Borholan gaus eftir að bóndinn dældi upp úr henni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2021 20:01 Hverinn gýs á tíu til tuttugu mínútna fresti. Goshverinn sem opnaðist á Reykjavöllum í Biskupstungum er í raun borhola frá 1947, sem áður var notuð til að hita upp gróðurhús á svæðinu. Jarðfræðingur segir að ekki sé um að ræða eitthvað sem gerist af náttúrunnar hendi, heldur hafi holan farið að gjósa heitu vatni þegar hreinsað var upp úr henni. „Þetta er gömul borhola sem var boruð 1947, ein af sex, og var lengi vel nýtt til að hita upp gróðurhúsin á svæðinu. Svo var hætt að nýta hana, hún var stífluð og hefur verið það síðustu 30 árin. Það var bara leir og drulla í henni,“ segir Heimir Ingimarsson jarðfræðingur í samtali við fréttastofu, en hann var staddur á svæðinu eftir að hafa tekið goshverinn út í rannsóknarskyni. Bóndinn hafi hreinsað upp úr holunni þar sem hann hugðist nýta holuna á nýjan leik. Hann hafi dælt á holuna með loftpressu, en á um sjö metra dýpi er einhver fyrirstaða í holunni. „Þegar hann loftblés, þá kom hann holunni í gos. Hún sýður upp þessa sjö metra vatnssúlu á tíu til tuttugu mínútna fresti, þannig að það koma gos á tíu til tuttugu mínútna fresti,“ segir Heimir. Þess á milli fellur vatnið aftur niður þar til hitinn að neðan, sem nær yfir hundrað gráðum, sýður það upp í gos á nýjan leik. Heimir segir að á nokkurra gosa fresti nái vatnsstrókurinn allt að tíu til fimmtán metra upp í loftið. Ekki beint af náttúrunnar hendi Heimir segir alveg ljóst að hverinn hafi myndast vegna þess að hreinsað var upp úr holunni og almennt megi ekki eiga von á því að svona hverar myndist upp úr þurru. „Þetta er ekkert af náttúrunnar hendi sem gerist bara allt í einu. Það var verið að eiga við borholuna og þess vegna skapaðist þetta,“ segir Heimir. Hann var staddur á svæðinu fyrir hönd Íslenskra orkurannsókna til að taka hverinn út, en sú athugun er þó hluti af stærri jarðhitarannsóknum á Reykjavöllum. „Það hafa verið gerðar rannsóknir hérna í gegnum tíðina og við erum að byrja að skoða þetta aftur eftir svolítið hlé,“ segir Heimir. Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Orkumál Jarðhiti Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
„Þetta er gömul borhola sem var boruð 1947, ein af sex, og var lengi vel nýtt til að hita upp gróðurhúsin á svæðinu. Svo var hætt að nýta hana, hún var stífluð og hefur verið það síðustu 30 árin. Það var bara leir og drulla í henni,“ segir Heimir Ingimarsson jarðfræðingur í samtali við fréttastofu, en hann var staddur á svæðinu eftir að hafa tekið goshverinn út í rannsóknarskyni. Bóndinn hafi hreinsað upp úr holunni þar sem hann hugðist nýta holuna á nýjan leik. Hann hafi dælt á holuna með loftpressu, en á um sjö metra dýpi er einhver fyrirstaða í holunni. „Þegar hann loftblés, þá kom hann holunni í gos. Hún sýður upp þessa sjö metra vatnssúlu á tíu til tuttugu mínútna fresti, þannig að það koma gos á tíu til tuttugu mínútna fresti,“ segir Heimir. Þess á milli fellur vatnið aftur niður þar til hitinn að neðan, sem nær yfir hundrað gráðum, sýður það upp í gos á nýjan leik. Heimir segir að á nokkurra gosa fresti nái vatnsstrókurinn allt að tíu til fimmtán metra upp í loftið. Ekki beint af náttúrunnar hendi Heimir segir alveg ljóst að hverinn hafi myndast vegna þess að hreinsað var upp úr holunni og almennt megi ekki eiga von á því að svona hverar myndist upp úr þurru. „Þetta er ekkert af náttúrunnar hendi sem gerist bara allt í einu. Það var verið að eiga við borholuna og þess vegna skapaðist þetta,“ segir Heimir. Hann var staddur á svæðinu fyrir hönd Íslenskra orkurannsókna til að taka hverinn út, en sú athugun er þó hluti af stærri jarðhitarannsóknum á Reykjavöllum. „Það hafa verið gerðar rannsóknir hérna í gegnum tíðina og við erum að byrja að skoða þetta aftur eftir svolítið hlé,“ segir Heimir.
Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Orkumál Jarðhiti Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent