Nítján ár síðan að KA-menn „risu upp frá dauðum“ á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 14:00 Róbert Aron Hostert skorar í sigri Vals á KA fyrr í vetur. Vísir/Elín Björg Valsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og KA-þjálfarinn Jónatan Þór Magnússon upplifðu það sjálfir á eigin skinni þegar KA snéri við vonlítilli stöðu á Val fyrir næstum því tveimur áratugum. Nú þurfa KA-menn að endurtaka leikinn á Hlíðarenda í kvöld ætli þeir ekki að fara í sumarfrí. KA-menn ættu kannski að skoða gamlar myndir og gömul myndbönd frá árinu 2002 fyrir leik sinn á móti Val í úrslitakeppninni í kvöld. Fyrir nítján árum þá tókst KA-mönnum hið nær ömögulega þegar þeir „risu upp frá dauðum“ í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Opna íþróttakálfs DV eftir oddaleikinn þar sem KA tryggði sér Íslandsmeistaratilinn með þriðja sigri sínum í röð.Skjámynd/Timarit.is/DV Valsmenn eru nefnilega í mjög góðum málum fyrir seinni leik sinn á móti KA í átta liða úrslitum Olís deildar karla en leikurinn fer fram í kvöld. Valsmenn unnu fyrri leikinn fyrir norðan með fjórum mörkum og skoruðu líka þrjátíu útivallarmörk. Það þýðir að KA þarf að vinna fimm marka sigur til að fara áfram en fjögurra marka sigur dugar ef liðið skorar meira en 30 mörk. Það eru liðin nítján ár síðan þessi félög mættu síðast í úrslitakeppni karla og því þau hafa ekki mæst í úrslitaeinvíginu síðan vorið 2002. Þá bar deildin nafn annars olíufélags og var Esso-deildin en ekki Olís deildin eins og nú. Það sem gerir stöðuna í kvöld enn merkilegri i tengslum við endurkomu KA-manna í úrslitaeinvíginu 2002 er að þjálfarar liðanna í dag, Snorri Steinn Guðjónsson hjá Val og Jónatan Þór Magnússon hjá KA, voru þá lykilmenn í liðunum tveimur. Forsíða íþróttkálfs Morgunblaðsins eftir oddaleikinn.Skjámynd/Timarit.is/Mbl Valsmenn enduðu þremur sætum ofar en KA í deildinni vorið 2002 en KA-menn höfðu slegið deildarmeistara Hauka út 2-0 í undanúrslitunum. Valur vann sitt undanúrslitaeinvígi líka 2-0 (á móti Aftureldingu) og sópaði Þór Akureyri út í átta liða úrslitunum. Valsliðið byrjaði lokaúrslitin vel og vann fyrstu tvo leikina. Þann síðari eftir framlengdan leik í KA-húsinu. Valsmenn voru því búnir að vinna sex fyrstu sex leiki sína í úrslitakeppninni og þurftu bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Sá sigur kom hins vegar aldrei. Leikur þrjú var á Hlíðarenda eins og leikurinn í kvöld. KA-menn héldu sér á lífi með fimm marka sigri, sigri sem myndi duga þeim í kvöld. KA tryggði sér síðan oddaleikinn með eins marks sigri í fjórða leiknum í KA-húsinu. Valur fékk því annan heimaleik til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Öll stemmningin var nú KA-megin og liðið tryggði sér titilinn með þriðja sigri sínum í röð á Val, nú 24-21. KA varð þar með fyrsta félagið til að koma til baka í lokaúrslitum karla eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvíginu. Snorri Steinn Guðjónsson hefur aldrei orðið Íslandsmeistari en hann hefur aldrei komist eins nálægt því og í þessu úrslitaeinvígi á móti KA 2002. Hann tók við Íslands- og bikarmeistaraliði Vals fyrir 2017-18 tímabilið og Hlíðarendaliðið er enn að reyna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með Snorra Stein sem þjálfara. Nú er spurningin hvort KA-menn standa aftur í vegi fyrir honum en þetta mun allt ráðast í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.40 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á undan er sýndur beint seinni leikur Selfoss og Stjörnunnar og eftir leikina verða átta liða úrslitin gerð upp í Seinni bylgjunni. watch on YouTube watch on YouTube Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur KA Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
KA-menn ættu kannski að skoða gamlar myndir og gömul myndbönd frá árinu 2002 fyrir leik sinn á móti Val í úrslitakeppninni í kvöld. Fyrir nítján árum þá tókst KA-mönnum hið nær ömögulega þegar þeir „risu upp frá dauðum“ í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Opna íþróttakálfs DV eftir oddaleikinn þar sem KA tryggði sér Íslandsmeistaratilinn með þriðja sigri sínum í röð.Skjámynd/Timarit.is/DV Valsmenn eru nefnilega í mjög góðum málum fyrir seinni leik sinn á móti KA í átta liða úrslitum Olís deildar karla en leikurinn fer fram í kvöld. Valsmenn unnu fyrri leikinn fyrir norðan með fjórum mörkum og skoruðu líka þrjátíu útivallarmörk. Það þýðir að KA þarf að vinna fimm marka sigur til að fara áfram en fjögurra marka sigur dugar ef liðið skorar meira en 30 mörk. Það eru liðin nítján ár síðan þessi félög mættu síðast í úrslitakeppni karla og því þau hafa ekki mæst í úrslitaeinvíginu síðan vorið 2002. Þá bar deildin nafn annars olíufélags og var Esso-deildin en ekki Olís deildin eins og nú. Það sem gerir stöðuna í kvöld enn merkilegri i tengslum við endurkomu KA-manna í úrslitaeinvíginu 2002 er að þjálfarar liðanna í dag, Snorri Steinn Guðjónsson hjá Val og Jónatan Þór Magnússon hjá KA, voru þá lykilmenn í liðunum tveimur. Forsíða íþróttkálfs Morgunblaðsins eftir oddaleikinn.Skjámynd/Timarit.is/Mbl Valsmenn enduðu þremur sætum ofar en KA í deildinni vorið 2002 en KA-menn höfðu slegið deildarmeistara Hauka út 2-0 í undanúrslitunum. Valur vann sitt undanúrslitaeinvígi líka 2-0 (á móti Aftureldingu) og sópaði Þór Akureyri út í átta liða úrslitunum. Valsliðið byrjaði lokaúrslitin vel og vann fyrstu tvo leikina. Þann síðari eftir framlengdan leik í KA-húsinu. Valsmenn voru því búnir að vinna sex fyrstu sex leiki sína í úrslitakeppninni og þurftu bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Sá sigur kom hins vegar aldrei. Leikur þrjú var á Hlíðarenda eins og leikurinn í kvöld. KA-menn héldu sér á lífi með fimm marka sigri, sigri sem myndi duga þeim í kvöld. KA tryggði sér síðan oddaleikinn með eins marks sigri í fjórða leiknum í KA-húsinu. Valur fékk því annan heimaleik til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Öll stemmningin var nú KA-megin og liðið tryggði sér titilinn með þriðja sigri sínum í röð á Val, nú 24-21. KA varð þar með fyrsta félagið til að koma til baka í lokaúrslitum karla eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvíginu. Snorri Steinn Guðjónsson hefur aldrei orðið Íslandsmeistari en hann hefur aldrei komist eins nálægt því og í þessu úrslitaeinvígi á móti KA 2002. Hann tók við Íslands- og bikarmeistaraliði Vals fyrir 2017-18 tímabilið og Hlíðarendaliðið er enn að reyna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með Snorra Stein sem þjálfara. Nú er spurningin hvort KA-menn standa aftur í vegi fyrir honum en þetta mun allt ráðast í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.40 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á undan er sýndur beint seinni leikur Selfoss og Stjörnunnar og eftir leikina verða átta liða úrslitin gerð upp í Seinni bylgjunni. watch on YouTube watch on YouTube Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur KA Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira