Anníe Mist sendi sautján ára vonarstjörnu CrossFit smá skilaboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir er orðin spennt fyrir því að keppa í undanúrslitamóti heimsleikanna í CrossFit. Instagram/@anniethorisdottir Það styttist í það að Anníe Mist Þórisdóttir fái að keppa um sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust en það eykur spenninginn hjá henni að horfa upp á fólk vinna sér inn farseðlana sína á heimsmeistaramótið í ár. Það fjölgar statt og stöðugt í hópi þeirra sem hafa tryggt sér sæti á heimsleikunum í CrossFit en enginn Íslendingur hefur þó enn fengið að reyna sig í undanúrslitunum. Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu við æfingar og veit nú meira um hvaða æfingar bíða hennar í undanúrslitamótinu. Síðustu tvær helgar hafa farið fram undanúrslitamót þar sem keppt var á staðnum en Anníe Mist mun skila æfingum sínum í gegnum netið eins og allir íslensku keppendurnir sem eiga enn möguleika. „Það er ótrúlega gaman að sjá fólk tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit 2021. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni að landa þátttökurétt á stærsta sviðinu sem sumir eru að ná þangað inn í fyrsta skiptið en aðrir að endurtaka leikinn,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég tryggði mig inn á mína fyrstu heimsleika árið 2009 þegar ég var bara nítján ára og hafði aldrei komið til Bandaríkjanna,“ skrifaði Anníe Mist. „Núna tólf árum síðar eru fimm dagar í það að ég fái að keppa um sæti á þá mínum elleftu heimsleikum. Ég hef verið heilluð af frammistöðu Mal O’Brien á The Granite Games. Sautján ára stelpa mun keppa við hlið stærstu nafnanna í íþróttinni. Íþróttin er að breytast,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Mal O Brien (@malobrien_) Hin bandaríska Mal O’Brien gerði vissulega vel um helgina þegar hún tryggði sér sæti á heimsleikunum í lok júlí en Anníe Mist lét hana og heiminn þó vita af því að þessi stórefnilega CrossFit stelpa náði ekki að gera betur en íslenska goðsögnin í einni æfingunni. Anníe Mist birti handstöðuæfinguna hjá sér þar sem var ganga á höndum og handstöðulyftur. Hún sendi sautján ára vonarstjörnunni líka smá skilaboð. „Í þessari grein þá náði ég samt að halda henni á eftir mér. Kannski fáum við að keppa við hvor aðra á heimsleikunum. Hennar framtíð er björt og sama má segja um framtíð CrossFit íþróttarinnar,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir en pistill hennar er hér fyrir neðan. Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er Freyja Mist, dóttir Anníe Mistar, komin með rétta búninginn til að fylgjast með mömmu sinni komast inn á sína fyrstu heimsleika síðan að hún varð mamma. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Það fjölgar statt og stöðugt í hópi þeirra sem hafa tryggt sér sæti á heimsleikunum í CrossFit en enginn Íslendingur hefur þó enn fengið að reyna sig í undanúrslitunum. Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu við æfingar og veit nú meira um hvaða æfingar bíða hennar í undanúrslitamótinu. Síðustu tvær helgar hafa farið fram undanúrslitamót þar sem keppt var á staðnum en Anníe Mist mun skila æfingum sínum í gegnum netið eins og allir íslensku keppendurnir sem eiga enn möguleika. „Það er ótrúlega gaman að sjá fólk tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit 2021. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni að landa þátttökurétt á stærsta sviðinu sem sumir eru að ná þangað inn í fyrsta skiptið en aðrir að endurtaka leikinn,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég tryggði mig inn á mína fyrstu heimsleika árið 2009 þegar ég var bara nítján ára og hafði aldrei komið til Bandaríkjanna,“ skrifaði Anníe Mist. „Núna tólf árum síðar eru fimm dagar í það að ég fái að keppa um sæti á þá mínum elleftu heimsleikum. Ég hef verið heilluð af frammistöðu Mal O’Brien á The Granite Games. Sautján ára stelpa mun keppa við hlið stærstu nafnanna í íþróttinni. Íþróttin er að breytast,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Mal O Brien (@malobrien_) Hin bandaríska Mal O’Brien gerði vissulega vel um helgina þegar hún tryggði sér sæti á heimsleikunum í lok júlí en Anníe Mist lét hana og heiminn þó vita af því að þessi stórefnilega CrossFit stelpa náði ekki að gera betur en íslenska goðsögnin í einni æfingunni. Anníe Mist birti handstöðuæfinguna hjá sér þar sem var ganga á höndum og handstöðulyftur. Hún sendi sautján ára vonarstjörnunni líka smá skilaboð. „Í þessari grein þá náði ég samt að halda henni á eftir mér. Kannski fáum við að keppa við hvor aðra á heimsleikunum. Hennar framtíð er björt og sama má segja um framtíð CrossFit íþróttarinnar,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir en pistill hennar er hér fyrir neðan. Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er Freyja Mist, dóttir Anníe Mistar, komin með rétta búninginn til að fylgjast með mömmu sinni komast inn á sína fyrstu heimsleika síðan að hún varð mamma. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira