Greiða Hillsborough-fjölskyldum bætur vegna yfirhylmingar Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 09:53 Minnisvarði með nöfnum þeirra 96 stuðningsmanna Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu við Anfield Road. Vísir/EPA Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi hefur gert sátt sem felur í sér að hún greiðir fleiri en sex hundruð aðstandendum stuðningsmanna knattspyrnuliðsins Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989 bætur fyrir að hafa reynt að kenna fórnarlömbunum um slysið. Mistök lögreglu eru talin á meðal orsaka slyssins. Eftir að 96 stuðningsmenn Liverpool létust í miklum troðningi á Hillsborough-vellinum í Nottingham í Sheffield við upphaf undanúrslitaleiks liðsins gegn Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni reyndi lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri að koma sökinni á þá látnu. Hegðun stuðningsmannanna og ölvun hefði valdið troðningnum banvæna. Upphaflega komst dánardómstjóri að þeirri niðurstöðu að fólkið hefði látist af slysförum. Sá úrskurður var felldur úr gildi árið 2012. Réttarrannsókn komst síðan að þeirri niðurstöðu að lát fólksins hefði borið að með saknæmum hætti og hafnaði því að hegðun þeirra hefði verið um að kenna árið 2016. Slysið var rakið til stórfelldrar vanrækslu yfirlögregluþjóns sem stýrði aðgerðum lögreglu á leikdag. Bæturnar sem lögregluembættið hefur nú samþykkt að greiða eru vegna sálfræðilegs skaða sem eftirlifendur og aðstandendur urðu fyrir vegna herferðar þess til að koma sökinni á fórnarlömbin. Þær eiga að greiða fyrir meðferð eða ráðgjöf, að sögn The Guardian. Lögmenn fjölskyldnanna segja að í framferði lögreglu eftir Hillsborough-slysið hafi falist ein mesta og skammarlegasta yfirhylming í sögu bresku lögreglunnar. Hún hefði reynt að fela eigin ábyrgð á slysinu og kennt fórnarlömbunum um í staðinn. Tveir fyrrverandi lögreglumenn og lögfræðingur embættisins voru ákærðir fyrir að hafa átt við lögregluskýrslur eftir slysið og að hindra framgang réttvísinnar. Þeir voru sýknaðir í síðustu viku þar sem dómari sagði að það teldist ekki hindrun á framgangi réttvísinnar að afhenda falsaðar skýrslur til opinberrar rannsóknar sem fór fram á slysinu. Hillsborough-slysið England Enski boltinn Bretland Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Eftir að 96 stuðningsmenn Liverpool létust í miklum troðningi á Hillsborough-vellinum í Nottingham í Sheffield við upphaf undanúrslitaleiks liðsins gegn Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni reyndi lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri að koma sökinni á þá látnu. Hegðun stuðningsmannanna og ölvun hefði valdið troðningnum banvæna. Upphaflega komst dánardómstjóri að þeirri niðurstöðu að fólkið hefði látist af slysförum. Sá úrskurður var felldur úr gildi árið 2012. Réttarrannsókn komst síðan að þeirri niðurstöðu að lát fólksins hefði borið að með saknæmum hætti og hafnaði því að hegðun þeirra hefði verið um að kenna árið 2016. Slysið var rakið til stórfelldrar vanrækslu yfirlögregluþjóns sem stýrði aðgerðum lögreglu á leikdag. Bæturnar sem lögregluembættið hefur nú samþykkt að greiða eru vegna sálfræðilegs skaða sem eftirlifendur og aðstandendur urðu fyrir vegna herferðar þess til að koma sökinni á fórnarlömbin. Þær eiga að greiða fyrir meðferð eða ráðgjöf, að sögn The Guardian. Lögmenn fjölskyldnanna segja að í framferði lögreglu eftir Hillsborough-slysið hafi falist ein mesta og skammarlegasta yfirhylming í sögu bresku lögreglunnar. Hún hefði reynt að fela eigin ábyrgð á slysinu og kennt fórnarlömbunum um í staðinn. Tveir fyrrverandi lögreglumenn og lögfræðingur embættisins voru ákærðir fyrir að hafa átt við lögregluskýrslur eftir slysið og að hindra framgang réttvísinnar. Þeir voru sýknaðir í síðustu viku þar sem dómari sagði að það teldist ekki hindrun á framgangi réttvísinnar að afhenda falsaðar skýrslur til opinberrar rannsóknar sem fór fram á slysinu.
Hillsborough-slysið England Enski boltinn Bretland Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira