Baráttan bara rétt að byrja Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júní 2021 13:30 Ríkisstjórnarfundur í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. „Ég er mjög þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. Þetta var stórt og öflugt prófkjör og skilur eftir sig mjög sigurstranglega lista þar sem fer saman bæði reynsla og nýliðun. Það þýðir bara að nú erum við bara að byrja baráttuna því það sem skiptir máli eru kosningarnar í haust og þetta var upptakturinn við þær.“ Er þetta skref í átt að formannssætinu í flokknum? „Við vorum bara að kjósa um leiðtogann í Reykjavík í þessari atrennu og ég hef ekki neinar aðrar fyrirætlanir á þessari stundu. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og við styðjum hann.“ Inntur eftir því hvort niðurstaða prófkjörsins sé krafa um nýliðun í þingflokki Sjálfstæðisflokksins segir Guðlaugur listann blöndu af nýliðum og reynslu. „En auðvitað vekur það athygli og sérstaklega í tilfelli Diljáar Mistar, hún er að fá kosningu – það eru orðnir áratugir síðan við höfum séð nýliða ná slíkum árangri, ef hægt er að bera það saman við þennan árangur. Þannig að þetta er mikill sigur fyrir hana en sömuleiðis eru aðrir sem hafa tekið þátt í prófkjörum sem eru að ná góðum árangri. Það er ekki hægt að setja eina línu í þetta, þetta er blanda. Það er verið að velja bæði reynslu og nýtt fólk.“ Þá sé spenna sem var á milli framboðs hans og Áslaugar í prófkjörinu að baki. „Það segir sig sjálft að þegar fólk er að takast á við sama sæti þá gengur á ýmsu en síðan þegar prófkjörinu er lokið þá einbeitum við okkur að því sem skiptir máli og það er að vinna kosningarnar í haust.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02 Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Ég er mjög þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. Þetta var stórt og öflugt prófkjör og skilur eftir sig mjög sigurstranglega lista þar sem fer saman bæði reynsla og nýliðun. Það þýðir bara að nú erum við bara að byrja baráttuna því það sem skiptir máli eru kosningarnar í haust og þetta var upptakturinn við þær.“ Er þetta skref í átt að formannssætinu í flokknum? „Við vorum bara að kjósa um leiðtogann í Reykjavík í þessari atrennu og ég hef ekki neinar aðrar fyrirætlanir á þessari stundu. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og við styðjum hann.“ Inntur eftir því hvort niðurstaða prófkjörsins sé krafa um nýliðun í þingflokki Sjálfstæðisflokksins segir Guðlaugur listann blöndu af nýliðum og reynslu. „En auðvitað vekur það athygli og sérstaklega í tilfelli Diljáar Mistar, hún er að fá kosningu – það eru orðnir áratugir síðan við höfum séð nýliða ná slíkum árangri, ef hægt er að bera það saman við þennan árangur. Þannig að þetta er mikill sigur fyrir hana en sömuleiðis eru aðrir sem hafa tekið þátt í prófkjörum sem eru að ná góðum árangri. Það er ekki hægt að setja eina línu í þetta, þetta er blanda. Það er verið að velja bæði reynslu og nýtt fólk.“ Þá sé spenna sem var á milli framboðs hans og Áslaugar í prófkjörinu að baki. „Það segir sig sjálft að þegar fólk er að takast á við sama sæti þá gengur á ýmsu en síðan þegar prófkjörinu er lokið þá einbeitum við okkur að því sem skiptir máli og það er að vinna kosningarnar í haust.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02 Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32
Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02
Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11