Einar Andri um undanúrslitin í Olís-deild karla: Þetta eru bara tveir leikir og það getur allt gerst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2021 18:59 Deildarmeistarar Hauka virðast óstöðvandi en það gæti hjálpað Stjörnunni að það séu aðeins tveir leikir. Vísir/Hulda Margrét Einar Andri Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór yfir leikina sem eru framundan í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Hann telur að fyrirkomulag mótsins í ár geti spilað stóra rullu. Haukar mæta Stjörnunni í undanúrslitum sem hefur leikið framan vonum á þessari leiktíð. „Það hafa verið mjög miklir yfirburðir hingað til í mótinu. Rúlluðu yfir deildarkeppnina, töpuðu varla leik og sérstaklega seinni hluta mótsins voru þeir með algera yfirburði. Búnir að vinna 10-11 leiki í röð og varla lent í alvöru mótspyrnu síðan í febrúar. Það er fróðlegt að sjá hvort Stjarnan nái að gíra sig upp og finni tiltrú á verkefninu, að þeir geti slegið Haukana út. Þetta eru bara tveir leikir og það getur allt gerst.“ Stjarnan hefur bætt sig leik frá leik „Patrekur [Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar] er búinn að ná mjög góðum tökum á liðinu. Virkilega vel gert hjá þeim að klára Selfoss í 8-liða úrslitum. Koma til baka eftir að tapa með tveimur mörkum á heimavelli. Eru í slæmri stöðu í seinni hálfleik – sex mörkum undir samanlagt á kafla en sýndu gríðarlegan karakter, gæði og getu með því að koma til baka á Selfossi og klára þann leik. Þeir ættu því að vera með bullandi sjálfstraust núna í næstu leikjum.“ Getur Stjarnan unnið Hauka? „Kannski auðvelt að segja nei að þeir geti það ekki en út af fyrirkomulaginu, ef menn hitta á góðan fyrri leik í Mýrinni þar sem allt gengur upp og Haukarnir eru illa fyrir kallaðir gætum við séð óvænta hluti sem gætu sett seinni leikinn í eitthvað spennandi samhengi.“ „Haukarnir eru með betra lið en Stjarnan. Garðbæingar eru samt með leikmenn sem geta tekið yfir. Það verður gaman að sjá Tandra, Björgvin og hægri vænginn hjá Stjörnumönnum. Ef þessir menn eiga góðan dag og varnarleikurinn er góður þá segi ég bara: Af hverju ekki?“ Klippa: Einar Andri fór yfir undanúrslit Olís-deildarinnar Valur mætir ÍBV í hinni undanúrslitaviðureigninni og það er erfitt að spá fyrir um hvort liðið mun hafa betur. „Þetta er svakalega áhugaverð rimma. Síðasta umferð hjá ÍBV var á móti FH og það voru stórkostlegir leikir sem fóru fram þar. Ég á ekki von á minni dramatík og látum þegar þessi lið mætast.“ „Þarna mætast stálin stinn.“ „Við erum að fara sjá Valsmenn sem eru búnir að styrkjast að undanförnu. Varnarleikurinn og markvarslan eru á uppleið. Leikmenn eru orðnir heilir og liðið hefur náð að æfa saman að einhverju leyti í kannski fyrsta skipti í vetur. Það er mjög erfitt að rýna í hvað mun gerast. Verður spennandi að sjá leikinn í Eyjum, hvernig spennustigið verður og hvað mun gerast.“ Eyjamenn hafa þrifist vel í úrslitakeppninni. Deildin oftar en ekki vonbrigði en úrslitakeppnin er oft allt önnur. Kári Kristján Kristjánsson og félagar í ÍBV eru erfiðir við að eiga.vísir/hag „Þeir setja í annan gír þegar úrslitakeppnin nálgast og byrjar. Stemmningin í höllinni verður öðruvísi, það verða meiri læti og það gengur meira á. Þeir kunna þennan leik vel. Það er allt annað að mæta ÍBV í úrslitakeppninni heldur en deildinni. Frammistaða liðsins gegn FH sýndi það. Þeir voru að spila á miklu hærra getustigi en þeir voru búnir að gera. Þetta ÍBV lið sem endaði í 7. sæti gaf ekki rétta mynd af þeirra getu,“ sagði Einar Andri að lokum. Við minnum á að allir undanúrslitaleikir Olís-deildar karla verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Haukar mæta Stjörnunni í undanúrslitum sem hefur leikið framan vonum á þessari leiktíð. „Það hafa verið mjög miklir yfirburðir hingað til í mótinu. Rúlluðu yfir deildarkeppnina, töpuðu varla leik og sérstaklega seinni hluta mótsins voru þeir með algera yfirburði. Búnir að vinna 10-11 leiki í röð og varla lent í alvöru mótspyrnu síðan í febrúar. Það er fróðlegt að sjá hvort Stjarnan nái að gíra sig upp og finni tiltrú á verkefninu, að þeir geti slegið Haukana út. Þetta eru bara tveir leikir og það getur allt gerst.“ Stjarnan hefur bætt sig leik frá leik „Patrekur [Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar] er búinn að ná mjög góðum tökum á liðinu. Virkilega vel gert hjá þeim að klára Selfoss í 8-liða úrslitum. Koma til baka eftir að tapa með tveimur mörkum á heimavelli. Eru í slæmri stöðu í seinni hálfleik – sex mörkum undir samanlagt á kafla en sýndu gríðarlegan karakter, gæði og getu með því að koma til baka á Selfossi og klára þann leik. Þeir ættu því að vera með bullandi sjálfstraust núna í næstu leikjum.“ Getur Stjarnan unnið Hauka? „Kannski auðvelt að segja nei að þeir geti það ekki en út af fyrirkomulaginu, ef menn hitta á góðan fyrri leik í Mýrinni þar sem allt gengur upp og Haukarnir eru illa fyrir kallaðir gætum við séð óvænta hluti sem gætu sett seinni leikinn í eitthvað spennandi samhengi.“ „Haukarnir eru með betra lið en Stjarnan. Garðbæingar eru samt með leikmenn sem geta tekið yfir. Það verður gaman að sjá Tandra, Björgvin og hægri vænginn hjá Stjörnumönnum. Ef þessir menn eiga góðan dag og varnarleikurinn er góður þá segi ég bara: Af hverju ekki?“ Klippa: Einar Andri fór yfir undanúrslit Olís-deildarinnar Valur mætir ÍBV í hinni undanúrslitaviðureigninni og það er erfitt að spá fyrir um hvort liðið mun hafa betur. „Þetta er svakalega áhugaverð rimma. Síðasta umferð hjá ÍBV var á móti FH og það voru stórkostlegir leikir sem fóru fram þar. Ég á ekki von á minni dramatík og látum þegar þessi lið mætast.“ „Þarna mætast stálin stinn.“ „Við erum að fara sjá Valsmenn sem eru búnir að styrkjast að undanförnu. Varnarleikurinn og markvarslan eru á uppleið. Leikmenn eru orðnir heilir og liðið hefur náð að æfa saman að einhverju leyti í kannski fyrsta skipti í vetur. Það er mjög erfitt að rýna í hvað mun gerast. Verður spennandi að sjá leikinn í Eyjum, hvernig spennustigið verður og hvað mun gerast.“ Eyjamenn hafa þrifist vel í úrslitakeppninni. Deildin oftar en ekki vonbrigði en úrslitakeppnin er oft allt önnur. Kári Kristján Kristjánsson og félagar í ÍBV eru erfiðir við að eiga.vísir/hag „Þeir setja í annan gír þegar úrslitakeppnin nálgast og byrjar. Stemmningin í höllinni verður öðruvísi, það verða meiri læti og það gengur meira á. Þeir kunna þennan leik vel. Það er allt annað að mæta ÍBV í úrslitakeppninni heldur en deildinni. Frammistaða liðsins gegn FH sýndi það. Þeir voru að spila á miklu hærra getustigi en þeir voru búnir að gera. Þetta ÍBV lið sem endaði í 7. sæti gaf ekki rétta mynd af þeirra getu,“ sagði Einar Andri að lokum. Við minnum á að allir undanúrslitaleikir Olís-deildar karla verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira