Breytingin þýði að lögreglan geti starfað eftir geðþótta Snorri Másson skrifar 4. júní 2021 20:14 Helgi Hrafn er efins um reglugerðarbreytingu dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur gefið lögreglu heimild til að nota tálbeitur, dulargervi, flugumenn og uppljóstrara til að veita grunuðum stöðuga eftirför án þess að hafa rökstuddan grun um glæp. Nú þarf aðeins að vera fyrir hendi grunur, en ekki „rökstuddur grunur“ sem þingmaður Pírata segir að muni þýða að lögreglan geti gripið til inngripsmikilla aðferða meira og minna eftir geðþótta. Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýnir að ráðherra hafi svo víðtækar heimildir til breytinga á störfum lögreglu án aðkomu Alþingis, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir veitti þessar auknu heimildir með útgáfu reglugerðar hinn 17. maí. Helgi Hrafn telur að þær heimildir sem veittar eru í reglugerðinni hafi lagastoð en furðar sig á að ráðherra skuli hafa svo víðtækar heimildir til að færa lögreglu aukið vald yfir borgurunum. „Reglugerðarheimildin í lögum er mjög víð og gefur ráðherra mjög mikið rými, miklu meira rými en ég tel eðlilegt til að heimila svona sérstakar aðferðir. Þess má geta að þessar aðferðir sem þarna er fjallað um kallast sérstakar og þóttu alla vega þegar lögin voru sett, óhefðbundnar og inngripsmiklar. Það er fullt tilefni til að fara varlega með svona heimildir og fullt tilefni til að löggjafinn sé með aðhald gagnvart þeim.“ Helgi segir að lögreglan sé valdastofnun, sem megi ekki hafa meira vald en borgararnir telji réttlætanlegt. „Lögregluyfirvöld vilja alltaf meiri valdheimildir. Ástæðan er einfaldlega sú að það er auðvitað auðveldara fyrir lögregluna að vinna með það að þurfa bara að hafa grun, en ekki rökstuddan grun.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að breytingarnar hafi verið gerðir eftir ábendingar frá ríkissaksóknara. „Þetta er í betra samræmi við lögin. Það var talið að reglugerðin þrengdi um of að heimildunum miðað við lögin. Við erum að bregðast við þessu og þetta er eitt af þeim skrefum sem við erum að taka til að geta varist betur skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi.“ Mega sigla undir fölsku flaggi Samkvæmt breytingunum getur lögreglan beitt skyggingu án rökstudds gruns, sem einnig heitir eftirför í daglegu máli. Í henni felst til dæmis „stöðugt eftirlit með mannaferðum um húsnæði eða á öðru afmörkuðu svæði eða á almannafæri með því að fylgjast með ferðum þess sem grunaður er um brot,“ eins og segir í reglugerðinni. Skygging skal, segir í reglugerðinni, að jafnaði vera varðstaða lögreglumanns um húsnæði eða annað afmarkað svæði „eða eftirlit með ferðum þess sem er grunaður um brot, þar með talin eftirför með bifreið eða öðru farartæki.“ Lögreglan má þá einnig sigla undir fölsku flaggi á netinu til þess að komast í samband við mögulega brotamenn. Hún má einnig stunda það sem heitir afhending undir eftirliti, þegar það liggur til dæmis fyrir að einstaklingur sé á leið með glæpsamlegan varning til annars, til þess að afla upplýsinga um viðtakandann. Hér má sjá breytingar ráðherra í heild sinni. Þær voru fyrst birtar í Stjórnartíðindum á miðvikudag en breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum fara fyrst að hafa réttaráhrif eftir birtingu þar. Breytingarnar voru undirritaðar af ráðherra 17. maí en tilkynning um þær hefur ekki verið birt á vef ráðuneytisins eins og oft er gert þegar tíðindi verða í sama anda. Lögreglan Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Nú þarf aðeins að vera fyrir hendi grunur, en ekki „rökstuddur grunur“ sem þingmaður Pírata segir að muni þýða að lögreglan geti gripið til inngripsmikilla aðferða meira og minna eftir geðþótta. Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýnir að ráðherra hafi svo víðtækar heimildir til breytinga á störfum lögreglu án aðkomu Alþingis, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir veitti þessar auknu heimildir með útgáfu reglugerðar hinn 17. maí. Helgi Hrafn telur að þær heimildir sem veittar eru í reglugerðinni hafi lagastoð en furðar sig á að ráðherra skuli hafa svo víðtækar heimildir til að færa lögreglu aukið vald yfir borgurunum. „Reglugerðarheimildin í lögum er mjög víð og gefur ráðherra mjög mikið rými, miklu meira rými en ég tel eðlilegt til að heimila svona sérstakar aðferðir. Þess má geta að þessar aðferðir sem þarna er fjallað um kallast sérstakar og þóttu alla vega þegar lögin voru sett, óhefðbundnar og inngripsmiklar. Það er fullt tilefni til að fara varlega með svona heimildir og fullt tilefni til að löggjafinn sé með aðhald gagnvart þeim.“ Helgi segir að lögreglan sé valdastofnun, sem megi ekki hafa meira vald en borgararnir telji réttlætanlegt. „Lögregluyfirvöld vilja alltaf meiri valdheimildir. Ástæðan er einfaldlega sú að það er auðvitað auðveldara fyrir lögregluna að vinna með það að þurfa bara að hafa grun, en ekki rökstuddan grun.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að breytingarnar hafi verið gerðir eftir ábendingar frá ríkissaksóknara. „Þetta er í betra samræmi við lögin. Það var talið að reglugerðin þrengdi um of að heimildunum miðað við lögin. Við erum að bregðast við þessu og þetta er eitt af þeim skrefum sem við erum að taka til að geta varist betur skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi.“ Mega sigla undir fölsku flaggi Samkvæmt breytingunum getur lögreglan beitt skyggingu án rökstudds gruns, sem einnig heitir eftirför í daglegu máli. Í henni felst til dæmis „stöðugt eftirlit með mannaferðum um húsnæði eða á öðru afmörkuðu svæði eða á almannafæri með því að fylgjast með ferðum þess sem grunaður er um brot,“ eins og segir í reglugerðinni. Skygging skal, segir í reglugerðinni, að jafnaði vera varðstaða lögreglumanns um húsnæði eða annað afmarkað svæði „eða eftirlit með ferðum þess sem er grunaður um brot, þar með talin eftirför með bifreið eða öðru farartæki.“ Lögreglan má þá einnig sigla undir fölsku flaggi á netinu til þess að komast í samband við mögulega brotamenn. Hún má einnig stunda það sem heitir afhending undir eftirliti, þegar það liggur til dæmis fyrir að einstaklingur sé á leið með glæpsamlegan varning til annars, til þess að afla upplýsinga um viðtakandann. Hér má sjá breytingar ráðherra í heild sinni. Þær voru fyrst birtar í Stjórnartíðindum á miðvikudag en breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum fara fyrst að hafa réttaráhrif eftir birtingu þar. Breytingarnar voru undirritaðar af ráðherra 17. maí en tilkynning um þær hefur ekki verið birt á vef ráðuneytisins eins og oft er gert þegar tíðindi verða í sama anda.
Lögreglan Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira