Sérfræðingar hafa helst áhyggjur af súrnun sjávar Heimir Már Pétursson skrifar 3. júní 2021 13:28 Sérfræðingur hjá Hafró segir súrnun sjávar gerast hratt og vera áhyggjuefni. Vísir/Vilhelm Horfur á ástandi sjávar í kringum Ísland eru almennt góðar næstu áratugina samkvæmt nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Súrnun sjávar er þó áhyggjuefni sem sérfræðingar segja að auka þurfi þekkinguna á. Í morgun kynnti Hafrannsóknastofnun viðamikla skýrslu um stöðu umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland sem unnin var að beiðni Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir mikilvægt að þekkingu rúmlega þrjátíu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar hafi verið safnað saman til að hægt sé að meta stöðuna betur.Vísir/Vilhelm Markmið með skýrslunni er að gera grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á umhverfi og lífríki hafsins undanfarin ár og orsakasamhengi þeirra. Einnig að leggja mat á áhrif umhverfis- og loftslagsbreytinga framtíðarinnar á vistkerfi sjávar. Kristján Þór segir að samkvæmt skýrslunni megi búast við svipuðum náttúrulegum sveiflum í hafinu á næstu áratugum og verið hafi undanfarna áratugi. „En það sem þessi skýrsla gefur okkur er uppsöfnun þar sem dregnar hafa verið saman allar þær bestu upplýsingar sem okkar færasta fólk á þessu sviði býr yfir. Þannig að hún er mjög góður grunnur að allri umræðu um það sem er að gerast í hafinu í kringum okkur,“ segir Kristján Þór. Guðmundur J. Óskarsson ritstjóri skýrslunnar segir ástæðu til að hafa áhyggjur af súrnun sjávar en hana þurfi að rannsaka mun betur því lítið sé vitað um hana.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur J. Óskarsson sviðsstjóri á uppsjávarsviði var ritstjóri fimm manna ritnefndar með skýrslunni sem samin var af þrjátíu og þremur sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar. Í kynningu rakti hann helstu breytingar í hafinu í kringum landið og þær breytingar sem orðið hefðu um og upp úr aldamótum á hitastigi sjávar. Þar hefðu náttúrulegar sveiflur kannski meira að segja en breytingar á loftslagi af mannvöldum sem þó hefðu einnig sitt að segja. Þetta hefði meðal annars breytt hrygningarsvæðum loðnu og göngu hennar norðan við landið. Guðmundur segir að búast megi við svipuðu hitastigi og umhverfisaðstæðum á næstu árum og nú. „En viðvörunarbjöllurnar eru kannski að það er möguleiki á að það verði veruleg kólnun norðanlands sérstaklega. Vegna ferskvatns í Norðuríshafinu sem hefur verið að safnast þar upp. Það er ein sviðsmynd sem við drögum upp. Súrnun sjávar er alvarlegur hlutur. Það er hlutur sem við þekkjum ekki nógu vel en er vissulega að gerast og gerist hratt,“ segir Guðmundur J. Óskarsson. Efnahagsmál Sjávarútvegur Umhverfismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Í morgun kynnti Hafrannsóknastofnun viðamikla skýrslu um stöðu umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland sem unnin var að beiðni Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir mikilvægt að þekkingu rúmlega þrjátíu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar hafi verið safnað saman til að hægt sé að meta stöðuna betur.Vísir/Vilhelm Markmið með skýrslunni er að gera grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á umhverfi og lífríki hafsins undanfarin ár og orsakasamhengi þeirra. Einnig að leggja mat á áhrif umhverfis- og loftslagsbreytinga framtíðarinnar á vistkerfi sjávar. Kristján Þór segir að samkvæmt skýrslunni megi búast við svipuðum náttúrulegum sveiflum í hafinu á næstu áratugum og verið hafi undanfarna áratugi. „En það sem þessi skýrsla gefur okkur er uppsöfnun þar sem dregnar hafa verið saman allar þær bestu upplýsingar sem okkar færasta fólk á þessu sviði býr yfir. Þannig að hún er mjög góður grunnur að allri umræðu um það sem er að gerast í hafinu í kringum okkur,“ segir Kristján Þór. Guðmundur J. Óskarsson ritstjóri skýrslunnar segir ástæðu til að hafa áhyggjur af súrnun sjávar en hana þurfi að rannsaka mun betur því lítið sé vitað um hana.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur J. Óskarsson sviðsstjóri á uppsjávarsviði var ritstjóri fimm manna ritnefndar með skýrslunni sem samin var af þrjátíu og þremur sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar. Í kynningu rakti hann helstu breytingar í hafinu í kringum landið og þær breytingar sem orðið hefðu um og upp úr aldamótum á hitastigi sjávar. Þar hefðu náttúrulegar sveiflur kannski meira að segja en breytingar á loftslagi af mannvöldum sem þó hefðu einnig sitt að segja. Þetta hefði meðal annars breytt hrygningarsvæðum loðnu og göngu hennar norðan við landið. Guðmundur segir að búast megi við svipuðu hitastigi og umhverfisaðstæðum á næstu árum og nú. „En viðvörunarbjöllurnar eru kannski að það er möguleiki á að það verði veruleg kólnun norðanlands sérstaklega. Vegna ferskvatns í Norðuríshafinu sem hefur verið að safnast þar upp. Það er ein sviðsmynd sem við drögum upp. Súrnun sjávar er alvarlegur hlutur. Það er hlutur sem við þekkjum ekki nógu vel en er vissulega að gerast og gerist hratt,“ segir Guðmundur J. Óskarsson.
Efnahagsmál Sjávarútvegur Umhverfismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira