prósent hálfbólusett og 34,4 prósent fullbólusett. „Þannig ég held að útlitið sé ágætt fyrir sumarið, svo lengi sem þetta gengur allt eftir.“ Gildandi takmarkanir vegna faraldursins renna út eftir tíu daga. Engin ákvörðun um framhaldið liggur fyrir að svo stöddu. „Sóttvarnalæknir mun skila tillögum til ráðherra eins og venjulega en hann er ekki búinn að því og ekki búinn að gefa út hvað hans tillögur verða nákvæmlega. Þannig það verður bara að koma í ljós en eins og þú nefnir ætti það að verða fljótlega,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira