Segja athugasemdir gegn bróður Áslaugar ekki eiga við rök að styðjast Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 3. júní 2021 18:35 Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins segir Magnús Sigurbjörnsson, bróður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, ekki hafa nýtt sér aðgang að flokksskrá flokksins fyrir prófkjör sem stendur nú yfir. Reglur hafi ekki verið brotnar. Fyrr í dag var kvartað til yfirkjörstjórnar flokksins vegna prófkjörsins í Reykjavík. Sú kvörtun gekk út á að Magnús var sakaður um að hafa nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá Sjálfstæðisflokksins í prófkjörsbaráttunni. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fengu allir afhenta kjörskrá gegn greiðslu sem ekki fæst endurgreidd nema þeir skili kjörskránni að loknu prófkjöri. Í dag var hins vegar lögð fram kvörtun til yfirkjörstjórnar úr herbúðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem berst um fyrsta sætið við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um að Magnús Sigurbjörnsson bróðir hennar og fyrrverandi starfsmaður flokksins hafi nýtt sér aðgang að tölvukerfi og þar með félagatali flokksins til að komast yfir upplýsingar um nýskráð fólk í flokkinn. Síðan hafi verið skipulega hringt í það fólk til að bjóða það velkomið í flokkinn og það hvatt til að kjósa Áslaugu Örnu. Sigurður Helgi Birgisson, sem er umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sendi athugasemdirnar inn til yfirkjörstjórnar í dag. Hann sagði í samtali við Vísi að honum hafi borist ábendingar um að fólk í flokknum væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar þar sem verið væri að bjóða fólk velkomið í flokkinn. Í tilkynningu frá yfirkjörstjórninni segir að farið hafi verið yfir málið í dag. Magnús hafi unnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn við það að tengja saman flokksskrá og nýtt tölvupóstkerfi flokksins. Hann hafði áður unnið hjá flokknum í rúm fjögur ár en aðgangi hans að flokksskrá hafi verið lokað þann 1. júní. „Magnús hefur aldrei haft aðgang að kjörskrá vegna prófkjörsins sem haldið verður 4. og 5. júní næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. Áslaug og Magnús.Vísir/Vilhelm Þar segir að farið hafið verið yfir innskráningar Magnúsar í flokkskrá og hann hafi síðast skráð sig inn þann 10. maí að beiðni starfsmanns Sjálfstæðisflokksins vegna verkefnis sem hann vann að. Þá rann framboðsfrestur út þann 14. maí og kjörskrá var afhent frambjóðendum þann 18. maí. Viðbót við kjörskrá, sem meðal annars hafi innihaldið nýskráningar hefi verið gerð öllum framboðum aðgengileg þann 31. maí. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Fyrr í dag var kvartað til yfirkjörstjórnar flokksins vegna prófkjörsins í Reykjavík. Sú kvörtun gekk út á að Magnús var sakaður um að hafa nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá Sjálfstæðisflokksins í prófkjörsbaráttunni. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fengu allir afhenta kjörskrá gegn greiðslu sem ekki fæst endurgreidd nema þeir skili kjörskránni að loknu prófkjöri. Í dag var hins vegar lögð fram kvörtun til yfirkjörstjórnar úr herbúðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem berst um fyrsta sætið við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um að Magnús Sigurbjörnsson bróðir hennar og fyrrverandi starfsmaður flokksins hafi nýtt sér aðgang að tölvukerfi og þar með félagatali flokksins til að komast yfir upplýsingar um nýskráð fólk í flokkinn. Síðan hafi verið skipulega hringt í það fólk til að bjóða það velkomið í flokkinn og það hvatt til að kjósa Áslaugu Örnu. Sigurður Helgi Birgisson, sem er umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sendi athugasemdirnar inn til yfirkjörstjórnar í dag. Hann sagði í samtali við Vísi að honum hafi borist ábendingar um að fólk í flokknum væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar þar sem verið væri að bjóða fólk velkomið í flokkinn. Í tilkynningu frá yfirkjörstjórninni segir að farið hafi verið yfir málið í dag. Magnús hafi unnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn við það að tengja saman flokksskrá og nýtt tölvupóstkerfi flokksins. Hann hafði áður unnið hjá flokknum í rúm fjögur ár en aðgangi hans að flokksskrá hafi verið lokað þann 1. júní. „Magnús hefur aldrei haft aðgang að kjörskrá vegna prófkjörsins sem haldið verður 4. og 5. júní næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. Áslaug og Magnús.Vísir/Vilhelm Þar segir að farið hafið verið yfir innskráningar Magnúsar í flokkskrá og hann hafi síðast skráð sig inn þann 10. maí að beiðni starfsmanns Sjálfstæðisflokksins vegna verkefnis sem hann vann að. Þá rann framboðsfrestur út þann 14. maí og kjörskrá var afhent frambjóðendum þann 18. maí. Viðbót við kjörskrá, sem meðal annars hafi innihaldið nýskráningar hefi verið gerð öllum framboðum aðgengileg þann 31. maí.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira