Tuchel stefnir á að losa sig við 14 leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2021 09:00 Mögulega var Tuchel hér að átta sig á að hann þyrfti að selja fjölda leikmanna í sumar. EPA-EFE/Ben Stansall Thomas Tuchel, þjálfari Evrópumeistara Chelsea, ætlar heldur betur að taka til í leikmannahópi liðsins sem er einkar fjölmennur. Alls eru 14 leikmenn sem hann stefnir á að selja í sumar samkvæmt Sky Sports. Stærstu nöfnin á listanum eru Oliver Giroud, Tammy Abraham, Ross Barkley og Ruben Loftus-Cheek. Listinn var tekinn saman áður en Giroud framlengdi samning sinn en það er ljóst að Tuchel telur sig hafa not fyrir hinn 34 ára gamla franska sóknarmann á næstu leiktíð. Einige Spieler des frisch gebackenen Champions League-Sieger haben unter Thomas Tuchel keine Zukunft mehr! #SkyPL #Chelsea pic.twitter.com/hqKesJEVdD— Sky Sport (@SkySportDE) June 4, 2021 Chelsea hefur verið eitt duglegasta lið heims að kaupa leikmenn og lána þá til annarra liða ár eftir ár. Nú hefur Tuchel ákveðið að leikmennirnir verði ekki lánaðir heldur einfaldlega seldir. Í gær var staðfest að AC Milan hefði ákveðið að nýta sér kaupréttinn á Fikayo Tomori. Milan borgar 28.5 milljónir evra fyrir þennan enska miðvörð sem var á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. Confirmed. AC Milan have just communicated to Chelsea they re triggering 28.5m clause in order to sign Fikayo Tomori on a permanent deal. The agreement will be completed and announced next week. Contract until June 2026. #CFC #ACMilan https://t.co/8eyqeM0ITd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2021 Tuchel getur því strikað yfir nafn Tomori á listanum en enn eru 13 leikmenn eftir. Það ætti ekki að vera erfitt að finna lið til að fjárfesta í hinum 23 ára gamla Tammy Abraham. Hann hefur leikið með Bristol City, Swansea City og Aston Villa á láni en hann er ekki í plönum Tuchel og því verður hann seldur í sumar. Aðrir enskir leikmenn sem reikna má með að verði ekki í vandræðum með að finna sér lið eru Barkley [27 ára, miðjumaður] , Loftus-Cheek [25 ára, miðjumaður] og Conor Gallagher [20 ára, miðjumaður]. Það virðist sem lið í ensku úrvalsdeildinni séu alltaf til í að setja fúlgur fjár í enska leikmenn og vonast þýski þjálfarinn eflaust eftir nokkrum milljónum í kassann þar. Barkley heillaði hins vegar ekki hjá Aston Villa á síðustu leiktíð og sömu sögu er að segja af Loftus-Cheek hjá Fulham. Gallagher var hins vegar einn af fáum ljósum punktum í fallliði West Bromwich Albion. Hvernig Chelsea mun ganga að losa sig við hina leikmennina á listanum verður að koma í ljós. Leikmennir sem um ræðir eru eftirfarandi: Michy Batshuayi - sóknarmaður, 27 ára | Belgía Victor Moses - vængmaður, 30 ára | Nígería Emerson Palmieri - bakvörður, 26 ára | Brasilía Tiemoue Bakayoko - miðjumaður, 26 ára | Frakkland Davide Zappacosta - bakvörður, 28 ára | Ítalía Danny Drinkwater - miðjumaður, 31 árs | England Billy Gilmour - miðjumaður, 19 ára | Skotland Baba Rahman - bakvörður, 26 ára | Gana Kenedy - vængmaður, 25 ára | Brasilía Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Stærstu nöfnin á listanum eru Oliver Giroud, Tammy Abraham, Ross Barkley og Ruben Loftus-Cheek. Listinn var tekinn saman áður en Giroud framlengdi samning sinn en það er ljóst að Tuchel telur sig hafa not fyrir hinn 34 ára gamla franska sóknarmann á næstu leiktíð. Einige Spieler des frisch gebackenen Champions League-Sieger haben unter Thomas Tuchel keine Zukunft mehr! #SkyPL #Chelsea pic.twitter.com/hqKesJEVdD— Sky Sport (@SkySportDE) June 4, 2021 Chelsea hefur verið eitt duglegasta lið heims að kaupa leikmenn og lána þá til annarra liða ár eftir ár. Nú hefur Tuchel ákveðið að leikmennirnir verði ekki lánaðir heldur einfaldlega seldir. Í gær var staðfest að AC Milan hefði ákveðið að nýta sér kaupréttinn á Fikayo Tomori. Milan borgar 28.5 milljónir evra fyrir þennan enska miðvörð sem var á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. Confirmed. AC Milan have just communicated to Chelsea they re triggering 28.5m clause in order to sign Fikayo Tomori on a permanent deal. The agreement will be completed and announced next week. Contract until June 2026. #CFC #ACMilan https://t.co/8eyqeM0ITd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2021 Tuchel getur því strikað yfir nafn Tomori á listanum en enn eru 13 leikmenn eftir. Það ætti ekki að vera erfitt að finna lið til að fjárfesta í hinum 23 ára gamla Tammy Abraham. Hann hefur leikið með Bristol City, Swansea City og Aston Villa á láni en hann er ekki í plönum Tuchel og því verður hann seldur í sumar. Aðrir enskir leikmenn sem reikna má með að verði ekki í vandræðum með að finna sér lið eru Barkley [27 ára, miðjumaður] , Loftus-Cheek [25 ára, miðjumaður] og Conor Gallagher [20 ára, miðjumaður]. Það virðist sem lið í ensku úrvalsdeildinni séu alltaf til í að setja fúlgur fjár í enska leikmenn og vonast þýski þjálfarinn eflaust eftir nokkrum milljónum í kassann þar. Barkley heillaði hins vegar ekki hjá Aston Villa á síðustu leiktíð og sömu sögu er að segja af Loftus-Cheek hjá Fulham. Gallagher var hins vegar einn af fáum ljósum punktum í fallliði West Bromwich Albion. Hvernig Chelsea mun ganga að losa sig við hina leikmennina á listanum verður að koma í ljós. Leikmennir sem um ræðir eru eftirfarandi: Michy Batshuayi - sóknarmaður, 27 ára | Belgía Victor Moses - vængmaður, 30 ára | Nígería Emerson Palmieri - bakvörður, 26 ára | Brasilía Tiemoue Bakayoko - miðjumaður, 26 ára | Frakkland Davide Zappacosta - bakvörður, 28 ára | Ítalía Danny Drinkwater - miðjumaður, 31 árs | England Billy Gilmour - miðjumaður, 19 ára | Skotland Baba Rahman - bakvörður, 26 ára | Gana Kenedy - vængmaður, 25 ára | Brasilía
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira